„Kallinn sló mig í hnakkann, ég sneri mér við og bombaði í hann" SB skrifar 31. janúar 2011 13:24 Frá aðalmeðferðinni í dag. Á myndinni sést þriðji drengurinn á leið inn í salinn. Viktor og Axel komu síðar. Aðalmeðferð fer nú fram í máli sem höfðað hefur verið gegn Viktori Má Axelssyni og Axel Karli Gíslasyni sem ákærðir hafa verið fyrir að ráðast á karlmann á sjötugsaldri, eiginkonu hans og dóttur þeirra við heimili fjölskyldunnar í Reykjanesbæ í byrjun maí á síðasta ári. Mennirnir, sem afplána nú dóm fyrir aðild sína að hinu svokallaða Barðastrandarráni þar sem ráðist var inn á heimili úrsmiðs og honum haldið föngnum ásamt konu sinni, voru færðir í dómsal í járnum. Fyrir dóminn kom einnig þriðji maðurinn sem sakaður er um að hafa ráðist að lögreglumönnum og hótað þeim lífláti. Við aðalmeðferðina í dag kom fram að mennirnir hefðu verið á ferð í Reykjanesbæ til þess að að innheimta 30 þúsund krónur sem barnabarn mannsins á að hafa skuldað kærustu annars þeirra. Þeir eru sagðir hafa ógnað afa mannsins með hnífi og kýlt og sparkað ítrekað í líkama hans. Þá hafi þeir veist að dóttur mannsins og kýlt hana og jafnframt ráðist að eiginkonu mannsins. Þeir eru einnig ákærðir fyrir að hóta manninum lífláti. Þeir Axel Karl og Viktor Már lýsa atburðarásinni á annan veg en saksóknarinn. Þeir játa að hafa ætlað að innheimta skuldina en segja húsráðandann hafa átt upptökin að átökunum. „Kallinn sló mig í hnakkann, ég sneri mér við og bombaði í hann," sagði Axel Karl meðal annars við aðalmeðferðina. Framburður mannanna stangaðist oft á. Mörgu af því sem þeir játuðu við fyrirtöku neituðu þeir í dag eða sögðust oft lítið muna eftir því sem gerðist. Eftir árásina í Njarðvík voru mennirnir handteknir við verslun Samkaupa í Reykjanesbæ. Þar höfðu þeir ætlað að hitta eldri bróðir drengsins sem skuldaði þeim pening. Í ákæru kom fram að lögregla hefði fundið öxi, hamar og hníf á Axel en hann sagði öxina og hamarinn hafa legið þarna af tilviljun. Axel Karl er jafnframt ákærður fyrir tilraun til fjárkúgunar og játaði hann að hafa hótað drengnum sem var verið að handrukka að skuldin, sem átti að hafa numið 30 þúsund krónum, myndi hækka upp í 60 þúsund ef hann myndi ekki borga innan 20 mínútna. Mest lesið Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Innlent Þorgerður til í fund og það strax Innlent Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Innlent Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Innlent Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Innlent Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Innlent Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Innlent Óska eftir því að vitnisburður um Epstein verði opinberaður Erlent Grunaður um að sparka ítrekað í höfuð samfanga Innlent Gosmóðan heldur áfram Innlent Fleiri fréttir Grunaður um að sparka ítrekað í höfuð samfanga Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Allt að gerast á Húnavöku á Blönduósi um helgina Þorgerður til í fund og það strax Ráðherra bregst snögglega við og mikið stuð í Húnabyggð Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Björgunarmenn sigu með fólk niður fjall við Ólafsfjörð Ógnuðu húsráðanda með hnífum og kylfum Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Gosmóðan heldur áfram Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Íslenskur fjárhundur á Bessastaði? Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Mygla fannst á bæjarskrifstofunum Minnihlutinn verði bara að treysta þjóðinni Litlu mátti muna: Glannalegur framúrakstur í Hörgárdal Málsókn Grindvíkinga, heimóttarskapur og heimkoma í beinni Glerflöskur stranglega bannaðar á Þjóðhátíð Dæmdur fyrir að flytja kratom til landsins Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Var ekki að láta undan þrýstingi Grindvíkinga Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Kannast við tannstönglatrixið: „Nágrannavarsla er albesta vörnin“ Kjósendur stjórnarflokkanna „bitrir“ og í basli með sjálfsmyndina Sjá meira
Aðalmeðferð fer nú fram í máli sem höfðað hefur verið gegn Viktori Má Axelssyni og Axel Karli Gíslasyni sem ákærðir hafa verið fyrir að ráðast á karlmann á sjötugsaldri, eiginkonu hans og dóttur þeirra við heimili fjölskyldunnar í Reykjanesbæ í byrjun maí á síðasta ári. Mennirnir, sem afplána nú dóm fyrir aðild sína að hinu svokallaða Barðastrandarráni þar sem ráðist var inn á heimili úrsmiðs og honum haldið föngnum ásamt konu sinni, voru færðir í dómsal í járnum. Fyrir dóminn kom einnig þriðji maðurinn sem sakaður er um að hafa ráðist að lögreglumönnum og hótað þeim lífláti. Við aðalmeðferðina í dag kom fram að mennirnir hefðu verið á ferð í Reykjanesbæ til þess að að innheimta 30 þúsund krónur sem barnabarn mannsins á að hafa skuldað kærustu annars þeirra. Þeir eru sagðir hafa ógnað afa mannsins með hnífi og kýlt og sparkað ítrekað í líkama hans. Þá hafi þeir veist að dóttur mannsins og kýlt hana og jafnframt ráðist að eiginkonu mannsins. Þeir eru einnig ákærðir fyrir að hóta manninum lífláti. Þeir Axel Karl og Viktor Már lýsa atburðarásinni á annan veg en saksóknarinn. Þeir játa að hafa ætlað að innheimta skuldina en segja húsráðandann hafa átt upptökin að átökunum. „Kallinn sló mig í hnakkann, ég sneri mér við og bombaði í hann," sagði Axel Karl meðal annars við aðalmeðferðina. Framburður mannanna stangaðist oft á. Mörgu af því sem þeir játuðu við fyrirtöku neituðu þeir í dag eða sögðust oft lítið muna eftir því sem gerðist. Eftir árásina í Njarðvík voru mennirnir handteknir við verslun Samkaupa í Reykjanesbæ. Þar höfðu þeir ætlað að hitta eldri bróðir drengsins sem skuldaði þeim pening. Í ákæru kom fram að lögregla hefði fundið öxi, hamar og hníf á Axel en hann sagði öxina og hamarinn hafa legið þarna af tilviljun. Axel Karl er jafnframt ákærður fyrir tilraun til fjárkúgunar og játaði hann að hafa hótað drengnum sem var verið að handrukka að skuldin, sem átti að hafa numið 30 þúsund krónum, myndi hækka upp í 60 þúsund ef hann myndi ekki borga innan 20 mínútna.
Mest lesið Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Innlent Þorgerður til í fund og það strax Innlent Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Innlent Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Innlent Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Innlent Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Innlent Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Innlent Óska eftir því að vitnisburður um Epstein verði opinberaður Erlent Grunaður um að sparka ítrekað í höfuð samfanga Innlent Gosmóðan heldur áfram Innlent Fleiri fréttir Grunaður um að sparka ítrekað í höfuð samfanga Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Allt að gerast á Húnavöku á Blönduósi um helgina Þorgerður til í fund og það strax Ráðherra bregst snögglega við og mikið stuð í Húnabyggð Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Björgunarmenn sigu með fólk niður fjall við Ólafsfjörð Ógnuðu húsráðanda með hnífum og kylfum Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Gosmóðan heldur áfram Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Íslenskur fjárhundur á Bessastaði? Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Mygla fannst á bæjarskrifstofunum Minnihlutinn verði bara að treysta þjóðinni Litlu mátti muna: Glannalegur framúrakstur í Hörgárdal Málsókn Grindvíkinga, heimóttarskapur og heimkoma í beinni Glerflöskur stranglega bannaðar á Þjóðhátíð Dæmdur fyrir að flytja kratom til landsins Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Var ekki að láta undan þrýstingi Grindvíkinga Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Kannast við tannstönglatrixið: „Nágrannavarsla er albesta vörnin“ Kjósendur stjórnarflokkanna „bitrir“ og í basli með sjálfsmyndina Sjá meira