Keypti vörur fyrir 1,7 milljónir til einkanota 5. febrúar 2011 06:00 Engin gögn eða fylgiskjöl er að finna í bókhaldi fyrir fangelsið á Kvíabryggju vegna kaupa á eldsneyti fyrir rúmlega 750 þúsund krónur. Eldsneytið var keypt með svokölluðum N1-inneignarkortum, sem forstöðumanninum var óheimilt að nota, þar sem notkun þeirra hafði verið bönnuð í mörg ár. Þetta er eitt þeirra atriða sem Ríkisendurskoðun hefur gert athugasemdir við eftir að grunsemdir vöknuðu um misferli hjá fyrrverandi forstöðumanni fangelsisins, Geirmundi Vilhjálmssyni. „Þar sem ekki fylgja neinar úttektarnótur frá N1 verður að líta svo á að þessi kaup séu óviðkomandi rekstri fangelsisins," segir Ríkisendurskoðun. Hún gerir í þessu sambandi athugasemd við að jafnhliða þessum óútskýrðu eldsneytiskaupum hafi hefðbundið olíukort verið notað til kaupa á olíu, alls fimmtán sinnum. Þá víkur Ríkisendurskoðun að sölu vörubifreiðar í eigu Fangelsismálastofnunar sem staðsett var á Kvíabryggju. Fram kemur að forstöðumaðurinn hafi gefið þá skýringu að bifreiðin væri ónýt þegar átti að selja hana. Í ökutækjaskrá kom hins vegar fram að hún hafði verið seld 17. apríl 2010. Skömmu síðar var vörubifreiðin skoðuð án athugasemda. Ekkert var bókfært í fjármálagögnum fangelsisins um sölu bifreiðarinnar og segir Ríkisendurskoðun brýnt að skoða þennan þátt nánar. Kaup á hjólbörðum í nafni Kvíabryggju vöktu einnig athygli Ríkisendurskoðunar. Til að mynda voru keypt fjögur sautján tommu dekk, sem ekki passa undir þá ríkisbifreið sem forstöðumaðurinn sagði þau hafa verið keypt undir. Hann kvað þrjú dekkjanna hafa eyðilagst þar sem þau hefðu verið keyrð á of litlu loftmagni. Skýringar vantar á kaupum á tólf dekkjum í nafni fangelsisins. Kaup á tveimur rafgeymum voru enn fremur óútskýrð, svo og kaup á nokkrum farsímum, sjónauka, blómakassa og glerramma fyrir tæp hundrað þúsund. Þá gátu starfsmenn á Kvíabryggju ekki staðfest kaup á átta varahlutum í bifreiðar, né heldur smurningu og vinnu við Subaru-bíl. Þeir könnuðust ekki heldur við startkapal og skralllyklasett sem keypt hafði verið á kostnað fangelsisins. Loks hafði Fangelsismálastofnun vakið athygli Ríkisendurskoðunar á óvenjumiklum perukaupum í bifreiðar á tveggja ára tímabili. Þá voru keyptar 79 perur á kostnað Kvíabryggju, auk kaupa á bílalakki og tengdum efnum. Mest lesið „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Innlent Inni í húsinu þegar eldur logaði í fjölbýlishúsi Innlent Ungir Sjálfstæðismenn fengu áfengi í ferð með Vilhjálmi og fóru svo á kjörstað Innlent Faðirinn í hungurverkfalli í lokaðri móttökustöð og móðirin ein með börnin Innlent Náttúruverndarsamtök fjarlægðu stíflu Innlent „Eftir þetta getur enginn treyst honum“ Erlent Fyrrverandi yngsti þingmaður sögunnar skiptir um flokk og fer fram Innlent Maðurinn er fundinn Innlent Loðna fundist á stóru svæði Innlent Þjóðvarðlið virkjað eftir að ICE skaut mann til bana Erlent Fleiri fréttir „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Inni í húsinu þegar eldur logaði í fjölbýlishúsi Náttúruverndarsamtök fjarlægðu stíflu Ungir Sjálfstæðismenn fengu áfengi í ferð með Vilhjálmi og fóru svo á kjörstað Loðna fundist á stóru svæði Metfjöldi vill stíga á svið með Íslenska dansflokknum Faðirinn í hungurverkfalli í lokaðri móttökustöð og móðirin ein með börnin Aðeins tíu prósent sem leita til Stígamóta kæra ofbeldið Spyr hvort að Rúv finnist hún „hundleiðinleg t***a“ „Örstutt þunglyndi yfir niðurstöðunum“ Maðurinn er fundinn Kerfið hafi brugðist Sjálfstæðismenn mynda bandalag á Akureyri Sundabraut og Fljótagöng verkefni innviðafélagsins Háværar flugvélar sem vöktu athygli í gær voru á æfingu „Fyrst og fremst er verið að hafna oddvitanum“ Fyrrverandi yngsti þingmaður sögunnar skiptir um flokk og fer fram Heiðu hafnað og fjöldi niðurfellinga heimilisofbeldismála hjá lögreglu Segir Heiðu hafa átt betra skilið Icelandair aflýsir flugferðum Fyrrverandi ráðherrar ræða alþjóðamálin Gripnir á 165 á áttatíu götu og á 157 á sextíu götu Tvö pör handtekin grunuð um líkamsárásir Munaði litlu að nýliði skákaði borgarstjóra Stóra verkefnið að vinna aftur traust borgarbúa Gríðarleg vonbrigði að reyndri konu sé ekki treyst Pétur Marteinsson kjörinn oddviti Samfylkingarinnar í Reykjavík Samfylkingin valdi sér borgarstjóraefni Valið á milli gömlu og nýju Samfylkingarinnar Gullhúðað afnám jafnlaunavottunar Sjá meira
