Staðan aldrei verri - 165 fangar í 150 plássum Sunna Valgerðardóttir skrifar 27. janúar 2011 21:00 "Við tvímennum í öllum fangelsum," segir forstjóri Fangelsismálastofnunar. Staðan í fangelsismálum á Íslandi hefur aldrei verið verri. Tvímennt hefur verið í afplánunarklefum í öllum fangelsum. Rúmlega 300 manns eru á biðlista eftir plássi.Alls eru 165 fangar í afplánun í fangelsum ríkisins í dag. Heildarfjöldi fanga er 189, þar af 177 karlar og 12 konur. Gert er ráð fyrir 150 afplánunarplássum í þeim 6 fangelsum sem starfrækt eru.Rúmlega 300 dæmdir einstaklingar eru á boðunarlista fyrir afplánun og eru dæmi um það að mönnum sé vísað frá þegar þeir mæta í afplánun. Suma þarf þá að vista á lögreglustöðvum.Þegar fangelsið á Hólmsheiði verður opnað er gert ráð fyrir að Hegningarhúsinu á Skólavörðustíg og Kvennafangelsinu á Kópavogsbraut verði lokað. Bæði hafa verið rekin um árabil á undanþágu frá heilbrigðiseftirlitinu. Fangelsin tvö eru með afplánunarpláss fyrir 28 fanga.Páll Winkel, forstjóri Fangelsismálastofnunar, segir bráðliggja á því að byggja og opna nýtt fangelsi."Við tvímennum í öllum fangelsum," segir Páll. "Þá er annað rúm fært inn í klefa þar sem einungis er gert ráð fyrir einum fanga. Þetta eru klefar sem eru hannaðir fyrir einn einstakling og verður þannig oft á tíðum mjög þröngt, sem auðvitað er ekki boðlegt fyrir nokkurn mann."Fram kom í Fréttablaðinu í gær að óvenjumargir hefðu verið úrskurðaðir í gæsluvarðhald að undanförnu og sagði Páll stöðuna nú keyra langt úr hófi fram. Alls eru 24 fangar í gæsluvarðhaldi í dag, þar af 22 vistaðir í fangelsum ríkisins. Tíu gæsluvarðhaldsklefar eru í fangelsinu á Litla-Hrauni.Í fangelsinu á Hólmsheiði er gert ráð fyrir 56 klefum. Þar verður kvennadeild, skammtímavistun og gæsluvarðhald. Páll tekur áætluðum framkvæmdum fagnandi og segir það munu leysa ýmis mál, bæði hvað varðar hagkvæmni í rekstri og bætta aðstöðu fanga."Eftir því sem einingarnar eru minni, þeim mun óhagkvæmari eru þær," segir Páll. "Þess vegna gerum við ráð fyrir að rekstur á einni einingu fyrir 56 klefa sé talsvert hagkvæmari en rekstur tveggja lítilla eininga."Gert er ráð fyrir því að framkvæmdir við fangelsið á Hólmsheiði hefjist á fyrri hluta þessa árs, en útboðsgögn hafa ekki verið gerð opinber. Áætlaður kostnaður við byggingaframkvæmdir er sagður um 1,7 milljarðar króna. Mest lesið Bríet og Pálmi takast á fyrir dómstólum Lífið „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Innlent Kona þungt haldin og sjö hundar hennar brunnu inni Innlent Svarar gagnrýni vegna umdeildra gistihýsa í Skaftafelli Innlent Morðið á Pretti gagnrýnt úr ólíklegustu áttum Erlent Ungir Sjálfstæðismenn fengu áfengi í ferð með Vilhjálmi og fóru svo á kjörstað Innlent Tekur ekki undir greiningu Heiðu Bjargar um konur í Samfylkingunni Innlent Inni í húsinu þegar eldur logaði í fjölbýlishúsi Innlent Flugferðum aflýst og hvatt til heimavinnu vegna snjókomu Erlent Faðirinn í hungurverkfalli í lokaðri móttökustöð og móðirin ein með börnin Innlent Fleiri fréttir Kona þungt haldin og sjö hundar hennar brunnu inni Tekur ekki undir greiningu Heiðu Bjargar um konur í Samfylkingunni Svarar gagnrýni vegna umdeildra gistihýsa í Skaftafelli Brunavarnir Suðurnesja luku störfum á öðrum tímanum í nótt Handtekinn grunaður um íkveikju „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Inni í húsinu þegar eldur logaði í fjölbýlishúsi Náttúruverndarsamtök fjarlægðu stíflu Ungir Sjálfstæðismenn fengu áfengi í ferð með Vilhjálmi og fóru svo á kjörstað Loðna fundist á stóru svæði Metfjöldi vill stíga á svið með Íslenska dansflokknum Faðirinn í hungurverkfalli í lokaðri móttökustöð og móðirin ein með börnin Aðeins tíu prósent sem leita til Stígamóta kæra ofbeldið Spyr hvort að Rúv finnist hún „hundleiðinleg t***a“ „Örstutt þunglyndi yfir niðurstöðunum“ Maðurinn er fundinn Kerfið hafi brugðist Sjálfstæðismenn mynda bandalag á Akureyri Sundabraut og Fljótagöng verkefni innviðafélagsins Háværar flugvélar sem vöktu athygli í gær voru á æfingu „Fyrst og fremst er verið að hafna oddvitanum“ Fyrrverandi yngsti þingmaður sögunnar skiptir um flokk og fer fram Heiðu hafnað og fjöldi niðurfellinga heimilisofbeldismála hjá lögreglu Segir Heiðu hafa átt betra skilið Icelandair aflýsir flugferðum Fyrrverandi ráðherrar ræða alþjóðamálin Gripnir á 165 á áttatíu götu og á 157 á sextíu götu Tvö pör handtekin grunuð um líkamsárásir Munaði litlu að nýliði skákaði borgarstjóra Stóra verkefnið að vinna aftur traust borgarbúa Sjá meira
Staðan í fangelsismálum á Íslandi hefur aldrei verið verri. Tvímennt hefur verið í afplánunarklefum í öllum fangelsum. Rúmlega 300 manns eru á biðlista eftir plássi.Alls eru 165 fangar í afplánun í fangelsum ríkisins í dag. Heildarfjöldi fanga er 189, þar af 177 karlar og 12 konur. Gert er ráð fyrir 150 afplánunarplássum í þeim 6 fangelsum sem starfrækt eru.Rúmlega 300 dæmdir einstaklingar eru á boðunarlista fyrir afplánun og eru dæmi um það að mönnum sé vísað frá þegar þeir mæta í afplánun. Suma þarf þá að vista á lögreglustöðvum.Þegar fangelsið á Hólmsheiði verður opnað er gert ráð fyrir að Hegningarhúsinu á Skólavörðustíg og Kvennafangelsinu á Kópavogsbraut verði lokað. Bæði hafa verið rekin um árabil á undanþágu frá heilbrigðiseftirlitinu. Fangelsin tvö eru með afplánunarpláss fyrir 28 fanga.Páll Winkel, forstjóri Fangelsismálastofnunar, segir bráðliggja á því að byggja og opna nýtt fangelsi."Við tvímennum í öllum fangelsum," segir Páll. "Þá er annað rúm fært inn í klefa þar sem einungis er gert ráð fyrir einum fanga. Þetta eru klefar sem eru hannaðir fyrir einn einstakling og verður þannig oft á tíðum mjög þröngt, sem auðvitað er ekki boðlegt fyrir nokkurn mann."Fram kom í Fréttablaðinu í gær að óvenjumargir hefðu verið úrskurðaðir í gæsluvarðhald að undanförnu og sagði Páll stöðuna nú keyra langt úr hófi fram. Alls eru 24 fangar í gæsluvarðhaldi í dag, þar af 22 vistaðir í fangelsum ríkisins. Tíu gæsluvarðhaldsklefar eru í fangelsinu á Litla-Hrauni.Í fangelsinu á Hólmsheiði er gert ráð fyrir 56 klefum. Þar verður kvennadeild, skammtímavistun og gæsluvarðhald. Páll tekur áætluðum framkvæmdum fagnandi og segir það munu leysa ýmis mál, bæði hvað varðar hagkvæmni í rekstri og bætta aðstöðu fanga."Eftir því sem einingarnar eru minni, þeim mun óhagkvæmari eru þær," segir Páll. "Þess vegna gerum við ráð fyrir að rekstur á einni einingu fyrir 56 klefa sé talsvert hagkvæmari en rekstur tveggja lítilla eininga."Gert er ráð fyrir því að framkvæmdir við fangelsið á Hólmsheiði hefjist á fyrri hluta þessa árs, en útboðsgögn hafa ekki verið gerð opinber. Áætlaður kostnaður við byggingaframkvæmdir er sagður um 1,7 milljarðar króna.
Mest lesið Bríet og Pálmi takast á fyrir dómstólum Lífið „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Innlent Kona þungt haldin og sjö hundar hennar brunnu inni Innlent Svarar gagnrýni vegna umdeildra gistihýsa í Skaftafelli Innlent Morðið á Pretti gagnrýnt úr ólíklegustu áttum Erlent Ungir Sjálfstæðismenn fengu áfengi í ferð með Vilhjálmi og fóru svo á kjörstað Innlent Tekur ekki undir greiningu Heiðu Bjargar um konur í Samfylkingunni Innlent Inni í húsinu þegar eldur logaði í fjölbýlishúsi Innlent Flugferðum aflýst og hvatt til heimavinnu vegna snjókomu Erlent Faðirinn í hungurverkfalli í lokaðri móttökustöð og móðirin ein með börnin Innlent Fleiri fréttir Kona þungt haldin og sjö hundar hennar brunnu inni Tekur ekki undir greiningu Heiðu Bjargar um konur í Samfylkingunni Svarar gagnrýni vegna umdeildra gistihýsa í Skaftafelli Brunavarnir Suðurnesja luku störfum á öðrum tímanum í nótt Handtekinn grunaður um íkveikju „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Inni í húsinu þegar eldur logaði í fjölbýlishúsi Náttúruverndarsamtök fjarlægðu stíflu Ungir Sjálfstæðismenn fengu áfengi í ferð með Vilhjálmi og fóru svo á kjörstað Loðna fundist á stóru svæði Metfjöldi vill stíga á svið með Íslenska dansflokknum Faðirinn í hungurverkfalli í lokaðri móttökustöð og móðirin ein með börnin Aðeins tíu prósent sem leita til Stígamóta kæra ofbeldið Spyr hvort að Rúv finnist hún „hundleiðinleg t***a“ „Örstutt þunglyndi yfir niðurstöðunum“ Maðurinn er fundinn Kerfið hafi brugðist Sjálfstæðismenn mynda bandalag á Akureyri Sundabraut og Fljótagöng verkefni innviðafélagsins Háværar flugvélar sem vöktu athygli í gær voru á æfingu „Fyrst og fremst er verið að hafna oddvitanum“ Fyrrverandi yngsti þingmaður sögunnar skiptir um flokk og fer fram Heiðu hafnað og fjöldi niðurfellinga heimilisofbeldismála hjá lögreglu Segir Heiðu hafa átt betra skilið Icelandair aflýsir flugferðum Fyrrverandi ráðherrar ræða alþjóðamálin Gripnir á 165 á áttatíu götu og á 157 á sextíu götu Tvö pör handtekin grunuð um líkamsárásir Munaði litlu að nýliði skákaði borgarstjóra Stóra verkefnið að vinna aftur traust borgarbúa Sjá meira