Erlent

Örlög Liam Fox ákveðin í dag

Fox er sakaður um að lekið gögnum varnarmálaráðuneytsins.
Fox er sakaður um að lekið gögnum varnarmálaráðuneytsins. mynd/AFP
Búist er við að niðurstaða liggi fyrir í dag í máli Liam Fox, einum af æðstu mönnum varnarmálaráðuneytis Bretlands. Hann er sakaður um að hafa gefið fyrrum skólafélaga sínum og vini aðgang að gögnum ráðuneytisins.

David Cameron, forsætisráðherra Bretlands, mun tilkynna niðurstöður nefndar sem skipuð var eftir að málið kom upp.

Fox neitaði upphaflega öllum ásökunum. Fyrir stuttu viðurkenndi hann þó að dómgreind sín hafi hugsanlega verið brengluð á ákveðnum tímapunkti.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×