Níræður fastur í innkeyrslunni: „Það er ekkert við þessu að gera“ Valur Grettisson skrifar 8. febrúar 2011 11:26 Þau eru fjölbreytt verkefnin sem borgarstarfsmennirnir þurfa að takast á við. Meðal annars að ryðja tjörnina. „Við getum ekki bara látið snjóinn hverfa," segir Guðni Hannesson, yfirverkstjóri gatnahreinsunar hjá Reykjavíkurborg, en það hefur verið óvanalega snjóþungt í borginni síðastliðna daga. Svo hefur borið á því að snjór hefur stíflað innkeyrslur eftir mokstur. Þannig hafði íbúi á níræðisaldri samband við Vísi í morgun en hann var ósáttur við að bíllinn hans varð innlyksa í innkeyrslunni eftir snjómokstur borgarstarfsmanna í Hlíðunum í morgun. Guðni segir fjölmargar kvartanir hafa borist vegna þessa, „en það er ekkert við þessu að gera. Við getum bara skafið göturnar." Hann segir viðbrögð fólks misheiftarleg, sumir hafi hringt illir vegna smá ökklahryggs, eins og Guðni orðar það sjálfur. Aðrir hafi hringt af góðri ástæðu. „Okkar verk er bara að halda götunum opnum. Þetta er eins og á sjónum, þá fær maður smá gusu á sig og lítið við því að gera," segir Guðni sem segir borgarbúa þurfa einfaldlega að takast á við þessar aðstæður. Aðspurður hvað snjómoksturinn hafi kostað borgina undanfarna daga svarar Guðni því til að hann hafi engar tölur á hreinu. „En um helgina voru 23 vélar í gangi og það kostar tíu þúsund kall á tímann," segir Guðni. Hann segir snjómoksturinn hafa gengið þokkalega síðan snjórinn byrjaði kyngja niður í síðustu viku. Nú eru starfsmenn borgarinnar að ryðja götur upp í Grafarholti og nærliggjandi hverfum vegna skafrennings. Snjómoksturinn hefst í raun klukkan þrjú á nóttinni en allar stofnæðar ættu að vera orðnar ökufærar um klukkan sjö að sögn Guðna. Síðan er hafist handa við að ryðja smærri götur. Mest lesið Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Innlent Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Innlent „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Innlent „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Innlent Tenerife-veður víða á landinu Innlent Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Innlent Erfitt að geta ekkert gert nema horfa á kofann brenna Innlent Veiðigjaldafrumvarpið samþykkt Innlent Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Innlent Trump segir Pútín hafa komið sér á óvart Erlent Fleiri fréttir Stjórnarandstaðan sakar forseta um alvarlegan trúnaðarbrest Mótmæltu komu „spilltrar“ der Leyen Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Þagnarbindindi í ræðustól Alþingis Veiðigjaldafrumvarpið samþykkt „Ísland er með öruggustu löndum í heimi“ Aðalsprautan í Pussy Riot fær íslenskan ríkisborgararétt Ástandið miklu verra en það sem áður var talið hættulegt Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Seinka opnun Vesturbæjarlaugar lítillega Óvenjulegt fyrir göngufólk og sannkallað Spánarveður Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Lokametrarnir á Alþingi og veðurblíða um allt land Veiðigjaldaumræðum lokið: Málið verði ríkisstjórninni að falli „Við erum bara happí og heimilislaus“ Erfitt að geta ekkert gert nema horfa á kofann brenna „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Tenerife-veður víða á landinu Þrjú mál á dagskrá á síðasta þingfundinum „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Fagna áttatíu ára afmæli millilandaflugs Íslendinga Mótmæla heimsókn Ursulu von der Leyen „Langþreytt á að það séu boðaðir fundir þegar eitthvað kemur upp á“ Leita logandi ljósi að nýju svæði undir kirkjugarð á Selfossi Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Barátta við illvígan sjúkdóm, furðuleg uppátæki fanga og svakalegar hitatölur Maðurinn sem var stunginn í Mjóddinni liggur enn þungt haldinn Gámurinn á bak og burt Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði Sjá meira
„Við getum ekki bara látið snjóinn hverfa," segir Guðni Hannesson, yfirverkstjóri gatnahreinsunar hjá Reykjavíkurborg, en það hefur verið óvanalega snjóþungt í borginni síðastliðna daga. Svo hefur borið á því að snjór hefur stíflað innkeyrslur eftir mokstur. Þannig hafði íbúi á níræðisaldri samband við Vísi í morgun en hann var ósáttur við að bíllinn hans varð innlyksa í innkeyrslunni eftir snjómokstur borgarstarfsmanna í Hlíðunum í morgun. Guðni segir fjölmargar kvartanir hafa borist vegna þessa, „en það er ekkert við þessu að gera. Við getum bara skafið göturnar." Hann segir viðbrögð fólks misheiftarleg, sumir hafi hringt illir vegna smá ökklahryggs, eins og Guðni orðar það sjálfur. Aðrir hafi hringt af góðri ástæðu. „Okkar verk er bara að halda götunum opnum. Þetta er eins og á sjónum, þá fær maður smá gusu á sig og lítið við því að gera," segir Guðni sem segir borgarbúa þurfa einfaldlega að takast á við þessar aðstæður. Aðspurður hvað snjómoksturinn hafi kostað borgina undanfarna daga svarar Guðni því til að hann hafi engar tölur á hreinu. „En um helgina voru 23 vélar í gangi og það kostar tíu þúsund kall á tímann," segir Guðni. Hann segir snjómoksturinn hafa gengið þokkalega síðan snjórinn byrjaði kyngja niður í síðustu viku. Nú eru starfsmenn borgarinnar að ryðja götur upp í Grafarholti og nærliggjandi hverfum vegna skafrennings. Snjómoksturinn hefst í raun klukkan þrjú á nóttinni en allar stofnæðar ættu að vera orðnar ökufærar um klukkan sjö að sögn Guðna. Síðan er hafist handa við að ryðja smærri götur.
Mest lesið Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Innlent Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Innlent „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Innlent „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Innlent Tenerife-veður víða á landinu Innlent Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Innlent Erfitt að geta ekkert gert nema horfa á kofann brenna Innlent Veiðigjaldafrumvarpið samþykkt Innlent Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Innlent Trump segir Pútín hafa komið sér á óvart Erlent Fleiri fréttir Stjórnarandstaðan sakar forseta um alvarlegan trúnaðarbrest Mótmæltu komu „spilltrar“ der Leyen Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Þagnarbindindi í ræðustól Alþingis Veiðigjaldafrumvarpið samþykkt „Ísland er með öruggustu löndum í heimi“ Aðalsprautan í Pussy Riot fær íslenskan ríkisborgararétt Ástandið miklu verra en það sem áður var talið hættulegt Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Seinka opnun Vesturbæjarlaugar lítillega Óvenjulegt fyrir göngufólk og sannkallað Spánarveður Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Lokametrarnir á Alþingi og veðurblíða um allt land Veiðigjaldaumræðum lokið: Málið verði ríkisstjórninni að falli „Við erum bara happí og heimilislaus“ Erfitt að geta ekkert gert nema horfa á kofann brenna „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Tenerife-veður víða á landinu Þrjú mál á dagskrá á síðasta þingfundinum „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Fagna áttatíu ára afmæli millilandaflugs Íslendinga Mótmæla heimsókn Ursulu von der Leyen „Langþreytt á að það séu boðaðir fundir þegar eitthvað kemur upp á“ Leita logandi ljósi að nýju svæði undir kirkjugarð á Selfossi Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Barátta við illvígan sjúkdóm, furðuleg uppátæki fanga og svakalegar hitatölur Maðurinn sem var stunginn í Mjóddinni liggur enn þungt haldinn Gámurinn á bak og burt Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði Sjá meira