Umhverfisfræðingur óttast eiturefni í gömlum húsum 31. janúar 2011 16:15 Margir þekkja til hættu af asbestryki við niðurrif, enda er efnið afar eitrað. Það á einnig við um PCB-efnin sem lengi voru notuð í iðnaði. Myndin tengist efni fréttarinnar ekki beint. fréttablaðið/gva Engin rannsókn hefur farið fram á því hversu mikið af PCB-eiturefnum kann að leynast í gömlum byggingum hérlendis. Mjög langt er gengið á Norðurlöndunum við að uppræta efnin og er viðhafður mikill viðbúnaður til að komast hjá því að þau sleppi út og valdi skaða á umhverfinu. Sérstök hætta er talin steðja að byggingaverkamönnum sem sjá um niðurrif eða viðhald bygginga, en návist við efnin hefur mikla heilsufarsáhættu í för með sér. „Það getur vel verið að PCB í byggingum sé ekkert vandamál á Íslandi. En efnið var samt notað hér á sínum tíma, og meðan ekki hefur verið sýnt fram á að það finnist ekki í skaðlegu magni er ástæða til að óttast að svo sé,“ skrifar Stefán Gíslason, umhverfisstjórnunarfræðingur hjá UMÍS ehf. Environice, á bloggsíðu sinni. Hann segir að PCB geti leynst víða í gömlum byggingum, svo sem í lími og þéttingum í tvöföldu gleri sem var notað hér á þeim tíma sem slíkar vörur innihéldu verulegt magn af PCB, eða um áratugaskeið fyrir 1980. Þorsteinn Jóhannsson, sérfræðingur hjá Umhverfisstofnun, metur málið með sama hætti. Hann segir að engin ástæða sé til að ætla að minna sé af PCB-spilliefnunum í íslenskum húsum frá þessu árabili en erlendis. Hann tekur undir að lítið sé vitað um tilvist efnanna. Víðir Kristjánsson, deildarstjóri efna- og hollustuháttadeildar Vinnueftirlitsins, telur ekki að mikil mengun sé af PCB-efnum þegar gamlar byggingar eru rifnar. „Við höfum ekki talið ástæðu til að gera mikið mál úr þessu. Það er lítil hætta á þessari mengun þegar verið er að fjarlægja byggingarefnin, að mínu mati.“ Víðir vitnar þar til finnskra mælinga á PCB við niðurrif gamalla bygginga. Hann gerir hins vegar ekki lítið úr því að fyrirbyggjandi aðgerðir séu viðhafðar við framkvæmdir, en það byggi á mati á mengunarhættu á hverjum stað. Stefán kannaði hugsanlega hættu á PCB-mengun árið 2004. Hans útreikningar sýndu að hérlendis gætu tugir tonna af PCB leynst í byggingum sem reistar voru eða endurbættar á árunum 1956-1980. „Á nýliðnum uppgangsárum í byggingariðnaði held ég að meira hafi verið lagt upp úr því að vinna verkin hratt en að fást við smáatriði á borð við eiturefni. Á sama tíma og danskir iðnaðarmenn klæðast geimfarabúningum við þessa vinnu óttast ég að íslenskir kollegar þeirra gangi vasklegar til verks, berhentir og rykgrímulausir.“- shá Mest lesið Kolbrúnu Bergþórs sagt upp á Mogganum Innlent Sagt upp eftir 26 ár á Morgunblaðinu Innlent Erlendir ferðamenn talsvert slasaðir eftir áreksturinn Innlent Skipuðu húsráðanda að elda fyrir sig áður en ræningjarnir ruddust inn Innlent Halldór Blöndal borinn til grafar Innlent Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Erlent Fannst látinn utandyra í Borgarnesi Innlent Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Innlent Þurrkuðust út af þingi en sitja á tugum milljóna króna Innlent Föðurnum enn haldið sofandi í öndunarvél Innlent Fleiri fréttir Stoltastur af veiðigjaldinu og telur aðrar skattabreytingar hafa lítil áhrif á heimilin Föðurnum enn haldið sofandi í öndunarvél Fylgi stjórnarflokkanna dalar Föðurnum í Suður-Afríku enn haldið sofandi Skipuðu húsráðanda að elda fyrir sig áður en ræningjarnir ruddust inn Fannst látinn utandyra í Borgarnesi Halldór Blöndal borinn til grafar Fimm með vanlíðan komast í Skjólshús í tvær vikur Kolbrúnu Bergþórs sagt upp á Mogganum Sagt upp eftir 26 ár á Morgunblaðinu Kominn tími á gos og Veðurstofan öllu viðbúin Sýknuð af ólöglegum innflutningi lyfja vegna rangra upplýsinga Lyfjastofnunar Þriggja hatta Inga segir engin ráðherraskipti í pípunum Desember að komast á lista yfir þá allra hlýjustu Erlendir ferðamenn talsvert slasaðir eftir áreksturinn Samið um Skjólshús og gos gæti komið á hverri stundu Hér verða áramótabrennur á gamlársdag 2025 Björn Ingi leiðir ekki Miðflokksmenn í borginni Gestir á Edition stukku út á náttfötunum Þurrkuðust út af þingi en sitja á tugum milljóna króna Óvenju mikið að gera hjá slökkviliðinu Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Þrír réðust á einn og höfðu af honum farsíma Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri „Rúllandi rafmagnsleysi“ alla daga og tífaldur þungi í árásum „Gamla góða Ísland, bara betra“ Gróður farinn að grænka fyrir norðan Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Sjá meira
Engin rannsókn hefur farið fram á því hversu mikið af PCB-eiturefnum kann að leynast í gömlum byggingum hérlendis. Mjög langt er gengið á Norðurlöndunum við að uppræta efnin og er viðhafður mikill viðbúnaður til að komast hjá því að þau sleppi út og valdi skaða á umhverfinu. Sérstök hætta er talin steðja að byggingaverkamönnum sem sjá um niðurrif eða viðhald bygginga, en návist við efnin hefur mikla heilsufarsáhættu í för með sér. „Það getur vel verið að PCB í byggingum sé ekkert vandamál á Íslandi. En efnið var samt notað hér á sínum tíma, og meðan ekki hefur verið sýnt fram á að það finnist ekki í skaðlegu magni er ástæða til að óttast að svo sé,“ skrifar Stefán Gíslason, umhverfisstjórnunarfræðingur hjá UMÍS ehf. Environice, á bloggsíðu sinni. Hann segir að PCB geti leynst víða í gömlum byggingum, svo sem í lími og þéttingum í tvöföldu gleri sem var notað hér á þeim tíma sem slíkar vörur innihéldu verulegt magn af PCB, eða um áratugaskeið fyrir 1980. Þorsteinn Jóhannsson, sérfræðingur hjá Umhverfisstofnun, metur málið með sama hætti. Hann segir að engin ástæða sé til að ætla að minna sé af PCB-spilliefnunum í íslenskum húsum frá þessu árabili en erlendis. Hann tekur undir að lítið sé vitað um tilvist efnanna. Víðir Kristjánsson, deildarstjóri efna- og hollustuháttadeildar Vinnueftirlitsins, telur ekki að mikil mengun sé af PCB-efnum þegar gamlar byggingar eru rifnar. „Við höfum ekki talið ástæðu til að gera mikið mál úr þessu. Það er lítil hætta á þessari mengun þegar verið er að fjarlægja byggingarefnin, að mínu mati.“ Víðir vitnar þar til finnskra mælinga á PCB við niðurrif gamalla bygginga. Hann gerir hins vegar ekki lítið úr því að fyrirbyggjandi aðgerðir séu viðhafðar við framkvæmdir, en það byggi á mati á mengunarhættu á hverjum stað. Stefán kannaði hugsanlega hættu á PCB-mengun árið 2004. Hans útreikningar sýndu að hérlendis gætu tugir tonna af PCB leynst í byggingum sem reistar voru eða endurbættar á árunum 1956-1980. „Á nýliðnum uppgangsárum í byggingariðnaði held ég að meira hafi verið lagt upp úr því að vinna verkin hratt en að fást við smáatriði á borð við eiturefni. Á sama tíma og danskir iðnaðarmenn klæðast geimfarabúningum við þessa vinnu óttast ég að íslenskir kollegar þeirra gangi vasklegar til verks, berhentir og rykgrímulausir.“- shá
Mest lesið Kolbrúnu Bergþórs sagt upp á Mogganum Innlent Sagt upp eftir 26 ár á Morgunblaðinu Innlent Erlendir ferðamenn talsvert slasaðir eftir áreksturinn Innlent Skipuðu húsráðanda að elda fyrir sig áður en ræningjarnir ruddust inn Innlent Halldór Blöndal borinn til grafar Innlent Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Erlent Fannst látinn utandyra í Borgarnesi Innlent Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Innlent Þurrkuðust út af þingi en sitja á tugum milljóna króna Innlent Föðurnum enn haldið sofandi í öndunarvél Innlent Fleiri fréttir Stoltastur af veiðigjaldinu og telur aðrar skattabreytingar hafa lítil áhrif á heimilin Föðurnum enn haldið sofandi í öndunarvél Fylgi stjórnarflokkanna dalar Föðurnum í Suður-Afríku enn haldið sofandi Skipuðu húsráðanda að elda fyrir sig áður en ræningjarnir ruddust inn Fannst látinn utandyra í Borgarnesi Halldór Blöndal borinn til grafar Fimm með vanlíðan komast í Skjólshús í tvær vikur Kolbrúnu Bergþórs sagt upp á Mogganum Sagt upp eftir 26 ár á Morgunblaðinu Kominn tími á gos og Veðurstofan öllu viðbúin Sýknuð af ólöglegum innflutningi lyfja vegna rangra upplýsinga Lyfjastofnunar Þriggja hatta Inga segir engin ráðherraskipti í pípunum Desember að komast á lista yfir þá allra hlýjustu Erlendir ferðamenn talsvert slasaðir eftir áreksturinn Samið um Skjólshús og gos gæti komið á hverri stundu Hér verða áramótabrennur á gamlársdag 2025 Björn Ingi leiðir ekki Miðflokksmenn í borginni Gestir á Edition stukku út á náttfötunum Þurrkuðust út af þingi en sitja á tugum milljóna króna Óvenju mikið að gera hjá slökkviliðinu Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Þrír réðust á einn og höfðu af honum farsíma Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri „Rúllandi rafmagnsleysi“ alla daga og tífaldur þungi í árásum „Gamla góða Ísland, bara betra“ Gróður farinn að grænka fyrir norðan Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Sjá meira