Ótryggir áfengismælar Lóa Pind Aldísardóttir skrifar 6. janúar 2011 19:28 Rúmlega tvítug stúlka var dæmd fyrir ölvunarakstur í Héraðsdómi Suðurlands skömmu fyrir jól - þrátt fyrir að hafa blásið í áfengismæli hjá lögreglu og fengið grænt ljós á að setjast undir stýri, samkvæmt vitnisburði stúlkunnar og tveggja gæslumanna á tónleikasvæði í Galtalæk í sumar. Lögreglan á Hvolsvelli segir slík áfengispróf ekki fullkomin. Kolbrún Siv Freysdóttir er 22ja ára einstæð móðir í sjúkraliðanámi og hefur síðan í sumar farið flestra sinna ferða á hjóli eða í strætó - enda var hún svipt ökuréttindum þegar hún var tekin fyrir ölvunarakstur að morgni sunnudagsins 4. júlí síðastliðið, skammt frá Galtalæk. Þar hafði hún verið að skemmta sér á tónleikahátíð, datt og meiddist á fingri. Hún leitaði aðstoðar í sjúkratjaldi, fékk þar verkjastillandi töflur og bundið var um fingurinn. Það mun ekki hafa slegið nægilega á sársaukann svo Kolbrún fann tvo gæslumenn árla morguns, vildi komast til læknis, og spyr hvað hún eigi að gera. Hún segist þá hafa farið í fylgd gæslumanns til lögreglu. Lögreglan hafi leyft henni að blása í áfengismæli og gefið henni grænt ljós á að setjast undir stýri. Tveir gæslumenn staðfesta þessa frásögn, samkvæmt vitnaskýrslum lögreglu sem fréttastofa hefur lesið, en lögreglan kannast ekki við að hafa gefið stúlkunni leyfi til að aka eftir áfengismælinguna. Kolbrún lítur þá svo á að hún sé talin ökuhæf og ekur af stað til læknis ásamt tveimur vinum sínum. Ekki hafði hún ekið lengi, hægt og skrykkjótt, samkvæmt lögregluskýrslu, að hún er stöðvuð af lögreglu. Hún er látin blása í áfengismæli sem nú sýnir að hún er yfir mörkum. Kolbrún játaði á sig brotið í Héraðsdómi Suðurlands skömmu fyrir jól, og var í dómsátt dæmd til að greiða 90.000 kr. sekt, 15.000 kr. sakarkostnað og var auk þess svipt ökuleyfi í 6 mánuði. Fréttastofa spurðist fyrir um málið hjá lögreglustjóranum á Hvolsvelli. Í skriflegu svari frá embættinu segir meðal annars: „Það ber að hafa til hliðsjónar að þegar kannað er með ástand ökumanna, eins og gert var umrætt sinn, er fyrst og fremst um að ræða bráðabirgðapróf sem ekki eru fullkomin, og er viðkomandi leiðbeint um það. Það breytir því ekki því, að rík ábyrgð liggur á viðkomandi einstaklingi að meta í hverju tilviki fyrir sig hvort hann sé hæfur til að stjórna ökutæki. Umferðarlög leggja afdráttarlaust bann við akstri undir áhrifum áfengis, þar með talið af gáleysi; eðli málsins samkvæmt." Kolbrún er hins vegar ósátt og telur að hún hafi farið rétt að öllu, mistökin séu lögreglunnar. Ekki hefði hvarflað að henni að setjast undir stýri ef hún hefði mælst yfir mörkum. Og þótt hún hafi í raun fengið ökuleyfið á ný í fyrradag - þarf hún enn um sinn að ferðast um á hjólinu. Sökum þess að hún var enn með bráðabirgðaökuskírteini þarf hún eftir þetta brot að taka bílprófið og ökuskólann á ný. Því má ætla að atvikið við Galtalæk kosti hana um eða yfir 160 þúsund krónur. Mest lesið Bovino sendur til Kaliforníu og Leavitt dregur í land Erlent Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni Innlent Taka á móti fyrstu drengjunum í meðferð í lok febrúar Innlent Lét þingmenn heyra það og sagði Evrópu ekki geta varið sig sjálfa Erlent Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Innlent Starfslokasamningar kostað undirstofnanir fleiri hundruð milljónir Innlent Fannst vanta stemmningu í skólann og skipulögðu handboltamót Innlent Hundrað ára gamalt hús sem varð myglu að bráð Innlent Franska þingið samþykkti símabann hjá börnum Erlent Evrópusambandið og Indland ganga frá fríverslunarsamningi Erlent Fleiri fréttir Starfslokasamningar kostað undirstofnanir fleiri hundruð milljónir Taka á móti fyrstu drengjunum í meðferð í lok febrúar Fannst vanta stemmningu í skólann og skipulögðu handboltamót Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Öflugur 92 ára dósa og plast plokkari á Suðurlandi Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni „Förum strax í lífsbjargandi aðgerðir“ Ekki fleiri barnaníðsmál í fimmtán ár Eldsvoði, Bjarni Ben og fjölskylduerjur Veitir ekki viðtöl að sinni Hundrað ára gamalt hús sem varð myglu að bráð Aukin veikindaforföll ekki vegna einstaklingsbundinna vandamála Elsti Íslendingurinn 105 ára gömul kona „Margt óráðið í minni framtíð“ Ein fjölskylda aðstoðuð með gistingu vegna brunans Sigurður Helgi kjörinn varaforseti „Ég hafði ekki ímyndunaraflið í að sjá þetta fyrir mér“ Þrjú dæmd fyrir að flytja inn BMW fullan af kókaíni Ein í framboði og áfram formaður Einar og Magnea í efstu sætum Framsóknar í Reykjavík Konur hafi þurft að afgreiða áttatíu vændiskaupendur á þremur dögum Sprenging í vændi og handboltafár eftir sigur á Svíum Gríðarleg andstaða við lagareldisdrög Hönnu Katrínar Kona þungt haldin og sjö hundar hennar brunnu inni Tekur ekki undir greiningu Heiðu Bjargar um konur í Samfylkingunni Svarar gagnrýni vegna umdeildra gistihýsa í Skaftafelli Brunavarnir Suðurnesja luku störfum á öðrum tímanum í nótt Handtekinn grunaður um íkveikju „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Inni í húsinu þegar eldur logaði í fjölbýlishúsi Sjá meira
Rúmlega tvítug stúlka var dæmd fyrir ölvunarakstur í Héraðsdómi Suðurlands skömmu fyrir jól - þrátt fyrir að hafa blásið í áfengismæli hjá lögreglu og fengið grænt ljós á að setjast undir stýri, samkvæmt vitnisburði stúlkunnar og tveggja gæslumanna á tónleikasvæði í Galtalæk í sumar. Lögreglan á Hvolsvelli segir slík áfengispróf ekki fullkomin. Kolbrún Siv Freysdóttir er 22ja ára einstæð móðir í sjúkraliðanámi og hefur síðan í sumar farið flestra sinna ferða á hjóli eða í strætó - enda var hún svipt ökuréttindum þegar hún var tekin fyrir ölvunarakstur að morgni sunnudagsins 4. júlí síðastliðið, skammt frá Galtalæk. Þar hafði hún verið að skemmta sér á tónleikahátíð, datt og meiddist á fingri. Hún leitaði aðstoðar í sjúkratjaldi, fékk þar verkjastillandi töflur og bundið var um fingurinn. Það mun ekki hafa slegið nægilega á sársaukann svo Kolbrún fann tvo gæslumenn árla morguns, vildi komast til læknis, og spyr hvað hún eigi að gera. Hún segist þá hafa farið í fylgd gæslumanns til lögreglu. Lögreglan hafi leyft henni að blása í áfengismæli og gefið henni grænt ljós á að setjast undir stýri. Tveir gæslumenn staðfesta þessa frásögn, samkvæmt vitnaskýrslum lögreglu sem fréttastofa hefur lesið, en lögreglan kannast ekki við að hafa gefið stúlkunni leyfi til að aka eftir áfengismælinguna. Kolbrún lítur þá svo á að hún sé talin ökuhæf og ekur af stað til læknis ásamt tveimur vinum sínum. Ekki hafði hún ekið lengi, hægt og skrykkjótt, samkvæmt lögregluskýrslu, að hún er stöðvuð af lögreglu. Hún er látin blása í áfengismæli sem nú sýnir að hún er yfir mörkum. Kolbrún játaði á sig brotið í Héraðsdómi Suðurlands skömmu fyrir