Tímaskekkja nefnist fyrsta verkefni Nemendaleikhúss LHÍ í vetur og eru það nemendur á 3. ári í leikaranámi sem sýna. Þau hafa einnig samið verkið í sameiningu undir leiðsögn Unu Þorleifsdóttur.
Verkið er hugleiðing um samskipti og sambönd kynjanna og hafa nemendur unnið að því síðustu sex vikur. Áhersla námskeiðsins hefur verið á vinnu með ólíkar samsetningar og sköpunaraðferðir við gerð leiksýninga, á ferli slíkrar vinnu og síðan vinnu við samsetningu og úrvinnslu efnis.
Nemendaleikhúsið er nú með öðru sniði en verið hefur í kjölfar breytinga á námi við leiklistar- og dansdeild LHÍ. Eftir sem áður er þó markmið Nemendaleikhússins að nemendur kynnist rekstri leikhúss og hafi tækifæri til þess að opna dyrnar og mæta áhorfendum. Áhorfendum verður í vetur boðið að sjá valin verkefni 3. árs nema leiklistar- og dansdeildar auk fullbúinna lokasýninga nemenda af öllum brautum deildarinnar.
- fsb
Verkið er hugleiðing um samskipti og sambönd kynjanna og hafa nemendur unnið að því síðustu sex vikur. Áhersla námskeiðsins hefur verið á vinnu með ólíkar samsetningar og sköpunaraðferðir við gerð leiksýninga, á ferli slíkrar vinnu og síðan vinnu við samsetningu og úrvinnslu efnis.
Nemendaleikhúsið er nú með öðru sniði en verið hefur í kjölfar breytinga á námi við leiklistar- og dansdeild LHÍ. Eftir sem áður er þó markmið Nemendaleikhússins að nemendur kynnist rekstri leikhúss og hafi tækifæri til þess að opna dyrnar og mæta áhorfendum. Áhorfendum verður í vetur boðið að sjá valin verkefni 3. árs nema leiklistar- og dansdeildar auk fullbúinna lokasýninga nemenda af öllum brautum deildarinnar.
- fsb