Stelpurnar unnu þær dönsku í spennuleik - bronsið í höfn Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 25. maí 2012 18:57 Helena Sverrisdóttir. Íslenska kvennalandsliðið vann fimm stiga sigur á Danmörku, 72-67, í þriðja leik sínum á Norðurlandamótinu í körfubolta sem fram fer í Noregi. Þetta er í fyrsta sinn sem íslenska kvennalandsliðið vinnur tvo leiki á einu Norðurlandamóti en áður höfðu stelpurnar unnið stórsigur á gestgjöfunum. Íslenska liðið var að spila sinn annan leik í dag en í morgun tapaði liðið stórt fyrir sterku liði Svía. Íslendka liðið mætir Finnlandi í lokaleik sínum á morgun og það gæti verið úrslitaleikur um annað sætið í mótinu en bronsið er í höfn hjá stelpunum. Mótið klárast á sunnnudaginn en íslenska liðið á ekki leik þá. Íslenska liðið náði mest 14 stiga forskoti í fyrri hálfleik en þær dönsku unnu upp muninn í þeim síðari. Íslensku stelpurnar voru síðan öruggar á vítalínunni í lokin, settu niður öll sex vítin sín á síðustu 22 sekúndum leiksins og lönduðu sögulegum sigri. Helena Sverrisdóttir, fyrirliði íslenska liðsins, fór fyrir liðinu eins og áður en hún var með 21 stig, 11 fráköst og 7 stoðsendingar í leiknum. Petrúnella Skúladóttir og María Ben Erlingsdóttir skoruðu báðar 11 stig og þær Pálína Gunnlaugsdóttir og Hildur Sigurðardóttir voru með 10 stig. Íslenska liðið komst í 15-8 í upphafi leiks en Petrúnella var með 9 stig á upphafsmínútum leiksins. Íslenska liðið var síðan 23-14 yfir eftir fyrsta leikhlutann og náði mest 14 stiga forskoti í öðrum leikhluta. Í hálfleik munaði 11 stigum á liðunum, 43-32. Helena var komin með 14 stig í hálfleik en Petrúnella skoraði 11 stig fyrir hlé. Danska liðið kom sér inn í leikinn með því að skora 9 stig í röð í þriðja leikhluta og vinna hann að lokum 19-9. Íslenska liðið var því aðeins með eins stigs forskot fyrir lokaleikhlutann, 52-51. Helena var líka komin með sína fjórðu villu eftir að hafa fengið á sig ruðning í þriðja skiptið í leiknum. Íslensku stelpurnar skoruðu sjö fyrstu stig fjóða leikhlutans og voru aftur komnar með átta stiga forskot, 59-51, þegar 7 mínúur voru eftir. Dönsku stelpurnar gáfu ekkert eftir og voru búnar að minnka muninn í eitt stig, 64-63, þegar 2:18 voru eftir af leiknum. Liðin nýttu ekki næstu sóknir eða ekki fyrr en að María Ben Erlingsdóttir kom Íslandi í 66-63 þegar 38 sekúndur voru eftir. Danir tóku leikhlé og komu muninum niður í eitt stig, 66-65, þegar 26 sekúndur voru eftir af leiknum. Hildur Sigurðardóttir fékk þá tvö víti, setti þau bæði niður og kom Íslandi í 68-65 þegar aðeins 22 sekúndur voru eftir af leiknum. Danska liðið tók sér ekki langan tíma og var búið að skora eftir sjö sekúndur og koma muninum aftur niður í eitt stig, 68-67. Sverrir Þór Sverrisson, landsliðsþjálfari, tók þá leikhlé þegar 15 sekúndur voru eftir af leiknum. Helena Sverrisdóttir fékk tvö víti og setti þau bæði niður. Danir tóku aftur leikhlé og nú voru 14 sekúndur eftir af leiknum. Danir klikkuðu á þriggja stiga skoti, Hildur náði frákastinu og setti í framhaldinu niður tvö víti. Með því var íslenskur sigur í höfn.Ísland- Danmörk 72-67 (43-32)Stig Íslands: Helena Sverrisdóttir 21 (10 fráköst, 7 stoðsendingar), María Ben Erlingsdóttir 11, Petrúnella Skúladóttir 11, Pálína Gunnlaugsdóttir 10, Hildur Sigurðardóttir 10 (6 fráköst), Margrét Kara Sturludóttir 5, Ingibjörg Elva Vilbergsdóttir 2, Hafrún Hálfdánardóttir 2. Íslenski körfuboltinn Mest lesið 32 ára lögreglukona átti sögulegan klukkutíma Sport „Eins og Ísland en bara enn betra“ Fótbolti Jack Nicklaus fær sex milljarða í meiðyrðamáli Golf Dæmdur úr leik á grátlegan hátt á HM í bakgarði Sport Hrósaði unga Íslendingnum: „Gæti orðið okkar jóker“ Fótbolti Albert valdi leikmenn Man. United sem hann þolir ekki Enski boltinn Sigurbjörn gæti snúið aftur til starfa: „Það kemur bara í ljós á næstu dögum“ Sport Sjáðu sögulegt mark Viktors Bjarka og öll hin í Meistaradeild Evrópu Fótbolti Ótrúlegt kast Pope vekur athygli Fótbolti „Veistu hvað leikmaðurinn sagði við mig?“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Breyta reglum eftir brellu Stjörnunnar Troðslur og Braveheart fagn í Kemi tilþrifum umferðarinnar Uppgjörið: Grindavík-Stjarnan 79-66 | Frábær fjórði hjá Grindavík Nýliðar KR stöðvuðu sigurgöngu Njarðvíkur og fyrsti sigurinn í 65 ár Tryggvi frábær í öruggum Evrópusigri Músin Ragnar og stemning Stólanna Keflavík fær erlendan leikmann Keflvíkingar komu til baka í seinni hálfleik Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 99-93 | Álftanes vann Njarðvík í bikarnum í hörkuleik Stólarnir skotnir niður á jörðina í Tékklandi Bílstjóri grýttur til dauða eftir körfuboltaleik Nýr Ármenningur „með allan pakkann“ og pabba sem vann NBA Skagamenn bæta fyrrum landsliðsmanni Serbíu í hópinn Kevin Durant semur við Rockets til tveggja ára Vallarþulurinn í Keflavík lét Ægi Þór heyra það Teitur segir að Keflavík eigi að stefna á titilinn Uppgjörið: Keflavík - Stjarnan 92-71 | Meistararnir teknir til slátrunar Leik lokið: ÍR-Tindastóll 67-113 | Stólarnir í stuði í Skógarselinu Vill að hún fái að þjálfa í NBA Hraðinn hjá Stjörnunni hentar Orra vel „Við þurfum að hafa mjög góðar gætur á bakvörðunum“ Rúnar Ingi: Glaður að ég þurfti ekki að vera í opnunarleiknum á nýja húsinu Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 70-79 | Grindvíkingar með fullt hús Uppgjörið: Valur-Ármann 94-83 | Valsmenn í vandræðum með nýliðana Uppgjörið: ÍA - Njarðvík 119-130 | Svakaleg spenna á Skaganum Uppgjörið: KR - Þór Þ. 95-75 | Fullkomin byrjun KR heldur áfram Mætti ryðgaður til leiks eftir aðgerðina Frákastadrottningin fyrirsæta hjá Victoria's Secret Uppgjörið: Njarðvík-Tindastóll 92-70 | Njarðvíkurkonur bruna áfram Westbrook verður einn af kóngunum í NBA í vetur Sjá meira
Íslenska kvennalandsliðið vann fimm stiga sigur á Danmörku, 72-67, í þriðja leik sínum á Norðurlandamótinu í körfubolta sem fram fer í Noregi. Þetta er í fyrsta sinn sem íslenska kvennalandsliðið vinnur tvo leiki á einu Norðurlandamóti en áður höfðu stelpurnar unnið stórsigur á gestgjöfunum. Íslenska liðið var að spila sinn annan leik í dag en í morgun tapaði liðið stórt fyrir sterku liði Svía. Íslendka liðið mætir Finnlandi í lokaleik sínum á morgun og það gæti verið úrslitaleikur um annað sætið í mótinu en bronsið er í höfn hjá stelpunum. Mótið klárast á sunnnudaginn en íslenska liðið á ekki leik þá. Íslenska liðið náði mest 14 stiga forskoti í fyrri hálfleik en þær dönsku unnu upp muninn í þeim síðari. Íslensku stelpurnar voru síðan öruggar á vítalínunni í lokin, settu niður öll sex vítin sín á síðustu 22 sekúndum leiksins og lönduðu sögulegum sigri. Helena Sverrisdóttir, fyrirliði íslenska liðsins, fór fyrir liðinu eins og áður en hún var með 21 stig, 11 fráköst og 7 stoðsendingar í leiknum. Petrúnella Skúladóttir og María Ben Erlingsdóttir skoruðu báðar 11 stig og þær Pálína Gunnlaugsdóttir og Hildur Sigurðardóttir voru með 10 stig. Íslenska liðið komst í 15-8 í upphafi leiks en Petrúnella var með 9 stig á upphafsmínútum leiksins. Íslenska liðið var síðan 23-14 yfir eftir fyrsta leikhlutann og náði mest 14 stiga forskoti í öðrum leikhluta. Í hálfleik munaði 11 stigum á liðunum, 43-32. Helena var komin með 14 stig í hálfleik en Petrúnella skoraði 11 stig fyrir hlé. Danska liðið kom sér inn í leikinn með því að skora 9 stig í röð í þriðja leikhluta og vinna hann að lokum 19-9. Íslenska liðið var því aðeins með eins stigs forskot fyrir lokaleikhlutann, 52-51. Helena var líka komin með sína fjórðu villu eftir að hafa fengið á sig ruðning í þriðja skiptið í leiknum. Íslensku stelpurnar skoruðu sjö fyrstu stig fjóða leikhlutans og voru aftur komnar með átta stiga forskot, 59-51, þegar 7 mínúur voru eftir. Dönsku stelpurnar gáfu ekkert eftir og voru búnar að minnka muninn í eitt stig, 64-63, þegar 2:18 voru eftir af leiknum. Liðin nýttu ekki næstu sóknir eða ekki fyrr en að María Ben Erlingsdóttir kom Íslandi í 66-63 þegar 38 sekúndur voru eftir. Danir tóku leikhlé og komu muninum niður í eitt stig, 66-65, þegar 26 sekúndur voru eftir af leiknum. Hildur Sigurðardóttir fékk þá tvö víti, setti þau bæði niður og kom Íslandi í 68-65 þegar aðeins 22 sekúndur voru eftir af leiknum. Danska liðið tók sér ekki langan tíma og var búið að skora eftir sjö sekúndur og koma muninum aftur niður í eitt stig, 68-67. Sverrir Þór Sverrisson, landsliðsþjálfari, tók þá leikhlé þegar 15 sekúndur voru eftir af leiknum. Helena Sverrisdóttir fékk tvö víti og setti þau bæði niður. Danir tóku aftur leikhlé og nú voru 14 sekúndur eftir af leiknum. Danir klikkuðu á þriggja stiga skoti, Hildur náði frákastinu og setti í framhaldinu niður tvö víti. Með því var íslenskur sigur í höfn.Ísland- Danmörk 72-67 (43-32)Stig Íslands: Helena Sverrisdóttir 21 (10 fráköst, 7 stoðsendingar), María Ben Erlingsdóttir 11, Petrúnella Skúladóttir 11, Pálína Gunnlaugsdóttir 10, Hildur Sigurðardóttir 10 (6 fráköst), Margrét Kara Sturludóttir 5, Ingibjörg Elva Vilbergsdóttir 2, Hafrún Hálfdánardóttir 2.
Íslenski körfuboltinn Mest lesið 32 ára lögreglukona átti sögulegan klukkutíma Sport „Eins og Ísland en bara enn betra“ Fótbolti Jack Nicklaus fær sex milljarða í meiðyrðamáli Golf Dæmdur úr leik á grátlegan hátt á HM í bakgarði Sport Hrósaði unga Íslendingnum: „Gæti orðið okkar jóker“ Fótbolti Albert valdi leikmenn Man. United sem hann þolir ekki Enski boltinn Sigurbjörn gæti snúið aftur til starfa: „Það kemur bara í ljós á næstu dögum“ Sport Sjáðu sögulegt mark Viktors Bjarka og öll hin í Meistaradeild Evrópu Fótbolti Ótrúlegt kast Pope vekur athygli Fótbolti „Veistu hvað leikmaðurinn sagði við mig?“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Breyta reglum eftir brellu Stjörnunnar Troðslur og Braveheart fagn í Kemi tilþrifum umferðarinnar Uppgjörið: Grindavík-Stjarnan 79-66 | Frábær fjórði hjá Grindavík Nýliðar KR stöðvuðu sigurgöngu Njarðvíkur og fyrsti sigurinn í 65 ár Tryggvi frábær í öruggum Evrópusigri Músin Ragnar og stemning Stólanna Keflavík fær erlendan leikmann Keflvíkingar komu til baka í seinni hálfleik Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 99-93 | Álftanes vann Njarðvík í bikarnum í hörkuleik Stólarnir skotnir niður á jörðina í Tékklandi Bílstjóri grýttur til dauða eftir körfuboltaleik Nýr Ármenningur „með allan pakkann“ og pabba sem vann NBA Skagamenn bæta fyrrum landsliðsmanni Serbíu í hópinn Kevin Durant semur við Rockets til tveggja ára Vallarþulurinn í Keflavík lét Ægi Þór heyra það Teitur segir að Keflavík eigi að stefna á titilinn Uppgjörið: Keflavík - Stjarnan 92-71 | Meistararnir teknir til slátrunar Leik lokið: ÍR-Tindastóll 67-113 | Stólarnir í stuði í Skógarselinu Vill að hún fái að þjálfa í NBA Hraðinn hjá Stjörnunni hentar Orra vel „Við þurfum að hafa mjög góðar gætur á bakvörðunum“ Rúnar Ingi: Glaður að ég þurfti ekki að vera í opnunarleiknum á nýja húsinu Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 70-79 | Grindvíkingar með fullt hús Uppgjörið: Valur-Ármann 94-83 | Valsmenn í vandræðum með nýliðana Uppgjörið: ÍA - Njarðvík 119-130 | Svakaleg spenna á Skaganum Uppgjörið: KR - Þór Þ. 95-75 | Fullkomin byrjun KR heldur áfram Mætti ryðgaður til leiks eftir aðgerðina Frákastadrottningin fyrirsæta hjá Victoria's Secret Uppgjörið: Njarðvík-Tindastóll 92-70 | Njarðvíkurkonur bruna áfram Westbrook verður einn af kóngunum í NBA í vetur Sjá meira