Engin gögn eða fylgiskjöl er að finna í bókhaldi fyrir fangelsið á Kvíabryggju vegna kaupa á eldsneyti fyrir rúmlega 750 þúsund krónur. Eldsneytið var keypt með svokölluðum N1-inneignarkortum, sem forstöðumanninum var óheimilt að nota, þar sem notkun þeirra hafði verið bönnuð í mörg ár. Þetta er eitt þeirra atriða sem Ríkisendurskoðun hefur gert athugasemdir við eftir að grunsemdir vöknuðu um misferli hjá fyrrverandi forstöðumanni fangelsisins, Geirmundi Vilhjálmssyni. „Þar sem ekki fylgja neinar úttektarnótur frá N1 verður að líta svo á að þessi kaup séu óviðkomandi rekstri fangelsisins," segir Ríkisendurskoðun. Hún gerir í þessu sambandi athugasemd við að jafnhliða þessum óútskýrðu eldsneytiskaupum hafi hefðbundið olíukort verið notað til kaupa á olíu, alls fimmtán sinnum. Þá víkur Ríkisendurskoðun að sölu vörubifreiðar í eigu Fangelsismálastofnunar sem staðsett var á Kvíabryggju. Fram kemur að forstöðumaðurinn hafi gefið þá skýringu að bifreiðin væri ónýt þegar átti að selja hana. Í ökutækjaskrá kom hins vegar fram að hún hafði verið seld 17. apríl 2010. Skömmu síðar var vörubifreiðin skoðuð án athugasemda. Ekkert var bókfært í fjármálagögnum fangelsisins um sölu bifreiðarinnar og segir Ríkisendurskoðun brýnt að skoða þennan þátt nánar. Kaup á hjólbörðum í nafni Kvíabryggju vöktu einnig athygli Ríkisendurskoðunar. Til að mynda voru keypt fjögur sautján tommu dekk, sem ekki passa undir þá ríkisbifreið sem forstöðumaðurinn sagði þau hafa verið keypt undir. Hann kvað þrjú dekkjanna hafa eyðilagst þar sem þau hefðu verið keyrð á of litlu loftmagni. Skýringar vantar á kaupum á tólf dekkjum í nafni fangelsisins. Kaup á tveimur rafgeymum voru enn fremur óútskýrð, svo og kaup á nokkrum farsímum, sjónauka, blómakassa og glerramma fyrir tæp hundrað þúsund. Þá gátu starfsmenn á Kvíabryggju ekki staðfest kaup á átta varahlutum í bifreiðar, né heldur smurningu og vinnu við Subaru-bíl. Þeir könnuðust ekki heldur við startkapal og skralllyklasett sem keypt hafði verið á kostnað fangelsisins. Loks hafði Fangelsismálastofnun vakið athygli Ríkisendurskoðunar á óvenjumiklum perukaupum í bifreiðar á tveggja ára tímabili. Þá voru keyptar 79 perur á kostnað Kvíabryggju, auk kaupa á bílalakki og tengdum efnum.
Mest lesið „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Innlent Inni í húsinu þegar eldur logaði í fjölbýlishúsi Innlent Ungir Sjálfstæðismenn fengu áfengi í ferð með Vilhjálmi og fóru svo á kjörstað Innlent Faðirinn í hungurverkfalli í lokaðri móttökustöð og móðirin ein með börnin Innlent Náttúruverndarsamtök fjarlægðu stíflu Innlent „Eftir þetta getur enginn treyst honum“ Erlent Fyrrverandi yngsti þingmaður sögunnar skiptir um flokk og fer fram Innlent Maðurinn er fundinn Innlent Loðna fundist á stóru svæði Innlent Þjóðvarðlið virkjað eftir að ICE skaut mann til bana Erlent Fleiri fréttir „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Inni í húsinu þegar eldur logaði í fjölbýlishúsi Náttúruverndarsamtök fjarlægðu stíflu Ungir Sjálfstæðismenn fengu áfengi í ferð með Vilhjálmi og fóru svo á kjörstað Loðna fundist á stóru svæði Metfjöldi vill stíga á svið með Íslenska dansflokknum Faðirinn í hungurverkfalli í lokaðri móttökustöð og móðirin ein með börnin Aðeins tíu prósent sem leita til Stígamóta kæra ofbeldið Spyr hvort að Rúv finnist hún „hundleiðinleg t***a“ „Örstutt þunglyndi yfir niðurstöðunum“ Maðurinn er fundinn Kerfið hafi brugðist Sjálfstæðismenn mynda bandalag á Akureyri Sundabraut og Fljótagöng verkefni innviðafélagsins Háværar flugvélar sem vöktu athygli í gær voru á æfingu „Fyrst og fremst er verið að hafna oddvitanum“ Fyrrverandi yngsti þingmaður sögunnar skiptir um flokk og fer fram Heiðu hafnað og fjöldi niðurfellinga heimilisofbeldismála hjá lögreglu Segir Heiðu hafa átt betra skilið Icelandair aflýsir flugferðum Fyrrverandi ráðherrar ræða alþjóðamálin Gripnir á 165 á áttatíu götu og á 157 á sextíu götu Tvö pör handtekin grunuð um líkamsárásir Munaði litlu að nýliði skákaði borgarstjóra Stóra verkefnið að vinna aftur traust borgarbúa Gríðarleg vonbrigði að reyndri konu sé ekki treyst Pétur Marteinsson kjörinn oddviti Samfylkingarinnar í Reykjavík Samfylkingin valdi sér borgarstjóraefni Valið á milli gömlu og nýju Samfylkingarinnar Gullhúðað afnám jafnlaunavottunar Sjá meira