„Kallinn sló mig í hnakkann, ég sneri mér við og bombaði í hann" SB skrifar 31. janúar 2011 13:24 Frá aðalmeðferðinni í dag. Á myndinni sést þriðji drengurinn á leið inn í salinn. Viktor og Axel komu síðar. Aðalmeðferð fer nú fram í máli sem höfðað hefur verið gegn Viktori Má Axelssyni og Axel Karli Gíslasyni sem ákærðir hafa verið fyrir að ráðast á karlmann á sjötugsaldri, eiginkonu hans og dóttur þeirra við heimili fjölskyldunnar í Reykjanesbæ í byrjun maí á síðasta ári. Mennirnir, sem afplána nú dóm fyrir aðild sína að hinu svokallaða Barðastrandarráni þar sem ráðist var inn á heimili úrsmiðs og honum haldið föngnum ásamt konu sinni, voru færðir í dómsal í járnum. Fyrir dóminn kom einnig þriðji maðurinn sem sakaður er um að hafa ráðist að lögreglumönnum og hótað þeim lífláti. Við aðalmeðferðina í dag kom fram að mennirnir hefðu verið á ferð í Reykjanesbæ til þess að að innheimta 30 þúsund krónur sem barnabarn mannsins á að hafa skuldað kærustu annars þeirra. Þeir eru sagðir hafa ógnað afa mannsins með hnífi og kýlt og sparkað ítrekað í líkama hans. Þá hafi þeir veist að dóttur mannsins og kýlt hana og jafnframt ráðist að eiginkonu mannsins. Þeir eru einnig ákærðir fyrir að hóta manninum lífláti. Þeir Axel Karl og Viktor Már lýsa atburðarásinni á annan veg en saksóknarinn. Þeir játa að hafa ætlað að innheimta skuldina en segja húsráðandann hafa átt upptökin að átökunum. „Kallinn sló mig í hnakkann, ég sneri mér við og bombaði í hann," sagði Axel Karl meðal annars við aðalmeðferðina. Framburður mannanna stangaðist oft á. Mörgu af því sem þeir játuðu við fyrirtöku neituðu þeir í dag eða sögðust oft lítið muna eftir því sem gerðist. Eftir árásina í Njarðvík voru mennirnir handteknir við verslun Samkaupa í Reykjanesbæ. Þar höfðu þeir ætlað að hitta eldri bróðir drengsins sem skuldaði þeim pening. Í ákæru kom fram að lögregla hefði fundið öxi, hamar og hníf á Axel en hann sagði öxina og hamarinn hafa legið þarna af tilviljun. Axel Karl er jafnframt ákærður fyrir tilraun til fjárkúgunar og játaði hann að hafa hótað drengnum sem var verið að handrukka að skuldin, sem átti að hafa numið 30 þúsund krónum, myndi hækka upp í 60 þúsund ef hann myndi ekki borga innan 20 mínútna. Mest lesið Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Innlent Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Innlent Stefán Kristjánsson er látinn Innlent Vonda veðrið færist í borgina og á Suðurland Veður „Stórfurðulegt“ að bjóða foreldrum ekki strax á fund Innlent Litlu mátti muna þegar ferðamaður svínaði fyrir hjón á Hellu Innlent Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Erlent Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Innlent „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Innlent Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Innlent Fleiri fréttir „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Sveitastjórn Rangárþings ytra gefur út framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Kynferðisbrot á leikskóla og tímamótafundur forseta Líkamsárás á borði lögreglu Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Fíkniefnarannsókn á Raufarhöfn „langt frá því að vera lokið“ Segir eldislaxinn sannarlega eldislax: „Það eru þeirra mistök“ Segir undirverktaka ekki hafa látið vita af gatinu „Stórfurðulegt“ að bjóða foreldrum ekki strax á fund Litlu mátti muna þegar ferðamaður svínaði fyrir hjón á Hellu Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Pólitískur refur og samningamaður mætast „Maður skilur ekki alveg hvernig á þessu stendur“ Spá því að vextir muni ekki lækka frekar á árinu Kynferðisbrot gegn barni til rannsóknar, leiðtogafundur og eldislax Netlaust í Ráðhúsinu vegna öryggisráðstafana Bíða þess enn að ráðherra svari neyðarkalli um mönnun Mannanafnanefnd: Nú má heita Kaleo Stefán Kristjánsson er látinn Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Spá eldingum á Vesturlandi Þrír handteknir grunaðir um að hafa rænt mann „Hamfarir og ekkert annað“ 30 ára afmæli Blómstrandi daga í Hveragerði „Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Hundrað eldislaxar í Haukadalsá, ásakanir um samráð og blómlegt í Hveragerði Saka Storytel um að forgangsraða eigin efni á kostnað annarra Sjá meira
