1000 andlit MS - að lesa bók með lopavettlinga á höndum Berglind Guðmundsdóttir skrifar 25. maí 2012 17:00 Hefur þú lesandi góður reynt að lesa/fletta dagblaðinu eða bók með lopavettlinga á höndum? Hvernig gengur að fletta? Lopavettlingar hafa ekkert með sjón og lestur að gera, en það þarf að fletta misþykkum blaðsíðum. Þessi setning er sett fram til að lýsa því hvernig er að vera með dofnar hendur. Dofi er eitt af fjölmörgum einkennum MS-sjúkdómsins. MS er sjúkdómur í miðtaugakerfi (heila og mænu). Taugaþræðirnir eru einangraðir með slíðri úr efni sem kallast myelin. Til að útskýra það má líkja taugunum við rafmagnssnúru og myelinið er þá plastið utan um vírana. Það sem gerist þegar einstaklingur fær MS er að hvítu blóðkornin ráðast á myelinið sem skaddast og eftir verða ör sem kallast sclera. Örin brengla taugaboðin og stöðva þau jafnvel. Oft skaðast myelinið einungis tímabundið og einkennin ganga til baka. Stundum ganga einkennin þó ekki til baka og eru alltaf til staðar. Sjúkdómurinn einkennist af köstum með bata á milli. Kast er oftast tímabundin versnun á einkennum eða ný einkenni láta á sér kræla. Þá talar MS-fólk um að það sé í kasti. Kastið gengur til baka þegar áreitið hættir á myelinið og það jafnar sig að hluta eða öllu leyti. Langur tími getur liðið milli kasta. Sumir finna lítið fyrir sjúkdómnum milli kasta en aðrir finna alltaf mikið fyrir honum. Þreyta er það sem flestir finna oftast fyrir. Einkenni þeirra sem eru með MS (MULTIPLE SCLEROSIS) fara eftir því hvaða taugar verða fyrir skaða, hvaða hluta heilans eða mænunnar sjúkdómurinn ræðast á hverju sinni. MS-sjúkdómurinn er oft kallaður sjúkdómurinn með 1000 andlit vegna þess að einkennin eru svo mismunandi eftir því hvað taugar verða fyrir skaða. Þess vegna eru engir tveir einstaklingar með nákvæmlega sömu einkennin og því er erfitt að bera saman einstaklinga með MS þar sem örin geta verið á mismunandi stöðum í heila og mænu. Oft er einnig erfitt að útskýra einkennin þar sem þau sjást ekki alltaf. Dofi er algengt einkenni, en því má lýsa þannig að það sé eins og að fletta blaðsíðum eða borða popp með lopavettlingum. Meðal annarra einkenna eru sjóntruflanir, kraftleysi, jafnvægistruflanir og verkir. Enn hefur ekki fundist lækning við MS og orsök sjúkdómsins er ekki þekkt. Nokkrar kenningar eru þó á lofti um orsökina og má þar nefna að hæggeng veira valdi sjúkdómnum eða að líkaminn ráðist gegn eigin frumum vegna bilunar í ónæmiskerfinu. MS er ekki arfgengur sjúkdómur og er ekki banvænn. Engin lyf lækna MS, en á undanförnum 15-20 árum hafa svo kölluð bremsulyf verið aðgengileg hér á landi. Þeim er ætlað að hægja á framgangi sjúkdómsins með því að stöðva köst og koma þannig í veg fyrir versnun og fötlun. Lyfin hafa reynst misvel og því voru það tímamót árið 2008 þegar lyfið Tysabri var tekið í notkun hér á landi. Tysabri er mjög öflugt bremsulyf og hefur sannað gildi sitt, en því miður hentar Tysabri ekki öllum sem eru með MS. Nýjasta lyfið er í töfluformi og heitir Gilenya. Við MS-fólk á Íslandi bíðum eftir að það verði tekið í notkun. Á Íslandi eru um 430 einstaklingar með MS og flestir greinast fyrir 35 ára aldur. MS-félag Íslands er hagsmunafélag MS-sjúklinga og aðstandenda þeirra. Félagið stendur fyrir öflugu kynningarstarfi, heldur námskeið fyrir félagsmenn og aðstandendur, stendur fyrir fræðslufyrirlestrum og útgáfu blaða og bæklinga. MS-félagið er að mestu rekið fyrir styrktarfé frá almenningi, fyrirtækjum og líknarfélögum. Félagið hefur árlega staðið fyrir söfnun meðal landsmanna og hefur almenningur tekið okkur ákaflega vel og gert okkur kleift að halda úti góðri þjónustu við MS-sjúklinga. Að þessu sinni verður söfnunin á þann veg að landsmönnum gefst kostur á að hringja í söfnunarsímanúmer og gefa ákveðna upphæð. Nánari upplýsingar um hvernig hægt er að styrkja félagið er að finna á heimasíðu félagsins, msfelag.is. Alþjóðlegur MS-dagur var í fjórða sinn miðvikudaginn 23. maí n.k. Tilgangur alþjóðadagsins er að fræða og upplýsa um sjúkdóminn. Síðustu ár hefur áherslan verið á að kynna atvinnuþátttöku og unga fólkið. Að þessu sinni var yfirskrift dagsins 1000 andlit MS. Sjá nánar msfelag.is Nú leitum við eftir stuðningi þínum við okkar góða og þarfa starf. Með því að hringja í eitt af eftirtöldum númerum styrkir þú félagið um ákveðna fjárhæð: 901 5010 – 1000 kr. styrkur 901 5030 – 3000 kr. styrkur 901 5050 – 5000 kr. styrkur Stuðningur ykkar eflir okkar starf! Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir Skoðun Normið á ekki síðasta orðið Katrín Íris Sigurðardóttir Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson Skoðun Gleði eða ógleði? Haraldur Hrafn Guðmundsson Skoðun Ég er eins og ég er, hvernig á ég að vera eitthvað annað? Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun Kolefnishlutleysi eftir 15 ár? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Hinir miklu lýðræðissinnar Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson Skoðun Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Börnin heyra bara sprengjugnýinn Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Normið á ekki síðasta orðið Katrín Íris Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ég er eins og ég er, hvernig á ég að vera eitthvað annað? Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hinir miklu lýðræðissinnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Kolefnishlutleysi eftir 15 ár? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Gleði eða ógleði? Haraldur Hrafn Guðmundsson skrifar Skoðun Tískuorð eða sjálfsögð réttindi? Vigdís Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Ráðherrann og illkvittnu einkaaðilarnir Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Áttatíu ár frá Hírósíma og Nagasakí Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Réttmætar áhyggjur eða ósanngjarnar alhæfingar? Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun „Þótt náttúran sé lamin með lurk!“ Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Ekkert ævintýri fyrir mongólsku hestana María Lilja Tryggvadóttir skrifar Skoðun Nám í skugga óöryggis Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Tæknin á ekki að nota okkur Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Ytra mat í skólum og hvað svo? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslaust Ísland! - Með hjálp stefnu um skaðaminnkun Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Meðsek um þjóðarmorð vegna aðgerðaleysis? Pétur Heimisson skrifar Skoðun Tími ábyrgðar í útlendingamálum – ekki uppgjafar Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Takk starfsfólk og forysta ÁTVR Siv Friðleifsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorðið í Palestínu Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Skoðun Eldra fólk, þolendum ofbeldis oft ekki trúað Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Sjá meira
Hefur þú lesandi góður reynt að lesa/fletta dagblaðinu eða bók með lopavettlinga á höndum? Hvernig gengur að fletta? Lopavettlingar hafa ekkert með sjón og lestur að gera, en það þarf að fletta misþykkum blaðsíðum. Þessi setning er sett fram til að lýsa því hvernig er að vera með dofnar hendur. Dofi er eitt af fjölmörgum einkennum MS-sjúkdómsins. MS er sjúkdómur í miðtaugakerfi (heila og mænu). Taugaþræðirnir eru einangraðir með slíðri úr efni sem kallast myelin. Til að útskýra það má líkja taugunum við rafmagnssnúru og myelinið er þá plastið utan um vírana. Það sem gerist þegar einstaklingur fær MS er að hvítu blóðkornin ráðast á myelinið sem skaddast og eftir verða ör sem kallast sclera. Örin brengla taugaboðin og stöðva þau jafnvel. Oft skaðast myelinið einungis tímabundið og einkennin ganga til baka. Stundum ganga einkennin þó ekki til baka og eru alltaf til staðar. Sjúkdómurinn einkennist af köstum með bata á milli. Kast er oftast tímabundin versnun á einkennum eða ný einkenni láta á sér kræla. Þá talar MS-fólk um að það sé í kasti. Kastið gengur til baka þegar áreitið hættir á myelinið og það jafnar sig að hluta eða öllu leyti. Langur tími getur liðið milli kasta. Sumir finna lítið fyrir sjúkdómnum milli kasta en aðrir finna alltaf mikið fyrir honum. Þreyta er það sem flestir finna oftast fyrir. Einkenni þeirra sem eru með MS (MULTIPLE SCLEROSIS) fara eftir því hvaða taugar verða fyrir skaða, hvaða hluta heilans eða mænunnar sjúkdómurinn ræðast á hverju sinni. MS-sjúkdómurinn er oft kallaður sjúkdómurinn með 1000 andlit vegna þess að einkennin eru svo mismunandi eftir því hvað taugar verða fyrir skaða. Þess vegna eru engir tveir einstaklingar með nákvæmlega sömu einkennin og því er erfitt að bera saman einstaklinga með MS þar sem örin geta verið á mismunandi stöðum í heila og mænu. Oft er einnig erfitt að útskýra einkennin þar sem þau sjást ekki alltaf. Dofi er algengt einkenni, en því má lýsa þannig að það sé eins og að fletta blaðsíðum eða borða popp með lopavettlingum. Meðal annarra einkenna eru sjóntruflanir, kraftleysi, jafnvægistruflanir og verkir. Enn hefur ekki fundist lækning við MS og orsök sjúkdómsins er ekki þekkt. Nokkrar kenningar eru þó á lofti um orsökina og má þar nefna að hæggeng veira valdi sjúkdómnum eða að líkaminn ráðist gegn eigin frumum vegna bilunar í ónæmiskerfinu. MS er ekki arfgengur sjúkdómur og er ekki banvænn. Engin lyf lækna MS, en á undanförnum 15-20 árum hafa svo kölluð bremsulyf verið aðgengileg hér á landi. Þeim er ætlað að hægja á framgangi sjúkdómsins með því að stöðva köst og koma þannig í veg fyrir versnun og fötlun. Lyfin hafa reynst misvel og því voru það tímamót árið 2008 þegar lyfið Tysabri var tekið í notkun hér á landi. Tysabri er mjög öflugt bremsulyf og hefur sannað gildi sitt, en því miður hentar Tysabri ekki öllum sem eru með MS. Nýjasta lyfið er í töfluformi og heitir Gilenya. Við MS-fólk á Íslandi bíðum eftir að það verði tekið í notkun. Á Íslandi eru um 430 einstaklingar með MS og flestir greinast fyrir 35 ára aldur. MS-félag Íslands er hagsmunafélag MS-sjúklinga og aðstandenda þeirra. Félagið stendur fyrir öflugu kynningarstarfi, heldur námskeið fyrir félagsmenn og aðstandendur, stendur fyrir fræðslufyrirlestrum og útgáfu blaða og bæklinga. MS-félagið er að mestu rekið fyrir styrktarfé frá almenningi, fyrirtækjum og líknarfélögum. Félagið hefur árlega staðið fyrir söfnun meðal landsmanna og hefur almenningur tekið okkur ákaflega vel og gert okkur kleift að halda úti góðri þjónustu við MS-sjúklinga. Að þessu sinni verður söfnunin á þann veg að landsmönnum gefst kostur á að hringja í söfnunarsímanúmer og gefa ákveðna upphæð. Nánari upplýsingar um hvernig hægt er að styrkja félagið er að finna á heimasíðu félagsins, msfelag.is. Alþjóðlegur MS-dagur var í fjórða sinn miðvikudaginn 23. maí n.k. Tilgangur alþjóðadagsins er að fræða og upplýsa um sjúkdóminn. Síðustu ár hefur áherslan verið á að kynna atvinnuþátttöku og unga fólkið. Að þessu sinni var yfirskrift dagsins 1000 andlit MS. Sjá nánar msfelag.is Nú leitum við eftir stuðningi þínum við okkar góða og þarfa starf. Með því að hringja í eitt af eftirtöldum númerum styrkir þú félagið um ákveðna fjárhæð: 901 5010 – 1000 kr. styrkur 901 5030 – 3000 kr. styrkur 901 5050 – 5000 kr. styrkur Stuðningur ykkar eflir okkar starf!
Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar
Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar
Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar
Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar