Innlent

Bónusvídeóræningjar náðust á Akureyri

Ránið virtist þaulskipulagt.Fréttablaðið/gva
Ránið virtist þaulskipulagt.Fréttablaðið/gva

Þrír piltar, átján og nítján ára, hafa játað að hafa rænt verslun Bónusvídeós í Lóuhólum á þriðjudagskvöldið var.

Tveir þeirra fóru inn í verslunina vopnaðir sveðju og kúbeini, ógnuðu starfsfólki og viðskiptavinum og höfðu lítilræði af peningum og sígarettum á brott með sér. Þriðji pilturinn var á bíl skammt frá og hjálpaði þeim að komast undan.

Mannanna var leitað alla vikuna og leitin bar árangur á föstudag þegar þeir voru handteknir á Akureyri. Þeir játuðu aðild að málinu við yfirheyrslur á laugardag. Málið telst nú upplýst. - sh




Fleiri fréttir

Sjá meira


×