Aðalmeðferð fer nú fram í máli sem höfðað hefur verið gegn Viktori Má Axelssyni og Axel Karli Gíslasyni sem ákærðir hafa verið fyrir að ráðast á karlmann á sjötugsaldri, eiginkonu hans og dóttur þeirra við heimili fjölskyldunnar í Reykjanesbæ í byrjun maí á síðasta ári. Mennirnir, sem afplána nú dóm fyrir aðild sína að hinu svokallaða Barðastrandarráni þar sem ráðist var inn á heimili úrsmiðs og honum haldið föngnum ásamt konu sinni, voru færðir í dómsal í járnum. Fyrir dóminn kom einnig þriðji maðurinn sem sakaður er um að hafa ráðist að lögreglumönnum og hótað þeim lífláti. Við aðalmeðferðina í dag kom fram að mennirnir hefðu verið á ferð í Reykjanesbæ til þess að að innheimta 30 þúsund krónur sem barnabarn mannsins á að hafa skuldað kærustu annars þeirra. Þeir eru sagðir hafa ógnað afa mannsins með hnífi og kýlt og sparkað ítrekað í líkama hans. Þá hafi þeir veist að dóttur mannsins og kýlt hana og jafnframt ráðist að eiginkonu mannsins. Þeir eru einnig ákærðir fyrir að hóta manninum lífláti. Þeir Axel Karl og Viktor Már lýsa atburðarásinni á annan veg en saksóknarinn. Þeir játa að hafa ætlað að innheimta skuldina en segja húsráðandann hafa átt upptökin að átökunum. „Kallinn sló mig í hnakkann, ég sneri mér við og bombaði í hann," sagði Axel Karl meðal annars við aðalmeðferðina. Framburður mannanna stangaðist oft á. Mörgu af því sem þeir játuðu við fyrirtöku neituðu þeir í dag eða sögðust oft lítið muna eftir því sem gerðist. Eftir árásina í Njarðvík voru mennirnir handteknir við verslun Samkaupa í Reykjanesbæ. Þar höfðu þeir ætlað að hitta eldri bróðir drengsins sem skuldaði þeim pening. Í ákæru kom fram að lögregla hefði fundið öxi, hamar og hníf á Axel en hann sagði öxina og hamarinn hafa legið þarna af tilviljun. Axel Karl er jafnframt ákærður fyrir tilraun til fjárkúgunar og játaði hann að hafa hótað drengnum sem var verið að handrukka að skuldin, sem átti að hafa numið 30 þúsund krónum, myndi hækka upp í 60 þúsund ef hann myndi ekki borga innan 20 mínútna.
Mest lesið Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Innlent Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Innlent Stefán Kristjánsson er látinn Innlent Vonda veðrið færist í borgina og á Suðurland Veður „Stórfurðulegt“ að bjóða foreldrum ekki strax á fund Innlent Litlu mátti muna þegar ferðamaður svínaði fyrir hjón á Hellu Innlent Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Erlent Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Innlent „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Innlent Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Innlent Fleiri fréttir „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Sveitastjórn Rangárþings ytra gefur út framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Kynferðisbrot á leikskóla og tímamótafundur forseta Líkamsárás á borði lögreglu Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Fíkniefnarannsókn á Raufarhöfn „langt frá því að vera lokið“ Segir eldislaxinn sannarlega eldislax: „Það eru þeirra mistök“ Segir undirverktaka ekki hafa látið vita af gatinu „Stórfurðulegt“ að bjóða foreldrum ekki strax á fund Litlu mátti muna þegar ferðamaður svínaði fyrir hjón á Hellu Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Pólitískur refur og samningamaður mætast „Maður skilur ekki alveg hvernig á þessu stendur“ Spá því að vextir muni ekki lækka frekar á árinu Kynferðisbrot gegn barni til rannsóknar, leiðtogafundur og eldislax Netlaust í Ráðhúsinu vegna öryggisráðstafana Bíða þess enn að ráðherra svari neyðarkalli um mönnun Mannanafnanefnd: Nú má heita Kaleo Stefán Kristjánsson er látinn Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Spá eldingum á Vesturlandi Þrír handteknir grunaðir um að hafa rænt mann „Hamfarir og ekkert annað“ 30 ára afmæli Blómstrandi daga í Hveragerði „Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Hundrað eldislaxar í Haukadalsá, ásakanir um samráð og blómlegt í Hveragerði Saka Storytel um að forgangsraða eigin efni á kostnað annarra Sjá meira
„Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði