Níræður fastur í innkeyrslunni: „Það er ekkert við þessu að gera“ Valur Grettisson skrifar 8. febrúar 2011 11:26 Þau eru fjölbreytt verkefnin sem borgarstarfsmennirnir þurfa að takast á við. Meðal annars að ryðja tjörnina. „Við getum ekki bara látið snjóinn hverfa," segir Guðni Hannesson, yfirverkstjóri gatnahreinsunar hjá Reykjavíkurborg, en það hefur verið óvanalega snjóþungt í borginni síðastliðna daga. Svo hefur borið á því að snjór hefur stíflað innkeyrslur eftir mokstur. Þannig hafði íbúi á níræðisaldri samband við Vísi í morgun en hann var ósáttur við að bíllinn hans varð innlyksa í innkeyrslunni eftir snjómokstur borgarstarfsmanna í Hlíðunum í morgun. Guðni segir fjölmargar kvartanir hafa borist vegna þessa, „en það er ekkert við þessu að gera. Við getum bara skafið göturnar." Hann segir viðbrögð fólks misheiftarleg, sumir hafi hringt illir vegna smá ökklahryggs, eins og Guðni orðar það sjálfur. Aðrir hafi hringt af góðri ástæðu. „Okkar verk er bara að halda götunum opnum. Þetta er eins og á sjónum, þá fær maður smá gusu á sig og lítið við því að gera," segir Guðni sem segir borgarbúa þurfa einfaldlega að takast á við þessar aðstæður. Aðspurður hvað snjómoksturinn hafi kostað borgina undanfarna daga svarar Guðni því til að hann hafi engar tölur á hreinu. „En um helgina voru 23 vélar í gangi og það kostar tíu þúsund kall á tímann," segir Guðni. Hann segir snjómoksturinn hafa gengið þokkalega síðan snjórinn byrjaði kyngja niður í síðustu viku. Nú eru starfsmenn borgarinnar að ryðja götur upp í Grafarholti og nærliggjandi hverfum vegna skafrennings. Snjómoksturinn hefst í raun klukkan þrjú á nóttinni en allar stofnæðar ættu að vera orðnar ökufærar um klukkan sjö að sögn Guðna. Síðan er hafist handa við að ryðja smærri götur. Mest lesið Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags Innlent Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Innlent Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Innlent Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Innlent Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Innlent Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Innlent Barinn við barinn en gerandinn farinn Innlent Fleiri fréttir Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags „Ómetanlegur fjársjóður“ í heimsókn á Íslandi Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Tollarnir sem bíta nú þegar, sögulegur fundur og fjársjóður Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Rithöfundur ráðinn til varnarmálaskrifstofunnar Barinn við barinn en gerandinn farinn Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Gerðu langtímasamning um niðurgreidd liðskipti og brjóstaminnkun Dagbjartur aðstoðar Daða Má Innviðaráðherra leggur af stað í fundaferð um samgöngumálin Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Fagnar áformum um mótun atvinnustefnu Úrskurðaður í gæsluvarðhald grunaður um íkvekju Hlið við Reynisfjöru, tollar og yfirlýsing leiðtoga ESB B sé ekki best Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Mannréttindabarátta ekki í samkeppni um athygli Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Óvenjuleg ákvörðun, holskefla kvartana og ókyrrð Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Einnota plastvörur fái sérstaka merkingu Sjá meira
„Við getum ekki bara látið snjóinn hverfa," segir Guðni Hannesson, yfirverkstjóri gatnahreinsunar hjá Reykjavíkurborg, en það hefur verið óvanalega snjóþungt í borginni síðastliðna daga. Svo hefur borið á því að snjór hefur stíflað innkeyrslur eftir mokstur. Þannig hafði íbúi á níræðisaldri samband við Vísi í morgun en hann var ósáttur við að bíllinn hans varð innlyksa í innkeyrslunni eftir snjómokstur borgarstarfsmanna í Hlíðunum í morgun. Guðni segir fjölmargar kvartanir hafa borist vegna þessa, „en það er ekkert við þessu að gera. Við getum bara skafið göturnar." Hann segir viðbrögð fólks misheiftarleg, sumir hafi hringt illir vegna smá ökklahryggs, eins og Guðni orðar það sjálfur. Aðrir hafi hringt af góðri ástæðu. „Okkar verk er bara að halda götunum opnum. Þetta er eins og á sjónum, þá fær maður smá gusu á sig og lítið við því að gera," segir Guðni sem segir borgarbúa þurfa einfaldlega að takast á við þessar aðstæður. Aðspurður hvað snjómoksturinn hafi kostað borgina undanfarna daga svarar Guðni því til að hann hafi engar tölur á hreinu. „En um helgina voru 23 vélar í gangi og það kostar tíu þúsund kall á tímann," segir Guðni. Hann segir snjómoksturinn hafa gengið þokkalega síðan snjórinn byrjaði kyngja niður í síðustu viku. Nú eru starfsmenn borgarinnar að ryðja götur upp í Grafarholti og nærliggjandi hverfum vegna skafrennings. Snjómoksturinn hefst í raun klukkan þrjú á nóttinni en allar stofnæðar ættu að vera orðnar ökufærar um klukkan sjö að sögn Guðna. Síðan er hafist handa við að ryðja smærri götur.
Mest lesið Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags Innlent Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Innlent Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Innlent Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Innlent Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Innlent Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Innlent Barinn við barinn en gerandinn farinn Innlent Fleiri fréttir Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags „Ómetanlegur fjársjóður“ í heimsókn á Íslandi Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Tollarnir sem bíta nú þegar, sögulegur fundur og fjársjóður Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Rithöfundur ráðinn til varnarmálaskrifstofunnar Barinn við barinn en gerandinn farinn Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Gerðu langtímasamning um niðurgreidd liðskipti og brjóstaminnkun Dagbjartur aðstoðar Daða Má Innviðaráðherra leggur af stað í fundaferð um samgöngumálin Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Fagnar áformum um mótun atvinnustefnu Úrskurðaður í gæsluvarðhald grunaður um íkvekju Hlið við Reynisfjöru, tollar og yfirlýsing leiðtoga ESB B sé ekki best Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Mannréttindabarátta ekki í samkeppni um athygli Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Óvenjuleg ákvörðun, holskefla kvartana og ókyrrð Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Einnota plastvörur fái sérstaka merkingu Sjá meira