Klók leið ríkisstjórnarinnar til að skapa störf í kreppunni Össur Skarphéðinsson skrifar 11. september 2012 06:00 Eitt allra snjallasta ráðið sem ríkisstjórnin brá á til að skapa störf í hápunkti kreppunnar þegar atvinnuleysið var sem hæst var ákvörðun um að endurgreiða 100% virðisaukaskatt af vinnu við viðhald bygginga einstaklinga, bæði íbúðarhúsnæðis og sumarhúsa, og af opinberum byggingum. Hátt á annað þúsund ársverk urðu til vegna þessarar djörfu ákvörðunar sem ríkisstjórnin tók mjög snemma á ferli sínum – eftir að Sjálfstæðisflokkurinn hvarf úr stjórninni. Hundruð atvinnulausra iðnaðarmanna fengu vinnu, smiðir, rafvirkjar, pípulagningamenn, múrarar og fleiri. Ekki má gleyma verkfræðistofum sem fengu verkefni við að gera úttektir á viðhaldsþörf, hanna verk og meta, og loks hafa umsjón með framkvæmdum. Um alla Reykjavík og allt landið ruku upp stillansar. Húseigendur og húsfélög sem höfðu látið viðhald sitja á hakanum, tóku tilboði ríkisstjórnarinnar um 100 prósenta endurgreiðsluna, og fengu iðnaðarmenn, verktakafyrirtæki og verkfræðistofur til að standa fyrir endurbótum á stórum blokkum. Sama gerðu sveitarfélög sem höfðu beðið með viðhald á eignum sínum. Fyrir marga einyrkja og lítil fyrirtæki skipti ákvörðun ríkisstjórnarinnar um að endurgreiða 100 prósenta virðisaukaskattinn algerum sköpum. Ríkisstjórnin, sem Sjálfstæðisflokkurinn skammar fyrir að hækka skatta á hátekjufólk, lækkaði þvert á móti skatta til að skapa störf fyrir atvinnulaust fólk. Þetta gerðist ekki meðan Sjálfstæðisflokkurinn var við völdin – heldur eftir að hann fór úr ríkisstjórn. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Össur Skarphéðinsson Mest lesið D-vítamín mín besta forvörn Auður Elisabet Jóhannsdóttir Skoðun Við vitum alveg upphafið Guðný Níelsen Skoðun Hvað skiptir okkur mestu máli? Dóra Guðrún Guðmundsdóttir Skoðun Ríkisstofnun rassskellt Björn Ólafsson Skoðun Leiðréttingin leiðrétt Sigurgeir Brynjar Kristgeirsson Skoðun Neikvæðni í garð sjávarútvegs á Íslandi – orsakir og afleiðingar Kristín Þórarinsdóttir Skoðun Níðingsverk Jón Daníelsson Skoðun Hugrekki getur af sér hugrekki Þorbjörg Þorvaldsdóttir Skoðun Mun mannkynið lifa af gervigreindina? Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Við höfum ekki efni á tvískinnungi SFS Vala Árnadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Neikvæðni í garð sjávarútvegs á Íslandi – orsakir og afleiðingar Kristín Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Við erum hafið Guillaume Bazard skrifar Skoðun Deja Vu Sverrir Agnarsson skrifar Skoðun Mun mannkynið lifa af gervigreindina? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Ríkisstofnun rassskellt Björn Ólafsson skrifar Skoðun Gjaldfrjálsar skólamáltíðir – margþættur ávinningur Ludvig Guðmundsson,Guðrún E. Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Orkuöflun á eyjaklösum - Vestmannaeyjar og Orkneyjar Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Hugrekki getur af sér hugrekki Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun D-vítamín mín besta forvörn Auður Elisabet Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Húmanisminn í kærleikanum og kærleikurinn í húmanismanum Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Helför gyðinga gegn íbúum Palestínu Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Leiðréttingin leiðrétt Sigurgeir Brynjar Kristgeirsson skrifar Skoðun Hvað skiptir okkur mestu máli? Dóra Guðrún Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægt skref til sáttar Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Staðið með þjóðinni Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Við vitum alveg upphafið Guðný Níelsen skrifar Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 3/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Varalitur á skattagrísinum Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Við eigum ekki efni á vonleysi né uppgjöf Magnús Magnússon skrifar Skoðun Hingað og ekki lengra Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hagsmunir heildarinnar - Kafli eitt: Tómlæti Íslendinga Hannes Örn Blandon skrifar Skoðun Þegar líða fer að jólum Ísak Hilmarsson skrifar Skoðun Svansvottaðar íbúðir – fjárfesting í lífsgæðum Bergþóra Góa Kvaran skrifar Skoðun D-vítamín mín besta forvörn Auður Elisabet Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hættulegt tal Sjálfstæðisflokksins og Viðskiptaráðs Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Þetta má ekki gerast aftur! - Álag á útsvar Sveinn Ægir Birgisson skrifar Skoðun Meistaragráða í lífsreynslu Elín Ebba Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Stjórnvöld, Óskar á heima hér! Þóra Andrésdóttir skrifar Skoðun Dvel þú í draumahöll Hugrún Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Níðingsverk Jón Daníelsson skrifar Sjá meira
Eitt allra snjallasta ráðið sem ríkisstjórnin brá á til að skapa störf í hápunkti kreppunnar þegar atvinnuleysið var sem hæst var ákvörðun um að endurgreiða 100% virðisaukaskatt af vinnu við viðhald bygginga einstaklinga, bæði íbúðarhúsnæðis og sumarhúsa, og af opinberum byggingum. Hátt á annað þúsund ársverk urðu til vegna þessarar djörfu ákvörðunar sem ríkisstjórnin tók mjög snemma á ferli sínum – eftir að Sjálfstæðisflokkurinn hvarf úr stjórninni. Hundruð atvinnulausra iðnaðarmanna fengu vinnu, smiðir, rafvirkjar, pípulagningamenn, múrarar og fleiri. Ekki má gleyma verkfræðistofum sem fengu verkefni við að gera úttektir á viðhaldsþörf, hanna verk og meta, og loks hafa umsjón með framkvæmdum. Um alla Reykjavík og allt landið ruku upp stillansar. Húseigendur og húsfélög sem höfðu látið viðhald sitja á hakanum, tóku tilboði ríkisstjórnarinnar um 100 prósenta endurgreiðsluna, og fengu iðnaðarmenn, verktakafyrirtæki og verkfræðistofur til að standa fyrir endurbótum á stórum blokkum. Sama gerðu sveitarfélög sem höfðu beðið með viðhald á eignum sínum. Fyrir marga einyrkja og lítil fyrirtæki skipti ákvörðun ríkisstjórnarinnar um að endurgreiða 100 prósenta virðisaukaskattinn algerum sköpum. Ríkisstjórnin, sem Sjálfstæðisflokkurinn skammar fyrir að hækka skatta á hátekjufólk, lækkaði þvert á móti skatta til að skapa störf fyrir atvinnulaust fólk. Þetta gerðist ekki meðan Sjálfstæðisflokkurinn var við völdin – heldur eftir að hann fór úr ríkisstjórn.
Skoðun Neikvæðni í garð sjávarútvegs á Íslandi – orsakir og afleiðingar Kristín Þórarinsdóttir skrifar
Skoðun Gjaldfrjálsar skólamáltíðir – margþættur ávinningur Ludvig Guðmundsson,Guðrún E. Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Húmanisminn í kærleikanum og kærleikurinn í húmanismanum Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar