Sarkozy sakar Hollande um lygar 3. maí 2012 12:24 Mynd/AFP Nicolas Sarkozy Frakklandsforseti sakaði mótframbjóðanda sinn Francois Hollande ítrekað um lygar í sjónvarpskappræðum í gær. Kosningabaráttu tvímenninganna fer nú senn að ljúka þar sem Frakkar ganga að kjörborðinu á sunnudag. Forsetaframbjóðendunum var ansi heitt í hamsi í gærkvöldi og ætti engan að undra. Sósíalistinn Hollande hafði fyrir kappræðurnar nokkurra prósenta forskot á Sarkozy í skoðanakönnunum og því var stundin mikilvæg fyrir forsetann. Efnahagsmálin voru á meðal þess sem rætt var um og var Sarkozy fljótur að segja Hollande að éta ofan í sig sínar skoðanir og sakaði hann um lygar. Forsetinn gagnrýndi mótframbjóðanda sinn fyrir reynsluleysi og sagði efnahagsstefnu hans eiga eftir að drekkja Frakklandi í skuldum með tilheyrandi afleiðingum fyrir alla Evrópu. Þá sagðist Sarkozy hafa verið gagnrýndur um og of fyrir efnahagsörðugleikana sem Frakkar standa nú frammi fyrir og að mörgu öðru væri um að kenna. Þá greip Hollande tækifærið og sagði forsetann njóta þess að vera í hlutverki fórnarlambsins. Hollande skaut föstum skotum á skattastefnu Sarkozys og sagði hana hylla hina ríku. Þá lagði hann áherslu á samheldni og notaði slagorð sitt „að leiða þjóðina saman" ítrekað til að draga fram hversu ólíkir frambjóðendurnir væru. Mikið hefur verið spáð í spilin eftir kappræðurnar, þar á meðal hvernig mennirnir tveir báru sig. Sarkozy hallaði sér fram á borð og var í þeirri stöðu mest allan tímann á meðan Hollande virtist frekar afslappaður bæði í framkomu og tali og á tímapunkti virtist hann meira að segja geyspa. Eldmóður Sarkozys gæti orðið honum til góðs á sunnudag, en það er ekki alls kosta víst því gagnrýnendur hafa haft unun að því að gagnrýna persónuleika forsetans og vilja meina að hann sé of harðskeyttur. Mest lesið Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Innlent Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Innlent Bovino sendur til Kaliforníu og Leavitt dregur í land Erlent Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni Innlent Tveir grunaðir um að rækta hundruð kannabisplantna Innlent Enga ákvörðun tekið um Þórdísi Kolbrúnu Innlent Taka á móti fyrstu drengjunum í meðferð í lok febrúar Innlent „Einfaldlega ósammála“ gagnrýni ráðuneytisins Innlent Innleiða bílnúmeralesara til að athuga hvar bílar eru skráðir Innlent Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Innlent Fleiri fréttir Svíar hyggjast lækka sakhæfisaldur „Móðir allra samninga“ Um þriðjungur Dana fær 50 þúsund króna „matartékka“ beint í vasann frá ríkinu Segja mögulegt að yfir 30.000 hafi verið drepin í mótmælunum Franska þingið samþykkti símabann hjá börnum Evrópusambandið og Indland ganga frá fríverslunarsamningi Bovino sendur til Kaliforníu og Leavitt dregur í land Lét þingmenn heyra það og sagði Evrópu ekki geta varið sig sjálfa Trump sagður hafa lofað óháðum rannsóknum í Minnesota Einn lifði flugslys í Maine af en sjö dóu Hafa fundið lík síðasta gíslsins á Gasa Börnin heima þegar móðir þeirra var stungin til bana Flugferðum aflýst og hvatt til heimavinnu vegna snjókomu Leita að líkamsleifum síðasta gíslsins Morðið á Pretti gagnrýnt úr ólíklegustu áttum Skotinn til bana: Myndefnið þvert á orð ráðherrans Þjóðvarðlið virkjað eftir að ICE skaut mann til bana Annar maður skotinn til bana af ICE Hótar að setja hundrað prósenta toll á Kanada „Eftir þetta getur enginn treyst honum“ Tugþúsundir mótmæltu ICE Funda um frið í skugga banvænna árása næturinnar Ungur drengur látinn eftir hákarlaárás Grinch siglt til hafnar í Marseille Ólympíufarinn eftirlýsti gómaður eftir áratug á flótta Bein útsending: Þorgerður ávarpar mannréttindaráðið vegna Íran Viðurkenna loks, fyrir mistök, að Úkraínumenn hafi sökkt Moskvu Repúblikanar leita aftur á náðir Musks Leysir upp þingið og boðar til kosninga í Japan Sex særðir eftir hnífaárás á mótmælum í Antwerpen Sjá meira
Nicolas Sarkozy Frakklandsforseti sakaði mótframbjóðanda sinn Francois Hollande ítrekað um lygar í sjónvarpskappræðum í gær. Kosningabaráttu tvímenninganna fer nú senn að ljúka þar sem Frakkar ganga að kjörborðinu á sunnudag. Forsetaframbjóðendunum var ansi heitt í hamsi í gærkvöldi og ætti engan að undra. Sósíalistinn Hollande hafði fyrir kappræðurnar nokkurra prósenta forskot á Sarkozy í skoðanakönnunum og því var stundin mikilvæg fyrir forsetann. Efnahagsmálin voru á meðal þess sem rætt var um og var Sarkozy fljótur að segja Hollande að éta ofan í sig sínar skoðanir og sakaði hann um lygar. Forsetinn gagnrýndi mótframbjóðanda sinn fyrir reynsluleysi og sagði efnahagsstefnu hans eiga eftir að drekkja Frakklandi í skuldum með tilheyrandi afleiðingum fyrir alla Evrópu. Þá sagðist Sarkozy hafa verið gagnrýndur um og of fyrir efnahagsörðugleikana sem Frakkar standa nú frammi fyrir og að mörgu öðru væri um að kenna. Þá greip Hollande tækifærið og sagði forsetann njóta þess að vera í hlutverki fórnarlambsins. Hollande skaut föstum skotum á skattastefnu Sarkozys og sagði hana hylla hina ríku. Þá lagði hann áherslu á samheldni og notaði slagorð sitt „að leiða þjóðina saman" ítrekað til að draga fram hversu ólíkir frambjóðendurnir væru. Mikið hefur verið spáð í spilin eftir kappræðurnar, þar á meðal hvernig mennirnir tveir báru sig. Sarkozy hallaði sér fram á borð og var í þeirri stöðu mest allan tímann á meðan Hollande virtist frekar afslappaður bæði í framkomu og tali og á tímapunkti virtist hann meira að segja geyspa. Eldmóður Sarkozys gæti orðið honum til góðs á sunnudag, en það er ekki alls kosta víst því gagnrýnendur hafa haft unun að því að gagnrýna persónuleika forsetans og vilja meina að hann sé of harðskeyttur.
Mest lesið Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Innlent Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Innlent Bovino sendur til Kaliforníu og Leavitt dregur í land Erlent Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni Innlent Tveir grunaðir um að rækta hundruð kannabisplantna Innlent Enga ákvörðun tekið um Þórdísi Kolbrúnu Innlent Taka á móti fyrstu drengjunum í meðferð í lok febrúar Innlent „Einfaldlega ósammála“ gagnrýni ráðuneytisins Innlent Innleiða bílnúmeralesara til að athuga hvar bílar eru skráðir Innlent Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Innlent Fleiri fréttir Svíar hyggjast lækka sakhæfisaldur „Móðir allra samninga“ Um þriðjungur Dana fær 50 þúsund króna „matartékka“ beint í vasann frá ríkinu Segja mögulegt að yfir 30.000 hafi verið drepin í mótmælunum Franska þingið samþykkti símabann hjá börnum Evrópusambandið og Indland ganga frá fríverslunarsamningi Bovino sendur til Kaliforníu og Leavitt dregur í land Lét þingmenn heyra það og sagði Evrópu ekki geta varið sig sjálfa Trump sagður hafa lofað óháðum rannsóknum í Minnesota Einn lifði flugslys í Maine af en sjö dóu Hafa fundið lík síðasta gíslsins á Gasa Börnin heima þegar móðir þeirra var stungin til bana Flugferðum aflýst og hvatt til heimavinnu vegna snjókomu Leita að líkamsleifum síðasta gíslsins Morðið á Pretti gagnrýnt úr ólíklegustu áttum Skotinn til bana: Myndefnið þvert á orð ráðherrans Þjóðvarðlið virkjað eftir að ICE skaut mann til bana Annar maður skotinn til bana af ICE Hótar að setja hundrað prósenta toll á Kanada „Eftir þetta getur enginn treyst honum“ Tugþúsundir mótmæltu ICE Funda um frið í skugga banvænna árása næturinnar Ungur drengur látinn eftir hákarlaárás Grinch siglt til hafnar í Marseille Ólympíufarinn eftirlýsti gómaður eftir áratug á flótta Bein útsending: Þorgerður ávarpar mannréttindaráðið vegna Íran Viðurkenna loks, fyrir mistök, að Úkraínumenn hafi sökkt Moskvu Repúblikanar leita aftur á náðir Musks Leysir upp þingið og boðar til kosninga í Japan Sex særðir eftir hnífaárás á mótmælum í Antwerpen Sjá meira