Tryggvi og tól hagfræðinnar Guðmundur Örn Jónsson skrifar 10. maí 2011 06:00 Vegna „tækifærismennsku ófyrirleitinna stjórnmálamanna“, lýðskrums og staðleysna í umræðunni um fiskveiðistjórnun, hefur Tryggvi Þór Herbertsson farið yfir málið í nokkrum greinum með „tólum hagfræðinnar“. Tryggvi bendir réttilega á að forsendur hagkvæmrar útgerðar séu takmarkanir á aðgangi að auðlindinni, að veiðirétturinn sé til lengri tíma og að veiðirétturinn sé framseljanlegur. Aðeins fyrningarleiðin uppfyllir öll þessi skilyrði. Í henni fá útgerðir lögvarinn rétt til veiða með kaupum á langtíma veiðirétti meðan veiðirétturinn er aðeins til eins árs í núverandi kerfi. Sóknarmark, sem fyrrverandi sjálfstæðismenn í Frjálslynda flokknum hafa aðallega barist fyrir, uppfyllir ekkert skilyrðanna. Þar til viðbótar fullnægir fyrningarleiðin kröfum Sameinuðu þjóðana um lágmarks mannréttindi sem núverandi kerfi gerir ekki. Það er því engin tilviljun að þeir þrír nóbelsverðlaunahafar í hagfræði sem hafa tjáð sig um málið hafa mælt með fyrningarleiðinni. Hinn virti sérfræðingur á sviði samkeppnishæfni, Michael Porter, hefur einnig bent á mikilvægi nýliðunar, sem er eitt af því sem fyrningarleiðin tryggir. Sterkustu rökin fyrir hagkvæmni fyrningarleiðarinnar koma þó frá LÍÚ. Í umdeildri skýrslu bentu þeir á að núverandi útgerðarfyrirtæki gætu engan veginn staðist samkeppni við hagkvæmari nýliða sem myndu ryðja þeim til hliðar í samkeppni um kvótann. Það er svo aðeins með fyrningarleiðinni að hægt er að fá óumdeilt verðmat á auðlindinni og munu því deilur um auðlindagjald heyra sögunni til. Það er líklegast meginástæðan fyrir andstöðu LÍÚ við leiðina. Það er því stórmerkilegt að Tryggvi nefnir fyrningarleiðina aldrei á nafn. Í staðinn hælir hann nákvæmlega eins stjórnkerfi, sem daninn Warming lagði til. Enda hefur forysta Sjálfstæðisflokksins barist gegn fyrningarleið meðan Pétur Blöndal og jafnaðarmenn eru helstu stuðningsmenn leiðarinnar. Því lýsir það Tryggva betur en Jóhönnu Sigurðardóttur þegar hann kallar hana lýðskrumara. Nær væri fyrir Tryggva að líta í eigin barm ef hann vill minnka lýðskrum, enda verða fyrri fullyrðingar þingmannsins um að geta galdrað í burtu 20% af skuldum landsmanna varla nefnd öðru nafni. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Tekist á um hvort lýðræðið á Íslandi sé virkt eða hvort hefðaréttur sé á völdum Þórður Snær Júlíusson Skoðun Orðhengilsháttur og lygar Elín Erna Steinarsdóttir Skoðun Að semja er ekki veikleiki – það er forsenda lýðræðis Elliði Vignisson Skoðun Til þeirra sem fagna Sigurður Gísli Bond Snorrason Skoðun Sumar og sól – en ekki alltaf sátt í sálinni Ellen Calmon Skoðun Hagur hluthafanna alltaf og undantekningarlaust í forgangi Jón Kaldal Skoðun Það sem ekki má segja um það sem enginn vill sjá Viðar Hreinsson Skoðun Nýr rektor og 2025 – tímamót í háskólamálum Ástráður Eysteinsson,Magnús Karl Magnússon,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Tinna Laufey Ásgeirsdóttir Skoðun Má berja blaðamenn? Sigríður Dögg Auðunsdóttir Skoðun Halldór 05.07.2025 Halldór Baldursson Halldór Skoðun Skoðun Hversu mikið er nóg? Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Til þeirra sem fagna Sigurður Gísli Bond Snorrason skrifar Skoðun Að semja er ekki veikleiki – það er forsenda lýðræðis Elliði Vignisson skrifar Skoðun Tekist á um hvort lýðræðið á Íslandi sé virkt eða hvort hefðaréttur sé á völdum Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Sumar og sól – en ekki alltaf sátt í sálinni Ellen Calmon skrifar Skoðun Að flokka hver vinnur og hver tapar Tryggvi Rúnar Brynjarsson skrifar Skoðun Hagur hluthafanna alltaf og undantekningarlaust í forgangi Jón Kaldal skrifar Skoðun Má berja blaðamenn? Sigríður Dögg Auðunsdóttir skrifar Skoðun Nýr rektor og 2025 – tímamót í háskólamálum Ástráður Eysteinsson,Magnús Karl Magnússon,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Tinna Laufey Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Vonir um vopnahlé eins og hálmstrá Sveinn Rúnar Hauksson skrifar Skoðun Samfélagið innan samfélagsins Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Til hamingju Íslendingar með nýja Óperu Andri Björn Róbertsson skrifar Skoðun Hvers vegna hatar SFS smábáta? Svarið tengist veiðigjöldum Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun „Oft er flagð undir fögru skinni“ Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Orðhengilsháttur og lygar Elín Erna Steinarsdóttir skrifar Skoðun Fjögurra daga vinnuvika – nýr veruleiki? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ráðherra gengur fram án laga Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hagkvæmur kostur utan friðlands Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Gagnsæi og inntak Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Sumargjöf Þórunn Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hannað fyrir miklu stærri markaði Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Grafarvogur framtíðar verður til Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Málþófið um veiðigjöldin vekur miskunnsama Samverja Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Menntastefna 2030 Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Ágætu fyrrum samstarfsaðilar á Þjóðminjasafni Íslands Uggi Jónsson skrifar Skoðun Ferðamannaþorpin - Náttúruvá Þóra B. Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson skrifar Skoðun Laxaharmleikur Jóhannes Sturlaugsson skrifar Skoðun Lýðræðið í skötulíki! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stærðfræðikennari sem kann ekki að reikna? (Og getur ekki lært það!) Brynjólfur Þorvarðsson skrifar Sjá meira
Vegna „tækifærismennsku ófyrirleitinna stjórnmálamanna“, lýðskrums og staðleysna í umræðunni um fiskveiðistjórnun, hefur Tryggvi Þór Herbertsson farið yfir málið í nokkrum greinum með „tólum hagfræðinnar“. Tryggvi bendir réttilega á að forsendur hagkvæmrar útgerðar séu takmarkanir á aðgangi að auðlindinni, að veiðirétturinn sé til lengri tíma og að veiðirétturinn sé framseljanlegur. Aðeins fyrningarleiðin uppfyllir öll þessi skilyrði. Í henni fá útgerðir lögvarinn rétt til veiða með kaupum á langtíma veiðirétti meðan veiðirétturinn er aðeins til eins árs í núverandi kerfi. Sóknarmark, sem fyrrverandi sjálfstæðismenn í Frjálslynda flokknum hafa aðallega barist fyrir, uppfyllir ekkert skilyrðanna. Þar til viðbótar fullnægir fyrningarleiðin kröfum Sameinuðu þjóðana um lágmarks mannréttindi sem núverandi kerfi gerir ekki. Það er því engin tilviljun að þeir þrír nóbelsverðlaunahafar í hagfræði sem hafa tjáð sig um málið hafa mælt með fyrningarleiðinni. Hinn virti sérfræðingur á sviði samkeppnishæfni, Michael Porter, hefur einnig bent á mikilvægi nýliðunar, sem er eitt af því sem fyrningarleiðin tryggir. Sterkustu rökin fyrir hagkvæmni fyrningarleiðarinnar koma þó frá LÍÚ. Í umdeildri skýrslu bentu þeir á að núverandi útgerðarfyrirtæki gætu engan veginn staðist samkeppni við hagkvæmari nýliða sem myndu ryðja þeim til hliðar í samkeppni um kvótann. Það er svo aðeins með fyrningarleiðinni að hægt er að fá óumdeilt verðmat á auðlindinni og munu því deilur um auðlindagjald heyra sögunni til. Það er líklegast meginástæðan fyrir andstöðu LÍÚ við leiðina. Það er því stórmerkilegt að Tryggvi nefnir fyrningarleiðina aldrei á nafn. Í staðinn hælir hann nákvæmlega eins stjórnkerfi, sem daninn Warming lagði til. Enda hefur forysta Sjálfstæðisflokksins barist gegn fyrningarleið meðan Pétur Blöndal og jafnaðarmenn eru helstu stuðningsmenn leiðarinnar. Því lýsir það Tryggva betur en Jóhönnu Sigurðardóttur þegar hann kallar hana lýðskrumara. Nær væri fyrir Tryggva að líta í eigin barm ef hann vill minnka lýðskrum, enda verða fyrri fullyrðingar þingmannsins um að geta galdrað í burtu 20% af skuldum landsmanna varla nefnd öðru nafni.
Tekist á um hvort lýðræðið á Íslandi sé virkt eða hvort hefðaréttur sé á völdum Þórður Snær Júlíusson Skoðun
Nýr rektor og 2025 – tímamót í háskólamálum Ástráður Eysteinsson,Magnús Karl Magnússon,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Tinna Laufey Ásgeirsdóttir Skoðun
Skoðun Tekist á um hvort lýðræðið á Íslandi sé virkt eða hvort hefðaréttur sé á völdum Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Nýr rektor og 2025 – tímamót í háskólamálum Ástráður Eysteinsson,Magnús Karl Magnússon,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Tinna Laufey Ásgeirsdóttir skrifar
Skoðun Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson skrifar
Skoðun Stærðfræðikennari sem kann ekki að reikna? (Og getur ekki lært það!) Brynjólfur Þorvarðsson skrifar
Tekist á um hvort lýðræðið á Íslandi sé virkt eða hvort hefðaréttur sé á völdum Þórður Snær Júlíusson Skoðun
Nýr rektor og 2025 – tímamót í háskólamálum Ástráður Eysteinsson,Magnús Karl Magnússon,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Tinna Laufey Ásgeirsdóttir Skoðun