Ókeypis hafragrautur og lýsi á morgnana Erla Hlynsdóttir skrifar 7. febrúar 2011 11:07 Yggdrasill og Lýsi taka þátt í heilsueflingu nemenda hjá Hringsá á vorönninni „Þegar fjármunir eru af skornum skammti skiptir máli að hugsa út fyrir rammann," segir Ragnheiður Linda Skúladóttir, forstöðurmaður Hringsjár sem er náms- og starfsendurhæfing fyrir fólk sem vill komast aftur út á vinnumarkaðinn eftir hlé vegna sjúkdóma, slysa eða annarra áfalla. Starfsfólk Hringsjár varð vart við að margir nemendanna hvorki borðuðu morgunmat né tóku bætiefni og ákváðu að gera sitt til að bæta stöðuna. „Morgunmaturinn skiptir sköpum og við fengum þá hugmynd að leita til Yggdrasils og Lýsis um samstarf," segir Ragnheiður. Bæði fyrirtækin tóku vel í beiðni Hringsjár, Yggdrasill gaf lífrænt ræktað haframjöl og Lýsi hf. gaf lýsi fyrir nemendurna. Á vorönninni er því boðið upp á hafragraut og lýsi á hverjum morgni. Um 60 manns sækja Hringsjá daglega og um helmingur þeirra gæðir sér þar á staðgóðum morgunverði. Starfsfólk Hringsjár lagði lífsstílskönnun fyrir nemendur sína nýverið þar sem meðal annars var spurt hvort þeir borðuðu morgunverð, hvernig þeir svæfu á nóttunni og hvernig þeim gengur að einbeita sér. Ætlunin er að leggja aðra könnun fyrir í lok annarinnar og bera niðurstöðurnar saman. Vonir eru bundnar við að hafragrauturinn og lýsið hafi jákvæð áhrif á nemendurna. Meðalaldur nemenda hjá Hringsjá er um fertugt. Stór hluti þeirra lifir á endurhæfingarlífeyri eða fær fjárhagsaðstoð frá sveitarfélagi eða ríki. Því munar það miklu fyrir marga þeirra að fá morgunmatinn sér að kostnaðarlausu.Tengill:Vefsíða Hringsjár Mest lesið Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðarvogi Innlent Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Erlent Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Innlent Nýir ofnar skemmast vegna súrefnis í heita vatninu Innlent Haraldur Briem er látinn Innlent Fleiri eldislaxar í Haukadalsá: „Þetta lítur alls ekki vel út“ Innlent Segir dæmi um að fjölskyldur hafi lokað á fólk vegna BDSM Innlent Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Erlent Segir tugi þúsunda sendingarkostnað vera dulinn landsbyggðarskatt Innlent Fleiri fréttir Fá tímabundna undanþágu frá viðskiptaþvingunum Í samtali við norsku kafarana hvort þeir komi aftur Segir tugi þúsunda sendingarkostnað vera dulinn landsbyggðarskatt Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Eldislaxar í Haukadalsá, Gnoðarvogur og samgöngur á Vesturlandi Segir dæmi um að fjölskyldur hafi lokað á fólk vegna BDSM Snýr aftur sem bæjarstjóri eftir árslangt veikindaleyfi Nýir ofnar skemmast vegna súrefnis í heita vatninu Fleiri eldislaxar í Haukadalsá: „Þetta lítur alls ekki vel út“ Helgi Vilberg Hermannsson er látinn Haraldur Briem er látinn Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðarvogi Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Vara við eldislax í Haukadalsá Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Líkamsræktarstöðin í Laugum rýmd: Reykurinn reyndist vera gufa Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Líkamsræktarstöð World Class í Laugum rýmd vegna vatnsleka Skuggahliðar þyngdarstjórnunarlyfja og útskúfun vegna BDSM Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Slasaður eftir að tveir bílar skullu saman á hættulegum gatnamótum við Skógafoss Vísað úr landi eftir ólöglega dvöl: Togaði í hár konunnar, sparkaði í hana og mölvaði síma hennar Guðbjörg ráðin skólastjóri í tólfta grunnskóla Hafnarfjarðar Skyldleiki við lögregluþjón þvældist fyrir Stærðar borgarísjaki sást vestur af Látrabjargi „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Kærumál seinkar verklokum við brúagerð í Gufudalssveit Bjóða þeim sem skera niður regnbogafána í heimsókn Valdar strætóleiðir ganga oftar og lengur Sjá meira
