Bera ekki nægilegt traust til réttarkerfis 19. mars 2011 04:00 Taka verður á því að almenningur beri ekki nægilegt traust til réttarkerfisins sagði Ögmundur Jónasson innanríkisráðherra. Fréttablaðið/valli Þolendur kynferðisofbeldis og stuðningssamtök þeirra bera ekki nægilegt traust til réttarkerfisins og brýnt er að á þeim vanda sé tekið. Þetta sagði Ögmundur Jónasson innanríkisráðherra á fundi ríkissaksóknara og Ákærendafélags Íslands í Þjóðminjasafninu í gær. Valtýr Sigurðsson ríkissaksóknari gerði kynferðisbrotamál einnig að umfjöllunarefni í erindi sínu á fundinum. Hann sagði að árið 2003 hefði sýknuhlutfall í kynferðisbrotamálum verið tæp 70 prósent, aðeins þrjú af hverjum tíu málum enduðu með sakfellingu. Á síðustu árum hefði sýknuhlutfallið lækkað og verið á bilinu 30 til 40 prósent. „Þessi sýknutala er samt sem áður uggvænleg,“ sagði Valtýr og lagði til að skoðað yrði heildstætt hvar vandinn lægi í þessum málum. Ögmundur sagði á fundinum að kynferðisbrot væru sá málaflokkur þar sem hvað mest reyndi á réttarkerfið. Það væri skylda stjórnvalda að fjalla um kynferðisbrotamál á opinberum vettvangi. „Hvort sem mönnum líkar það betur eða verr þá ríkir ekki nægilegt traust til réttarkerfisins á þessu sviði af hálfu fjölda brotaþola,“ sagði ráðherrann. „Í stað þess að afneita þeirri staðreynd er brýnt að á vandanum sé tekið. Það þarf að sjálfsögðu að gera með réttsýni og sanngirni á alla vegu að leiðarljósi.“ Ráðherrann sagði einnig frá ráðstefnu um kynferðisbrot gegn börnum sem hann sótti í fyrra. Þar hafi komið fram ýmislegt sem draga mætti lærdóm af. „Við þurfum við spyrja hvort verið geti að sú tortryggni sem ríkt hafi af hálfu kvennahreyfinga og margra fórnarlamba kynferðisofbeldis í garð löggæslu, í garð ákæruvalds og dómsvalds, sé vegna þess að aðilar hafi ekki átt opnar og hreinskiptar samræður. Ef svo er þá er það sameiginlegt verkefni að fá úr þessu bætt.“ Ögmundur sagði jafnframt að í innanríkisráðuneytinu hefði verið stigið skref í þá átt með viðamiklu samráði um þessi mál. Þá kom fram í máli ráðherrans að fljótlega kæmi fram frumvarp í þinginu um svokallaða austurríska leið, „um að veita lögreglu vald til að fjarlægja ofbeldismanninn af heimilinu í stað þess að þolendurnir þurfi að víkja“. thorunn@frettabladid.is Mest lesið Töpuðu tæpum hundrað milljónum Innlent Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Innlent Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Hitinn fór í 19,8 stig og desembermetið slegið Veður Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Erlent Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Innlent Seinfeld og Friends-leikari látinn Lífið Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Erlent Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Erlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Fleiri fréttir Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Fær íshellaferð ekki endurgreidda Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Sjá meira
Þolendur kynferðisofbeldis og stuðningssamtök þeirra bera ekki nægilegt traust til réttarkerfisins og brýnt er að á þeim vanda sé tekið. Þetta sagði Ögmundur Jónasson innanríkisráðherra á fundi ríkissaksóknara og Ákærendafélags Íslands í Þjóðminjasafninu í gær. Valtýr Sigurðsson ríkissaksóknari gerði kynferðisbrotamál einnig að umfjöllunarefni í erindi sínu á fundinum. Hann sagði að árið 2003 hefði sýknuhlutfall í kynferðisbrotamálum verið tæp 70 prósent, aðeins þrjú af hverjum tíu málum enduðu með sakfellingu. Á síðustu árum hefði sýknuhlutfallið lækkað og verið á bilinu 30 til 40 prósent. „Þessi sýknutala er samt sem áður uggvænleg,“ sagði Valtýr og lagði til að skoðað yrði heildstætt hvar vandinn lægi í þessum málum. Ögmundur sagði á fundinum að kynferðisbrot væru sá málaflokkur þar sem hvað mest reyndi á réttarkerfið. Það væri skylda stjórnvalda að fjalla um kynferðisbrotamál á opinberum vettvangi. „Hvort sem mönnum líkar það betur eða verr þá ríkir ekki nægilegt traust til réttarkerfisins á þessu sviði af hálfu fjölda brotaþola,“ sagði ráðherrann. „Í stað þess að afneita þeirri staðreynd er brýnt að á vandanum sé tekið. Það þarf að sjálfsögðu að gera með réttsýni og sanngirni á alla vegu að leiðarljósi.“ Ráðherrann sagði einnig frá ráðstefnu um kynferðisbrot gegn börnum sem hann sótti í fyrra. Þar hafi komið fram ýmislegt sem draga mætti lærdóm af. „Við þurfum við spyrja hvort verið geti að sú tortryggni sem ríkt hafi af hálfu kvennahreyfinga og margra fórnarlamba kynferðisofbeldis í garð löggæslu, í garð ákæruvalds og dómsvalds, sé vegna þess að aðilar hafi ekki átt opnar og hreinskiptar samræður. Ef svo er þá er það sameiginlegt verkefni að fá úr þessu bætt.“ Ögmundur sagði jafnframt að í innanríkisráðuneytinu hefði verið stigið skref í þá átt með viðamiklu samráði um þessi mál. Þá kom fram í máli ráðherrans að fljótlega kæmi fram frumvarp í þinginu um svokallaða austurríska leið, „um að veita lögreglu vald til að fjarlægja ofbeldismanninn af heimilinu í stað þess að þolendurnir þurfi að víkja“. thorunn@frettabladid.is
Mest lesið Töpuðu tæpum hundrað milljónum Innlent Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Innlent Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Hitinn fór í 19,8 stig og desembermetið slegið Veður Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Erlent Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Innlent Seinfeld og Friends-leikari látinn Lífið Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Erlent Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Erlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Fleiri fréttir Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Fær íshellaferð ekki endurgreidda Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Sjá meira