Ókeypis hafragrautur og lýsi á morgnana Erla Hlynsdóttir skrifar 7. febrúar 2011 11:07 Yggdrasill og Lýsi taka þátt í heilsueflingu nemenda hjá Hringsá á vorönninni „Þegar fjármunir eru af skornum skammti skiptir máli að hugsa út fyrir rammann," segir Ragnheiður Linda Skúladóttir, forstöðurmaður Hringsjár sem er náms- og starfsendurhæfing fyrir fólk sem vill komast aftur út á vinnumarkaðinn eftir hlé vegna sjúkdóma, slysa eða annarra áfalla. Starfsfólk Hringsjár varð vart við að margir nemendanna hvorki borðuðu morgunmat né tóku bætiefni og ákváðu að gera sitt til að bæta stöðuna. „Morgunmaturinn skiptir sköpum og við fengum þá hugmynd að leita til Yggdrasils og Lýsis um samstarf," segir Ragnheiður. Bæði fyrirtækin tóku vel í beiðni Hringsjár, Yggdrasill gaf lífrænt ræktað haframjöl og Lýsi hf. gaf lýsi fyrir nemendurna. Á vorönninni er því boðið upp á hafragraut og lýsi á hverjum morgni. Um 60 manns sækja Hringsjá daglega og um helmingur þeirra gæðir sér þar á staðgóðum morgunverði. Starfsfólk Hringsjár lagði lífsstílskönnun fyrir nemendur sína nýverið þar sem meðal annars var spurt hvort þeir borðuðu morgunverð, hvernig þeir svæfu á nóttunni og hvernig þeim gengur að einbeita sér. Ætlunin er að leggja aðra könnun fyrir í lok annarinnar og bera niðurstöðurnar saman. Vonir eru bundnar við að hafragrauturinn og lýsið hafi jákvæð áhrif á nemendurna. Meðalaldur nemenda hjá Hringsjá er um fertugt. Stór hluti þeirra lifir á endurhæfingarlífeyri eða fær fjárhagsaðstoð frá sveitarfélagi eða ríki. Því munar það miklu fyrir marga þeirra að fá morgunmatinn sér að kostnaðarlausu.Tengill:Vefsíða Hringsjár Mest lesið Faðirinn í hungurverkfalli í lokaðri móttökustöð og móðirin ein með börnin Innlent „Fyrst og fremst er verið að hafna oddvitanum“ Innlent Icelandair aflýsir flugferðum Innlent Maðurinn er fundinn Innlent Munaði litlu að nýliði skákaði borgarstjóra Innlent Þjóðvarðlið virkjað eftir að ICE skaut mann til bana Erlent Skotinn til bana: Myndefnið þvert á orð ráðherrans Erlent Fyrrverandi yngsti þingmaður sögunnar skiptir um flokk og fer fram Innlent Gripnir á 165 á áttatíu götu og á 157 á sextíu götu Innlent Kerfið hafi brugðist Innlent Fleiri fréttir Loðna fundist á stóru svæði Metfjöldi vill stíga á svið með Íslenska dansflokknum Faðirinn í hungurverkfalli í lokaðri móttökustöð og móðirin ein með börnin Aðeins tíu prósent sem leita til Stígamóta kæra ofbeldið Spyr hvort að Rúv finnist hún „hundleiðinleg t***a“ „Örstutt þunglyndi yfir niðurstöðunum“ Maðurinn er fundinn Kerfið hafi brugðist Sjálfstæðismenn mynda bandalag á Akureyri Sundabraut og Fljótagöng verkefni innviðafélagsins Háværar flugvélar sem vöktu athygli í gær voru á æfingu „Fyrst og fremst er verið að hafna oddvitanum“ Fyrrverandi yngsti þingmaður sögunnar skiptir um flokk og fer fram Heiðu hafnað og fjöldi niðurfellinga heimilisofbeldismála hjá lögreglu Segir Heiðu hafa átt betra skilið Icelandair aflýsir flugferðum Fyrrverandi ráðherrar ræða alþjóðamálin Gripnir á 165 á áttatíu götu og á 157 á sextíu götu Tvö pör handtekin grunuð um líkamsárásir Munaði litlu að nýliði skákaði borgarstjóra Stóra verkefnið að vinna aftur traust borgarbúa Gríðarleg vonbrigði að reyndri konu sé ekki treyst Pétur Marteinsson kjörinn oddviti Samfylkingarinnar í Reykjavík Samfylkingin valdi sér borgarstjóraefni Valið á milli gömlu og nýju Samfylkingarinnar Gullhúðað afnám jafnlaunavottunar Tvöfalt fleiri aldraðir leituðu hjálpar vegna ofbeldis Vandræðagangur með skilaboð á versta tíma fyrir Heiðu Leita að öðrum til að taka við Ísafjarðarfluginu Allir hafi áhuga á Íslandi Sjá meira
„Þegar fjármunir eru af skornum skammti skiptir máli að hugsa út fyrir rammann," segir Ragnheiður Linda Skúladóttir, forstöðurmaður Hringsjár sem er náms- og starfsendurhæfing fyrir fólk sem vill komast aftur út á vinnumarkaðinn eftir hlé vegna sjúkdóma, slysa eða annarra áfalla. Starfsfólk Hringsjár varð vart við að margir nemendanna hvorki borðuðu morgunmat né tóku bætiefni og ákváðu að gera sitt til að bæta stöðuna. „Morgunmaturinn skiptir sköpum og við fengum þá hugmynd að leita til Yggdrasils og Lýsis um samstarf," segir Ragnheiður. Bæði fyrirtækin tóku vel í beiðni Hringsjár, Yggdrasill gaf lífrænt ræktað haframjöl og Lýsi hf. gaf lýsi fyrir nemendurna. Á vorönninni er því boðið upp á hafragraut og lýsi á hverjum morgni. Um 60 manns sækja Hringsjá daglega og um helmingur þeirra gæðir sér þar á staðgóðum morgunverði. Starfsfólk Hringsjár lagði lífsstílskönnun fyrir nemendur sína nýverið þar sem meðal annars var spurt hvort þeir borðuðu morgunverð, hvernig þeir svæfu á nóttunni og hvernig þeim gengur að einbeita sér. Ætlunin er að leggja aðra könnun fyrir í lok annarinnar og bera niðurstöðurnar saman. Vonir eru bundnar við að hafragrauturinn og lýsið hafi jákvæð áhrif á nemendurna. Meðalaldur nemenda hjá Hringsjá er um fertugt. Stór hluti þeirra lifir á endurhæfingarlífeyri eða fær fjárhagsaðstoð frá sveitarfélagi eða ríki. Því munar það miklu fyrir marga þeirra að fá morgunmatinn sér að kostnaðarlausu.Tengill:Vefsíða Hringsjár
Mest lesið Faðirinn í hungurverkfalli í lokaðri móttökustöð og móðirin ein með börnin Innlent „Fyrst og fremst er verið að hafna oddvitanum“ Innlent Icelandair aflýsir flugferðum Innlent Maðurinn er fundinn Innlent Munaði litlu að nýliði skákaði borgarstjóra Innlent Þjóðvarðlið virkjað eftir að ICE skaut mann til bana Erlent Skotinn til bana: Myndefnið þvert á orð ráðherrans Erlent Fyrrverandi yngsti þingmaður sögunnar skiptir um flokk og fer fram Innlent Gripnir á 165 á áttatíu götu og á 157 á sextíu götu Innlent Kerfið hafi brugðist Innlent Fleiri fréttir Loðna fundist á stóru svæði Metfjöldi vill stíga á svið með Íslenska dansflokknum Faðirinn í hungurverkfalli í lokaðri móttökustöð og móðirin ein með börnin Aðeins tíu prósent sem leita til Stígamóta kæra ofbeldið Spyr hvort að Rúv finnist hún „hundleiðinleg t***a“ „Örstutt þunglyndi yfir niðurstöðunum“ Maðurinn er fundinn Kerfið hafi brugðist Sjálfstæðismenn mynda bandalag á Akureyri Sundabraut og Fljótagöng verkefni innviðafélagsins Háværar flugvélar sem vöktu athygli í gær voru á æfingu „Fyrst og fremst er verið að hafna oddvitanum“ Fyrrverandi yngsti þingmaður sögunnar skiptir um flokk og fer fram Heiðu hafnað og fjöldi niðurfellinga heimilisofbeldismála hjá lögreglu Segir Heiðu hafa átt betra skilið Icelandair aflýsir flugferðum Fyrrverandi ráðherrar ræða alþjóðamálin Gripnir á 165 á áttatíu götu og á 157 á sextíu götu Tvö pör handtekin grunuð um líkamsárásir Munaði litlu að nýliði skákaði borgarstjóra Stóra verkefnið að vinna aftur traust borgarbúa Gríðarleg vonbrigði að reyndri konu sé ekki treyst Pétur Marteinsson kjörinn oddviti Samfylkingarinnar í Reykjavík Samfylkingin valdi sér borgarstjóraefni Valið á milli gömlu og nýju Samfylkingarinnar Gullhúðað afnám jafnlaunavottunar Tvöfalt fleiri aldraðir leituðu hjálpar vegna ofbeldis Vandræðagangur með skilaboð á versta tíma fyrir Heiðu Leita að öðrum til að taka við Ísafjarðarfluginu Allir hafi áhuga á Íslandi Sjá meira