jól, og var í dómsátt dæmd til að greiða 90.000 kr. sekt, 15.000 kr. sakarkostnað og var auk þess svipt ökuleyfi í 6 mánuði. Fréttastofa spurðist fyrir um málið hjá lögreglustjóranum á Hvolsvelli. Í skriflegu svari frá embættinu segir meðal annars: „Það ber að hafa til hliðsjónar að þegar kannað er með ástand ökumanna, eins og gert var umrætt sinn, er fyrst og fremst um að ræða bráðabirgðapróf sem ekki eru fullkomin, og er viðkomandi leiðbeint um það. Það breytir því ekki því, að rík ábyrgð liggur á viðkomandi einstaklingi að meta í hverju tilviki fyrir sig hvort hann sé hæfur til að stjórna ökutæki. Umferðarlög leggja afdráttarlaust bann við akstri undir áhrifum áfengis, þar með talið af gáleysi; eðli málsins samkvæmt." Kolbrún er hins vegar ósátt og telur að hún hafi farið rétt að öllu, mistökin séu lögreglunnar. Ekki hefði hvarflað að henni að setjast undir stýri ef hún hefði mælst yfir mörkum. Og þótt hún hafi í raun fengið ökuleyfið á ný í fyrradag - þarf hún enn um sinn að ferðast um á hjólinu. Sökum þess að hún var enn með bráðabirgðaökuskírteini þarf hún eftir þetta brot að taka bílprófið og ökuskólann á ný. Því má ætla að atvikið við Galtalæk kosti hana um eða yfir 160 þúsund krónur.
Mest lesið Bovino sendur til Kaliforníu og Leavitt dregur í land Erlent Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni Innlent Taka á móti fyrstu drengjunum í meðferð í lok febrúar Innlent Lét þingmenn heyra það og sagði Evrópu ekki geta varið sig sjálfa Erlent Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Innlent Starfslokasamningar kostað undirstofnanir fleiri hundruð milljónir Innlent Fannst vanta stemmningu í skólann og skipulögðu handboltamót Innlent Hundrað ára gamalt hús sem varð myglu að bráð Innlent Franska þingið samþykkti símabann hjá börnum Erlent Evrópusambandið og Indland ganga frá fríverslunarsamningi Erlent Fleiri fréttir Starfslokasamningar kostað undirstofnanir fleiri hundruð milljónir Taka á móti fyrstu drengjunum í meðferð í lok febrúar Fannst vanta stemmningu í skólann og skipulögðu handboltamót Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Öflugur 92 ára dósa og plast plokkari á Suðurlandi Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni „Förum strax í lífsbjargandi aðgerðir“ Ekki fleiri barnaníðsmál í fimmtán ár Eldsvoði, Bjarni Ben og fjölskylduerjur Veitir ekki viðtöl að sinni Hundrað ára gamalt hús sem varð myglu að bráð Aukin veikindaforföll ekki vegna einstaklingsbundinna vandamála Elsti Íslendingurinn 105 ára gömul kona „Margt óráðið í minni framtíð“ Ein fjölskylda aðstoðuð með gistingu vegna brunans Sigurður Helgi kjörinn varaforseti „Ég hafði ekki ímyndunaraflið í að sjá þetta fyrir mér“ Þrjú dæmd fyrir að flytja inn BMW fullan af kókaíni Ein í framboði og áfram formaður Einar og Magnea í efstu sætum Framsóknar í Reykjavík Konur hafi þurft að afgreiða áttatíu vændiskaupendur á þremur dögum Sprenging í vændi og handboltafár eftir sigur á Svíum Gríðarleg andstaða við lagareldisdrög Hönnu Katrínar Kona þungt haldin og sjö hundar hennar brunnu inni Tekur ekki undir greiningu Heiðu Bjargar um konur í Samfylkingunni Svarar gagnrýni vegna umdeildra gistihýsa í Skaftafelli Brunavarnir Suðurnesja luku störfum á öðrum tímanum í nótt Handtekinn grunaður um íkveikju „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Inni í húsinu þegar eldur logaði í fjölbýlishúsi Sjá meira