„Þegar fjármunir eru af skornum skammti skiptir máli að hugsa út fyrir rammann," segir Ragnheiður Linda Skúladóttir, forstöðurmaður Hringsjár sem er náms- og starfsendurhæfing fyrir fólk sem vill komast aftur út á vinnumarkaðinn eftir hlé vegna sjúkdóma, slysa eða annarra áfalla. Starfsfólk Hringsjár varð vart við að margir nemendanna hvorki borðuðu morgunmat né tóku bætiefni og ákváðu að gera sitt til að bæta stöðuna. „Morgunmaturinn skiptir sköpum og við fengum þá hugmynd að leita til Yggdrasils og Lýsis um samstarf," segir Ragnheiður. Bæði fyrirtækin tóku vel í beiðni Hringsjár, Yggdrasill gaf lífrænt ræktað haframjöl og Lýsi hf. gaf lýsi fyrir nemendurna. Á vorönninni er því boðið upp á hafragraut og lýsi á hverjum morgni. Um 60 manns sækja Hringsjá daglega og um helmingur þeirra gæðir sér þar á staðgóðum morgunverði. Starfsfólk Hringsjár lagði lífsstílskönnun fyrir nemendur sína nýverið þar sem meðal annars var spurt hvort þeir borðuðu morgunverð, hvernig þeir svæfu á nóttunni og hvernig þeim gengur að einbeita sér. Ætlunin er að leggja aðra könnun fyrir í lok annarinnar og bera niðurstöðurnar saman. Vonir eru bundnar við að hafragrauturinn og lýsið hafi jákvæð áhrif á nemendurna. Meðalaldur nemenda hjá Hringsjá er um fertugt. Stór hluti þeirra lifir á endurhæfingarlífeyri eða fær fjárhagsaðstoð frá sveitarfélagi eða ríki. Því munar það miklu fyrir marga þeirra að fá morgunmatinn sér að kostnaðarlausu.Tengill:Vefsíða Hringsjár
Mest lesið Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðarvogi Innlent Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Erlent Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Innlent Nýir ofnar skemmast vegna súrefnis í heita vatninu Innlent Haraldur Briem er látinn Innlent Fleiri eldislaxar í Haukadalsá: „Þetta lítur alls ekki vel út“ Innlent Segir dæmi um að fjölskyldur hafi lokað á fólk vegna BDSM Innlent Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Erlent Segir tugi þúsunda sendingarkostnað vera dulinn landsbyggðarskatt Innlent Fleiri fréttir Fá tímabundna undanþágu frá viðskiptaþvingunum Í samtali við norsku kafarana hvort þeir komi aftur Segir tugi þúsunda sendingarkostnað vera dulinn landsbyggðarskatt Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Eldislaxar í Haukadalsá, Gnoðarvogur og samgöngur á Vesturlandi Segir dæmi um að fjölskyldur hafi lokað á fólk vegna BDSM Snýr aftur sem bæjarstjóri eftir árslangt veikindaleyfi Nýir ofnar skemmast vegna súrefnis í heita vatninu Fleiri eldislaxar í Haukadalsá: „Þetta lítur alls ekki vel út“ Helgi Vilberg Hermannsson er látinn Haraldur Briem er látinn Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðarvogi Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Vara við eldislax í Haukadalsá Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Líkamsræktarstöðin í Laugum rýmd: Reykurinn reyndist vera gufa Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Líkamsræktarstöð World Class í Laugum rýmd vegna vatnsleka Skuggahliðar þyngdarstjórnunarlyfja og útskúfun vegna BDSM Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Slasaður eftir að tveir bílar skullu saman á hættulegum gatnamótum við Skógafoss Vísað úr landi eftir ólöglega dvöl: Togaði í hár konunnar, sparkaði í hana og mölvaði síma hennar Guðbjörg ráðin skólastjóri í tólfta grunnskóla Hafnarfjarðar Skyldleiki við lögregluþjón þvældist fyrir Stærðar borgarísjaki sást vestur af Látrabjargi „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Kærumál seinkar verklokum við brúagerð í Gufudalssveit Bjóða þeim sem skera niður regnbogafána í heimsókn Valdar strætóleiðir ganga oftar og lengur Sjá meira