Feðraveldi/frjálslyndi – Raunveruleg átakalína stjórnmálanna 13. desember 2011 06:00 Hvernig eru hagsmunir almennings best tryggðir? Er það með gagnsæju og skilvirku regluverki og eftirliti án mismununar eða er mikilvægast að tryggja að eignarhald og völd liggi hjá „réttum“ aðilum? Þessi virka átakalína í íslenskum stjórnmálum litar afstöðu til mála allt frá erlendum fjárfestingum og auðlindastefnu til aðildar að ESB og skýrir hvers vegna hefðbundnir pólitískir andstæðingar ná saman um afstöðu til helstu álitamála samtímans. Þarna takast á frjálslyndari sjónarmið um réttarríkið sem stendur vörð um réttindi og hagsmuni hvers einstaklings og einhvers konar feðraveldishugsun um samfélagið sem fjölskyldu þar sem velviljaðir patríarkar tryggja hagsmuni heildarinnar. Fortíðarþráin er sterkur þráður hjá talsmönnum feðraveldisins. Gullöld þeirra var þegar völd á sviði viðskipta, stjórnmála og stjórnsýslu fóru saman í höndum aðila sem greiddu sína tíund til sömu stjórnmálaflokkanna, héldu við hóflegri samkeppni og handvöldu þá sem fengu að njóta úthlutana á takmörkuðum sameiginlegum gæðum. Á yfirborðinu ríkti sæmilegur friður enda kapítalistarnir að sögn bæði þjóðhollir og velviljaðir. Þessi viðhorf birtast mjög skýrt í þeirri furðusögu sem reynt er að halda á lofti sem meginskýringu á bankahruninu hér á landi. Bönkunum var vissulega komið í hendur útvalinna eins og feðraveldisfyrirkomulagið gerir ráð fyrir og það skapaði hagsæld framan af enda hinum útvöldu sleppt lausum eins og kúm að vori. En svo ku vondir menn hafa komist yfir hluta bankanna með skelfilegum afleiðingum. Með þessu ævintýri er horft framhjá þeirri staðreynd að regluverkið sem tryggja átti hagsmuni almennings óháð eignarhaldi bankanna brást. Sú stefna að byggja risavaxið alþjóðlegt bankakerfi á fljótandi örmynt bar feigðina með sér. Andspænis alþjóðavæddum viðskiptum og fjármálamarkaði er hugmyndafræði feðraveldisins um „rétt eignarhald“ haldlaus vörn fyrir hagsmuni almennings. Og eðlilega fóru „viðvaranir“ yfirmanns Seðlabankans sem bar formlega ábyrgð á fjármálastöðugleika fyrir ofan garð og neðan þar sem þær snerust um einstaklinga og hegðun þeirra í stað þess að innihalda faglegar og efnislegar tillögur og ábendingar um viðbrögð stofnana og eftirlitskerfisins. Umræða um fjárfestingu einkaaðila í atvinnulífi og jarðnæði þar sem þjóðerni fjárfestisins er í forgrunni fremur en þeir almannahagsmunir sem í húfi gætu verið og hvernig þeir eru tryggðir er af sama meiði. Geti landeigandi brotið gegn hagsmunum eða réttindum almennings í krafti einkaeignar sinnar er það sjálfstætt úrlausnarefni óháð þjóðerni eigandans. Í stað þess að greina hvaða áhrif þjóðerni fjárfestis hefur á skilgreinda almannahagsmuni yfirskyggja rökin um að viðkomandi eigi að vera „einn af okkur“ á stundum röklega umræðu. Þegar á reynir gætu þjóðernis- eða fjölskyldutengsl reynst hagsmunum almennings haldlítil vörn séu almenn lög og reglur ekki til staðar. Hér ætti sagan af bankahruninu að hafa kennt okkur eitthvað. Áherslan á „rétta fólkið“ frekar en hinar almennu og gagnsæju leikreglur tekur á sig alvarlegastar myndir hjá þeim sem telja sig hafa rambað á sannleikann og réttlætið eða þykjast eiga sjálfsagt og eðlilegt tilkall til valda í samfélaginu. Er hagsmunum náttúrunnar betur borgið með því að „réttsýnn“ umhverfisráðherra hafi geðþóttavald til að stöðva eða leyfa tilteknar framkvæmdir eða með faglegu vinnuferli á borð við rammaáætlun um vernd og nýtingu þar sem Alþingi setur að lokum ramma? Er eðlilegt að vera með löggjöf með altækum bönnum en um leið víðtækt vald ráðherra til að veita algerar undanþágur sem beita má í nafni hins réttláta heimilisföður. Átökin um aðild að Evrópusambandinu skiptast í grófum dráttum eftir sömu línum. Þeir sem vilja tryggja opið samfélag, samkeppni og hagsmuni almennings með almennum gagnsæjum leikreglum sem gilda jafnt fyrir alla sjá ESB ekki sem ógn. Fulltrúar feðraveldishugsunar vilja dyrnar að sínu heimili luktar og ríkja að baki þeim óáreittir. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Mest lesið Hagræðing á kostnað fjölbreytni og gæðamenntunar Ida Marguerite Semey Skoðun Stöndum saman gegn fjölþáttaógnum Bryndís Haraldsdóttir Skoðun Við viljum tala íslensku, en hvernig Ólafur Guðsteinn Kristjánsson Skoðun Umbúðir en ekkert innihald í Hafnarfirði Einar Geir Þorsteinsson Skoðun Sumt er bara ekki hægt að rökræða Ása Lind Finnbogadóttir Skoðun Yfirgangur, yfirlæti og endastöð Strætó Axel Hall Skoðun Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun Halldór 27.03.2024 Halldór Hættur heimsins virða engin landamæri Tótla I. Sæmundsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Stöndum saman gegn fjölþáttaógnum Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hagræðing á kostnað fjölbreytni og gæðamenntunar Ida Marguerite Semey skrifar Skoðun Umbúðir en ekkert innihald í Hafnarfirði Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Við viljum tala íslensku, en hvernig Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Mansalsmál á Íslandi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Hættur heimsins virða engin landamæri Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Tímamót í sjálfsvígsforvörnum Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Yfirgangur, yfirlæti og endastöð Strætó Axel Hall skrifar Skoðun Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir skrifar Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir skrifar Skoðun Skapandi menntun skilar raunverulegum árangri Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Sex ára sáttmáli Davíð Þorláksson skrifar Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar Skoðun Stjórnendur sem mega ekki stjórna Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Stokkhólmseinkenni sem við ættum að forðast Aðalsteinn Júlíus Magnússon skrifar Skoðun Eflum iðnlöggjöfina og stöðvum brotin Hilmar Harðarson skrifar Skoðun Pjattkratar taka til Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Sumt er bara ekki hægt að rökræða Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Vaxtamunarviðskipti láta aftur á sér kræla Jökull Sólberg Auðunsson skrifar Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir skrifar Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Græðgin í forgrunni Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Greiningar eða lausnir – hvort vegur þyngra? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Sterk staða Hafnarfjarðar Orri Björnsson skrifar Skoðun Bless bless jafnlaunavottun Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar Skoðun Miðstýrt skólakerfi eða fjölbreytni með samræmdu gæðamati? Bogi Ragnarsson skrifar Sjá meira
Hvernig eru hagsmunir almennings best tryggðir? Er það með gagnsæju og skilvirku regluverki og eftirliti án mismununar eða er mikilvægast að tryggja að eignarhald og völd liggi hjá „réttum“ aðilum? Þessi virka átakalína í íslenskum stjórnmálum litar afstöðu til mála allt frá erlendum fjárfestingum og auðlindastefnu til aðildar að ESB og skýrir hvers vegna hefðbundnir pólitískir andstæðingar ná saman um afstöðu til helstu álitamála samtímans. Þarna takast á frjálslyndari sjónarmið um réttarríkið sem stendur vörð um réttindi og hagsmuni hvers einstaklings og einhvers konar feðraveldishugsun um samfélagið sem fjölskyldu þar sem velviljaðir patríarkar tryggja hagsmuni heildarinnar. Fortíðarþráin er sterkur þráður hjá talsmönnum feðraveldisins. Gullöld þeirra var þegar völd á sviði viðskipta, stjórnmála og stjórnsýslu fóru saman í höndum aðila sem greiddu sína tíund til sömu stjórnmálaflokkanna, héldu við hóflegri samkeppni og handvöldu þá sem fengu að njóta úthlutana á takmörkuðum sameiginlegum gæðum. Á yfirborðinu ríkti sæmilegur friður enda kapítalistarnir að sögn bæði þjóðhollir og velviljaðir. Þessi viðhorf birtast mjög skýrt í þeirri furðusögu sem reynt er að halda á lofti sem meginskýringu á bankahruninu hér á landi. Bönkunum var vissulega komið í hendur útvalinna eins og feðraveldisfyrirkomulagið gerir ráð fyrir og það skapaði hagsæld framan af enda hinum útvöldu sleppt lausum eins og kúm að vori. En svo ku vondir menn hafa komist yfir hluta bankanna með skelfilegum afleiðingum. Með þessu ævintýri er horft framhjá þeirri staðreynd að regluverkið sem tryggja átti hagsmuni almennings óháð eignarhaldi bankanna brást. Sú stefna að byggja risavaxið alþjóðlegt bankakerfi á fljótandi örmynt bar feigðina með sér. Andspænis alþjóðavæddum viðskiptum og fjármálamarkaði er hugmyndafræði feðraveldisins um „rétt eignarhald“ haldlaus vörn fyrir hagsmuni almennings. Og eðlilega fóru „viðvaranir“ yfirmanns Seðlabankans sem bar formlega ábyrgð á fjármálastöðugleika fyrir ofan garð og neðan þar sem þær snerust um einstaklinga og hegðun þeirra í stað þess að innihalda faglegar og efnislegar tillögur og ábendingar um viðbrögð stofnana og eftirlitskerfisins. Umræða um fjárfestingu einkaaðila í atvinnulífi og jarðnæði þar sem þjóðerni fjárfestisins er í forgrunni fremur en þeir almannahagsmunir sem í húfi gætu verið og hvernig þeir eru tryggðir er af sama meiði. Geti landeigandi brotið gegn hagsmunum eða réttindum almennings í krafti einkaeignar sinnar er það sjálfstætt úrlausnarefni óháð þjóðerni eigandans. Í stað þess að greina hvaða áhrif þjóðerni fjárfestis hefur á skilgreinda almannahagsmuni yfirskyggja rökin um að viðkomandi eigi að vera „einn af okkur“ á stundum röklega umræðu. Þegar á reynir gætu þjóðernis- eða fjölskyldutengsl reynst hagsmunum almennings haldlítil vörn séu almenn lög og reglur ekki til staðar. Hér ætti sagan af bankahruninu að hafa kennt okkur eitthvað. Áherslan á „rétta fólkið“ frekar en hinar almennu og gagnsæju leikreglur tekur á sig alvarlegastar myndir hjá þeim sem telja sig hafa rambað á sannleikann og réttlætið eða þykjast eiga sjálfsagt og eðlilegt tilkall til valda í samfélaginu. Er hagsmunum náttúrunnar betur borgið með því að „réttsýnn“ umhverfisráðherra hafi geðþóttavald til að stöðva eða leyfa tilteknar framkvæmdir eða með faglegu vinnuferli á borð við rammaáætlun um vernd og nýtingu þar sem Alþingi setur að lokum ramma? Er eðlilegt að vera með löggjöf með altækum bönnum en um leið víðtækt vald ráðherra til að veita algerar undanþágur sem beita má í nafni hins réttláta heimilisföður. Átökin um aðild að Evrópusambandinu skiptast í grófum dráttum eftir sömu línum. Þeir sem vilja tryggja opið samfélag, samkeppni og hagsmuni almennings með almennum gagnsæjum leikreglum sem gilda jafnt fyrir alla sjá ESB ekki sem ógn. Fulltrúar feðraveldishugsunar vilja dyrnar að sínu heimili luktar og ríkja að baki þeim óáreittir.
Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir Skoðun
Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir skrifar
Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar
Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir skrifar
Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar
Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir skrifar
Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar
Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir Skoðun
Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun