Hver er í raun vandi Grikkja? 28. júní 2011 05:00 Vandi ESB og evrunnar er meiri nú en nokkru sinni og daglega berast okkur fréttir af fjöldamótmælum almennings innan ESB, neyðarfundum ráðamanna í Brussel, vanda evrunnar, auknu atvinnuleysi innan ESB o.fl. Því hefur jafnan verið haldið fram að efnahagshrunið á Íslandi hefði ekki orðið ef við hefðum verið innan ESB en staða margra ríkja innan sambandsins sýnir að slíkar fullyrðingar eru ekki á rökum reistar. Grikkir höfðu nær ótakmarkaðan aðgang að ódýru lánsfé og skuldir landsins eru í dag 340 milljarðar evra, þar af er rúmlega þriðjungur við einkabanka í Frakklandi, Þýskalandi og Bretlandi. Þjóðir í vestan- og norðanverðri Evrópu vilja ekki leggja meira á almenning til að bjarga Grikkjum, Spánverjum, Portúgölum o.fl. ESB fyrirskipar einkavæðingu opinberra fyrirtækja!ESB fyrirskipar Grikkjum að skera niður almannaþjónustu og einkavæða opinber fyrirtæki. Dæmi um fyrirtæki sem ESB hefur gert kröfu um að verði einkavædd eru alþjóðaflugvöllurinn í Aþenu, opinber fjarskiptafyrirtæki, orku- og gasfyrirtæki, hafnarmannvirki, járnbrautarfyrirtæki o.fl. Pólitísk spenna hefur sjaldan verið meiri innan ESB og ráðamenn í Brussel eru að vonum áhyggjufullir, enda hefur evran aldrei staðið veikar. Mótmæli brjótast út og fólkið gerir þær kröfur að almenningur greiði ekki skuldir einkabanka í fjarlægum löndum. Kröfurnar frá Brussel eru hins vegar skýrar, þið verðið að borga! Hvað segja jafnaðarmenn?Það er æpandi tómarúm í málflutningi þeirra sem reyna að fegra þá staðreynd að ESB á í gríðarlegum vanda og Grikkland er ekki eina vandamálið. Ef vandi Grikkja, Spánverja o.fl. er fyrst og fremst spilling. Hver er þá lausnin? Er það að einkavæða opinber fyrirtæki í þeim tilgangi að greiða inn í erlenda einkabanka? Er nema von að almenningur mótmæli? Þrátt fyrir að einn æðsti maður efnahagsmála á Íslandi vilji sjá annað þá tala staðreyndirnar sínu máli og fréttaflutningur í erlendum fjölmiðlum segir allt sem segja þarf. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ásmundur Einar Daðason Mest lesið Rétt klukka síðan 1968: Höldum í síðdegisbirtuna Erlendur S. Þorsteinsson Skoðun Vegið að heilbrigðri samkeppni Herdís Dröfn Fjeldsted Skoðun Skilin eftir á SAk Gunnhildur H Gunnlaugsdóttir Skoðun Fjórða þorskastríðið er fram undan Gunnar Smári Egilsson Skoðun Traust, von og tækifæri á Norðausturlandi Jóhann Páll Jóhannsson Skoðun Landsbyggðin án háskóla? Ketill Sigurður Jóelsson Skoðun Ef eitthvað væri að marka Bjarna Gunnar Smári Egilsson Skoðun Kynjuð vísindi, leikskólaráð á villigötum, klámsýki, svipmyndir frá Norður-Kóreu Fastir pennar Ökuréttindi á beinskiptan og sjálfskiptan bíl Þuríður B. Ægisdóttir Skoðun Vilja komast í orku Íslands Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Rétt klukka síðan 1968: Höldum í síðdegisbirtuna Erlendur S. Þorsteinsson skrifar Skoðun Traust, von og tækifæri á Norðausturlandi Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Tími til að endurskoða persónuverndarlög sem kæfa nýsköpun Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar Skoðun Skilin eftir á SAk Gunnhildur H Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hagræn áhrif íþrótta og mikilvægi þeirra á Íslandi Helgi Sigurður Haraldsson skrifar Skoðun Vegið að heilbrigðri samkeppni Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar Skoðun Frjósemisvitund ungs fólks Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Ökuréttindi á beinskiptan og sjálfskiptan bíl Þuríður B. Ægisdóttir skrifar Skoðun Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Ísland á krossgötum: Gervigreindarver í stað álvera! Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Endurreisn Grindavíkur Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Plan sem er sett í framkvæmd í stað áralangrar kyrrstöðu Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun 57 eignir óska eftir eigendum Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Vindhanagal Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Vilja komast í orku Íslands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Tölum um 7.645 íbúðirnar sem einstaklingar hafa safnað upp Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Ríkislögreglustjóri verður að víkja Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Röng klukka siðan 1968: Kominn tími á breytingar Erla Björnsdóttir skrifar Skoðun Ísland 2040: Veljum við Star Trek - eða Star Wars leiðina? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hærri vörugjöld á bíla: Vondar fréttir fyrir okkur öll Jóhannes Þór Skúlason skrifar Skoðun Hvar er skýrslan um Arnarholt? Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Fólkið á landsbyggðinni lendir í sleggjunni Margrét Rós Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Höldum fast í auðjöfnuð Íslands Víðir Þór Rúnarsson skrifar Skoðun Fjárfesting í fólki Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Evran getur verið handan við hornið Kristján Reykjalín Vigfússon skrifar Skoðun Um vændi Drífa Snædal skrifar Skoðun Leikskólinn og þarfir barna og foreldra á árinu 2025 Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun Hvernig hjálpargögnin komast (ekki) til Gasa Birna Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Vestfirðir gullkista Íslands Gylfi Ólafsson skrifar Skoðun Iceland Airwaves – hjartsláttur íslenskrar tónlistar Einar Bárðarson skrifar Sjá meira
Vandi ESB og evrunnar er meiri nú en nokkru sinni og daglega berast okkur fréttir af fjöldamótmælum almennings innan ESB, neyðarfundum ráðamanna í Brussel, vanda evrunnar, auknu atvinnuleysi innan ESB o.fl. Því hefur jafnan verið haldið fram að efnahagshrunið á Íslandi hefði ekki orðið ef við hefðum verið innan ESB en staða margra ríkja innan sambandsins sýnir að slíkar fullyrðingar eru ekki á rökum reistar. Grikkir höfðu nær ótakmarkaðan aðgang að ódýru lánsfé og skuldir landsins eru í dag 340 milljarðar evra, þar af er rúmlega þriðjungur við einkabanka í Frakklandi, Þýskalandi og Bretlandi. Þjóðir í vestan- og norðanverðri Evrópu vilja ekki leggja meira á almenning til að bjarga Grikkjum, Spánverjum, Portúgölum o.fl. ESB fyrirskipar einkavæðingu opinberra fyrirtækja!ESB fyrirskipar Grikkjum að skera niður almannaþjónustu og einkavæða opinber fyrirtæki. Dæmi um fyrirtæki sem ESB hefur gert kröfu um að verði einkavædd eru alþjóðaflugvöllurinn í Aþenu, opinber fjarskiptafyrirtæki, orku- og gasfyrirtæki, hafnarmannvirki, járnbrautarfyrirtæki o.fl. Pólitísk spenna hefur sjaldan verið meiri innan ESB og ráðamenn í Brussel eru að vonum áhyggjufullir, enda hefur evran aldrei staðið veikar. Mótmæli brjótast út og fólkið gerir þær kröfur að almenningur greiði ekki skuldir einkabanka í fjarlægum löndum. Kröfurnar frá Brussel eru hins vegar skýrar, þið verðið að borga! Hvað segja jafnaðarmenn?Það er æpandi tómarúm í málflutningi þeirra sem reyna að fegra þá staðreynd að ESB á í gríðarlegum vanda og Grikkland er ekki eina vandamálið. Ef vandi Grikkja, Spánverja o.fl. er fyrst og fremst spilling. Hver er þá lausnin? Er það að einkavæða opinber fyrirtæki í þeim tilgangi að greiða inn í erlenda einkabanka? Er nema von að almenningur mótmæli? Þrátt fyrir að einn æðsti maður efnahagsmála á Íslandi vilji sjá annað þá tala staðreyndirnar sínu máli og fréttaflutningur í erlendum fjölmiðlum segir allt sem segja þarf.
Skoðun Tími til að endurskoða persónuverndarlög sem kæfa nýsköpun Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar
Skoðun Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson skrifar
Skoðun Plan sem er sett í framkvæmd í stað áralangrar kyrrstöðu Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar