Aldur og atgervi Jónína Michaelsdóttir skrifar 22. nóvember 2011 06:00 Það var gaman að sjá myndina um Thorsarana í sjónvarpinu, ekki síst myndir frá löngu liðnum tíma. Ævisaga hins merka brautryðjanda Thors Jensen, skrásett af Valtý Stefánssyni, kom út árið 1955, var mikið lesin. Það munaði mikið um þennan mann sem virðist bæði hafa verið hugmyndaríkur og traustur athafnamaður og góð manneskja. Hann hugsaði hátt og gafst ekki upp í lægðunum. Þegar ég las bókina í fyrsta skipti á unglingsárunum staldraði ég við eftirfarandi setningar: „Eftir að ég hafði fest kaup á Korpúlfsstöðum, fór ég að hugleiða að þarna kynni að vera verkefni fyrir mig. Ég var ekki nema sextugur maður." Enginn sem ég þekkti á þessum árum og jafnan síðan hefur tekið svona til orða: „Ég er ekki nema sextugur maður!" Það væri þá helst á allra síðustu árum, því að í dag geta bæði sextugir og sjötugir byrjað á nýju og spennandi verkefni, ef hugmyndaflugið er virkjað og heilsan er í góðu lagi. Bjart og svartTil er fólk sem virðist alltaf vera geislandi glatt, alltaf til í að prófa eitthvað nýtt, lítur aldrei á neitt sem fyrirhöfn eða vesen. Munar ekkert um viðvik hér og þar. Þetta fólk auðgar auðvitað umhverfi sitt og þegar árin færast yfir það breytist vitundin ekkert. Æskugleðin og þrótturinn víkur aldrei frá þeim. Svo eru aðrir sem lokast inni í þröngsýni og hafa jafnan augun á því sem er að. Taka sjálfa sig óþarflega hátíðlega, og leyfa hvers kyns fordómum að dafna innra með sér. Þetta fólk verður gjarnan gamalt á vissan hátt þó að það sé ungt að árum. Aldur er sem sé ekki bara spurning um ár. Samt erum við býsna bundin af þessu fyrirbæri: Aldrinum. RamminnÁ sama hátt og við höfum breyst úr einstaklingum með nafn og föðurnafn í kennitölur, erum við hvert í sínu hólfi. Börnin verja deginum innan girðingar í umsjá leikskólakennara þangað til þau fara í skóla og síðar framhaldsskóla. Svo kemur hjónaband og atvinnulíf, þangað til þau ná eftirlaunaaldri. Þá eru þau orðin eldri Íslendingar og flytja gjarnan í húsakynni með öðrum slíkum. Sumir líta svo á, að þar með sé þetta fólk komið á hliðarlínuna, og ekki lengur virkir aðilar í samfélaginu. Þeim er frjálst að hafa þá skoðun, en það er ekki í lagi ef 67 og eldri láta það hafa áhrif á sig og fara að trúa því sjálfir. Góður vinur minn tók á sínum tíma við virtu, en litlu fyrirtæki í Reykjavík. Hann var á margan hátt á undan sinni samtíð og tók upp nýjungar sem vöktu athygli og virðingu. Nokkrum mánuðum eftir að hann fór á eftirlaun var honum boðið í teiti á þessum vinnustað sem nú var í höndunum á ungum mönnum. Tveir þeirra voru að ræða um fyrirtækið við hann og töluðu eins og hann vissi ekkert um það. Þegar þekking hans á fyrirtækinu kom fram í samtalinu horfðu ungu mennirnir steinhissa og glaðlega á hann. „Sko þig!" Í samfélagi sem er að búa til aldursstéttarskiptingu, verða svona óvitar til. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jónína Michaelsdóttir Mest lesið Kirkjur og kynfræðsla Bjarni Karlsson Skoðun Stóriðjutíminn á Íslandi er að renna sitt skeið Guðmundur Franklin Jónsson Skoðun Lesum meira með börnunum okkar Steinn Jóhannsson Skoðun Kynjajafnrétti á ekki að stöðvast við hurð heilbrigðiskerfisins Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun Íbúðalán Landsbankans og fyrstu kaupendur Helgi Teitur Helgason Skoðun Að læra íslensku sem annað mál: ný brú milli íslensku og ensku Guðrún Nordal Skoðun Barnvæn borg byggist á traustu leikskólakerfi Stefán Pettersson Skoðun Núll mínútur og þrjátíuogeittþúsund Grétar Birgisson Skoðun Ójöfnuður í fjármögnun nýsköpunarverkefna Elinóra Inga Sigurðardóttir Skoðun Ég þarf ekki að læra íslensku til að búa hérna Halla Hrund Logadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Íbúðalán Landsbankans og fyrstu kaupendur Helgi Teitur Helgason skrifar Skoðun Að læra íslensku sem annað mál: ný brú milli íslensku og ensku Guðrún Nordal skrifar Skoðun Hamona Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Ógn og ofbeldi á vinnustöðum – hvað er til ráða Gísli Níls Einarsson skrifar Skoðun Lesum meira með börnunum okkar Steinn Jóhannsson skrifar Skoðun Kynjajafnrétti á ekki að stöðvast við hurð heilbrigðiskerfisins Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Stóriðjutíminn á Íslandi er að renna sitt skeið Guðmundur Franklin Jónsson skrifar Skoðun Núll mínútur og þrjátíuogeittþúsund Grétar Birgisson skrifar Skoðun Barnvæn borg byggist á traustu leikskólakerfi Stefán Pettersson skrifar Skoðun Kirkjur og kynfræðsla Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Ójöfnuður í fjármögnun nýsköpunarverkefna Elinóra Inga Sigurðardóttir skrifar Skoðun „Dánaraðstoð er viðurkenning á sjálfræði sjúklings og mannlegri reisn” Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Þjóð án máls – hver þegir, hver fær að tala? Guðjón Heiðar Pálsson skrifar Skoðun Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir skrifar Skoðun Lýðræði og samfélagsmiðlar Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun „Þú þarft ekki að skilja, bara virða“ Hanna Birna Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Þetta er ekki tölfræði, heldu líf fólks Sandra B. Franks skrifar Skoðun Stjórnmálaklækir og hræsni Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Samfélag sem stendur saman Benóný Valur Jakobsson skrifar Skoðun Er biðin á enda? Halla Thoroddsen skrifar Skoðun Lífsstílsvísindi og breytingaskeiðið Harpa Lind Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Hærri skattar á ferðamenn draga úr tekjum ríkissjóðs Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Ég þarf ekki að læra íslensku til að búa hérna Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Ósýnilegu bjargráð lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Allt á einum stað – framtíð stafrænnar þjónustu ríkis og sveitarfélaga Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Óttast Þorgerður úrskurð EFTA-dómstólsins? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Jafnréttisþjóðin sem gleymdi dansinum Brogan Davison,Pétur Ármannsson skrifar Skoðun Hver er að væla? Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Tár, kvár og kvennafrídagurinn Kristína Ösp Steinke skrifar Skoðun Skattaæfingar tengdar landbúnaðarstarfsemi Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Sjá meira
Það var gaman að sjá myndina um Thorsarana í sjónvarpinu, ekki síst myndir frá löngu liðnum tíma. Ævisaga hins merka brautryðjanda Thors Jensen, skrásett af Valtý Stefánssyni, kom út árið 1955, var mikið lesin. Það munaði mikið um þennan mann sem virðist bæði hafa verið hugmyndaríkur og traustur athafnamaður og góð manneskja. Hann hugsaði hátt og gafst ekki upp í lægðunum. Þegar ég las bókina í fyrsta skipti á unglingsárunum staldraði ég við eftirfarandi setningar: „Eftir að ég hafði fest kaup á Korpúlfsstöðum, fór ég að hugleiða að þarna kynni að vera verkefni fyrir mig. Ég var ekki nema sextugur maður." Enginn sem ég þekkti á þessum árum og jafnan síðan hefur tekið svona til orða: „Ég er ekki nema sextugur maður!" Það væri þá helst á allra síðustu árum, því að í dag geta bæði sextugir og sjötugir byrjað á nýju og spennandi verkefni, ef hugmyndaflugið er virkjað og heilsan er í góðu lagi. Bjart og svartTil er fólk sem virðist alltaf vera geislandi glatt, alltaf til í að prófa eitthvað nýtt, lítur aldrei á neitt sem fyrirhöfn eða vesen. Munar ekkert um viðvik hér og þar. Þetta fólk auðgar auðvitað umhverfi sitt og þegar árin færast yfir það breytist vitundin ekkert. Æskugleðin og þrótturinn víkur aldrei frá þeim. Svo eru aðrir sem lokast inni í þröngsýni og hafa jafnan augun á því sem er að. Taka sjálfa sig óþarflega hátíðlega, og leyfa hvers kyns fordómum að dafna innra með sér. Þetta fólk verður gjarnan gamalt á vissan hátt þó að það sé ungt að árum. Aldur er sem sé ekki bara spurning um ár. Samt erum við býsna bundin af þessu fyrirbæri: Aldrinum. RamminnÁ sama hátt og við höfum breyst úr einstaklingum með nafn og föðurnafn í kennitölur, erum við hvert í sínu hólfi. Börnin verja deginum innan girðingar í umsjá leikskólakennara þangað til þau fara í skóla og síðar framhaldsskóla. Svo kemur hjónaband og atvinnulíf, þangað til þau ná eftirlaunaaldri. Þá eru þau orðin eldri Íslendingar og flytja gjarnan í húsakynni með öðrum slíkum. Sumir líta svo á, að þar með sé þetta fólk komið á hliðarlínuna, og ekki lengur virkir aðilar í samfélaginu. Þeim er frjálst að hafa þá skoðun, en það er ekki í lagi ef 67 og eldri láta það hafa áhrif á sig og fara að trúa því sjálfir. Góður vinur minn tók á sínum tíma við virtu, en litlu fyrirtæki í Reykjavík. Hann var á margan hátt á undan sinni samtíð og tók upp nýjungar sem vöktu athygli og virðingu. Nokkrum mánuðum eftir að hann fór á eftirlaun var honum boðið í teiti á þessum vinnustað sem nú var í höndunum á ungum mönnum. Tveir þeirra voru að ræða um fyrirtækið við hann og töluðu eins og hann vissi ekkert um það. Þegar þekking hans á fyrirtækinu kom fram í samtalinu horfðu ungu mennirnir steinhissa og glaðlega á hann. „Sko þig!" Í samfélagi sem er að búa til aldursstéttarskiptingu, verða svona óvitar til.
Kynjajafnrétti á ekki að stöðvast við hurð heilbrigðiskerfisins Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun
Skoðun Kynjajafnrétti á ekki að stöðvast við hurð heilbrigðiskerfisins Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun „Dánaraðstoð er viðurkenning á sjálfræði sjúklings og mannlegri reisn” Ingrid Kuhlman skrifar
Skoðun Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir skrifar
Skoðun Allt á einum stað – framtíð stafrænnar þjónustu ríkis og sveitarfélaga Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Kynjajafnrétti á ekki að stöðvast við hurð heilbrigðiskerfisins Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun