Innlent

Kókainkona í fimmtán mánaða fangelsi

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Kókaín.
Kókaín.
Hæstiréttur staðfesti í dag fangelsisdóm yfir konu um þrítugt sem dæmd var fyrir að skipuleggja og fjármagna smygl á tæplega 500 grömmum af kókaíni til landsins. Tvö burðardýr, sem hún útvegaði til verksins, voru dæmd í tíu og átta mánaða skilorðsbundið fangelsi í Héraðsdómi Reykjavíkur.

Efnið sem þau fluttu til landsins var sterkt og hefði mátt framleiða úr því rúmlega tvö kíló af kókaíni, að því er fram kemur í dómnum. Hæstiréttur vísar í dóm Héraðsdóms Reykjavíkur þar sem fram kemur að framburðurinn hafi verið reikull. Hæstiréttur segir að reikull framburður sakbornings hjá lögreglu og fyrir dómi geti fellt á hann grun, ekki síst ef það, sem hann hefur borið, stangast á við skýrslugjöf annarra fyrir dómi og önnur sönnunargögn, sem lögð hafa verið fram í máli.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×