Aron og Emilía vinsælust 13. september 2011 22:30 Hinir síðustu verða fyrstir. Og það á líka um nöfn. Þau nöfn sem fyrir hartnær öld þóttu skrípi eru vinsælust í dag. Mynd úr safni Aron var vinsælasta strákanafnið á síðasta ári, en Emilía vinsælasta stelpunafnið. Nafnahefðin er að breytast hér á landi, en nöfn sem voru á ljótu-nafnalista árið 1916 eru nú með vinsælustu nöfnum. Hvað á barnið að heita er spurning sem allir foreldrar þurfa að svara, og getur mótað allt líf barnsins. Algengasta svarið við þeirri spurningu á síðasta ári var Aron, en 60 sveinbörn fædd 2010 hlutu það nafn. Næst á eftir í vinsældaröðinni hjá foreldrum drengja var Viktor og þar á eftir hið gamalgróna nafn Jón. Tölurnar í svigunum segja okkur hvar nöfnin voru í vinsældaröðinni árið 2009, en þá tróndi Alexander á toppi listans áður en hann féll um nokkur sæti í fyrra. Logi var svo eitt alvinsælasta millinafnið, en hvort tilviljun ein ráði því að mörg vinsælustu nöfnin eigi sér samsvörun í íslenska handboltalandsliðinu skal ósagt látið. Í stúlknaflokki var Emilía svo vinsælasta nafnið, en þar á eftir biblíunöfnin Sara og Eva. Þar speglast sá mikli viðsnúningur sem orðið hefur í nafnahefðinni á Íslandi, en árið 1916 var Eva á lista Hins íslenska Þjóðvinafélags yfir nafnaskrípi sem þóttu svo álappaleg að vara þyrfti fólk við þeim. Einmitt það. Viðsnúningurinn sést einnig þegar vinsælustu nöfnin í fyrra eru borin saman við algengustu nöfnin á Íslandi, sem gefa nokkuð góða vísbendingu um strauma síðustu áratuga í nafngiftum. Þar sjáum við að aðeins tvö af algengustu nöfnunum rötuðu inn á topplista síðasta árs í tilviki drengja, Jón og Sigurður. Í tilviki stúlkna er breytingin ekki jafnaugljós, því fjögur af algengustu kvennöfnum landsins nutu vinsælda á síðasta ári; Guðrún, Anna, Kristín og María. Burt séð frá því eiga ný nöfn þó enn langt í land með að ryðja þeim gömlu úr vegi, enda hafa algengustu nöfnin verið óbreytt í áraraðir og Jón og Gunna eru enn nöfn langflestra Íslendinga. Mest lesið Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi Innlent Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Innlent Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent „Norska leiðin“ sé leið Sjálfstæðisflokksins Innlent „Fordæmalausar hörmungar“ í Frakklandi Erlent Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Innlent Fúlsaði við þriggja forseta fundi Erlent „Yfirgangur gyðingahataranna er algerlega óþolandi“ Innlent Engin málaferli vegna slyss á Breiðamerkurjökli Innlent Fleiri fréttir Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Alvarlegt vinnuslys í Skagafirði Undirbúa steypuvinnu fyrir nýju Ölfusárbrúna Þungar áhyggjur af „síversnandi stöðu Íslands“ „Yfirgangur gyðingahataranna er algerlega óþolandi“ Af hættustigi á óvissustig vegna eldgoss Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Tollar, höfundarréttur og þögn lögreglu í kynferðisbrotamálum Engin málaferli vegna slyss á Breiðamerkurjökli Tveir skjálftar um 3,3 að stærð Fundur hafinn í utanríkismálanefnd Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Ráðin nýr forstöðumaður Háskólaseturs Vestfjarða Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi „Norska leiðin“ sé leið Sjálfstæðisflokksins Eigandi bíls fullur af bensínbrúsum handtekinn Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Húsvíkingur á Norðurpólnum segir sögu merkustu landkönnuða 20. aldar Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Ákvörðun ráðherra muni seinka viðbragði við faröldrum framtíðar Þyrlan aftur á leið austur vegna umferðarslyss Ekki eigi að gera einstaklinga ábyrga fyrir gerðum ríkisstjórnar Tollahækkanirnar vonbrigði og þrýstir á um fund sem fyrst Forsætisráðherra ósátt með tolla og pólfarar á Húsavík Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Sjá meira
Aron var vinsælasta strákanafnið á síðasta ári, en Emilía vinsælasta stelpunafnið. Nafnahefðin er að breytast hér á landi, en nöfn sem voru á ljótu-nafnalista árið 1916 eru nú með vinsælustu nöfnum. Hvað á barnið að heita er spurning sem allir foreldrar þurfa að svara, og getur mótað allt líf barnsins. Algengasta svarið við þeirri spurningu á síðasta ári var Aron, en 60 sveinbörn fædd 2010 hlutu það nafn. Næst á eftir í vinsældaröðinni hjá foreldrum drengja var Viktor og þar á eftir hið gamalgróna nafn Jón. Tölurnar í svigunum segja okkur hvar nöfnin voru í vinsældaröðinni árið 2009, en þá tróndi Alexander á toppi listans áður en hann féll um nokkur sæti í fyrra. Logi var svo eitt alvinsælasta millinafnið, en hvort tilviljun ein ráði því að mörg vinsælustu nöfnin eigi sér samsvörun í íslenska handboltalandsliðinu skal ósagt látið. Í stúlknaflokki var Emilía svo vinsælasta nafnið, en þar á eftir biblíunöfnin Sara og Eva. Þar speglast sá mikli viðsnúningur sem orðið hefur í nafnahefðinni á Íslandi, en árið 1916 var Eva á lista Hins íslenska Þjóðvinafélags yfir nafnaskrípi sem þóttu svo álappaleg að vara þyrfti fólk við þeim. Einmitt það. Viðsnúningurinn sést einnig þegar vinsælustu nöfnin í fyrra eru borin saman við algengustu nöfnin á Íslandi, sem gefa nokkuð góða vísbendingu um strauma síðustu áratuga í nafngiftum. Þar sjáum við að aðeins tvö af algengustu nöfnunum rötuðu inn á topplista síðasta árs í tilviki drengja, Jón og Sigurður. Í tilviki stúlkna er breytingin ekki jafnaugljós, því fjögur af algengustu kvennöfnum landsins nutu vinsælda á síðasta ári; Guðrún, Anna, Kristín og María. Burt séð frá því eiga ný nöfn þó enn langt í land með að ryðja þeim gömlu úr vegi, enda hafa algengustu nöfnin verið óbreytt í áraraðir og Jón og Gunna eru enn nöfn langflestra Íslendinga.
Mest lesið Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi Innlent Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Innlent Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent „Norska leiðin“ sé leið Sjálfstæðisflokksins Innlent „Fordæmalausar hörmungar“ í Frakklandi Erlent Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Innlent Fúlsaði við þriggja forseta fundi Erlent „Yfirgangur gyðingahataranna er algerlega óþolandi“ Innlent Engin málaferli vegna slyss á Breiðamerkurjökli Innlent Fleiri fréttir Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Alvarlegt vinnuslys í Skagafirði Undirbúa steypuvinnu fyrir nýju Ölfusárbrúna Þungar áhyggjur af „síversnandi stöðu Íslands“ „Yfirgangur gyðingahataranna er algerlega óþolandi“ Af hættustigi á óvissustig vegna eldgoss Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Tollar, höfundarréttur og þögn lögreglu í kynferðisbrotamálum Engin málaferli vegna slyss á Breiðamerkurjökli Tveir skjálftar um 3,3 að stærð Fundur hafinn í utanríkismálanefnd Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Ráðin nýr forstöðumaður Háskólaseturs Vestfjarða Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi „Norska leiðin“ sé leið Sjálfstæðisflokksins Eigandi bíls fullur af bensínbrúsum handtekinn Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Húsvíkingur á Norðurpólnum segir sögu merkustu landkönnuða 20. aldar Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Ákvörðun ráðherra muni seinka viðbragði við faröldrum framtíðar Þyrlan aftur á leið austur vegna umferðarslyss Ekki eigi að gera einstaklinga ábyrga fyrir gerðum ríkisstjórnar Tollahækkanirnar vonbrigði og þrýstir á um fund sem fyrst Forsætisráðherra ósátt með tolla og pólfarar á Húsavík Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Sjá meira
Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Innlent
Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Innlent