Jónsi samdi lag með Cameron Crowe 7. nóvember 2011 11:30 Jónsi er mjög ánægður með samstarf sitt og Cameron Crowe en íslenski tónlistamaðurinn samdi tónlistina í kvikmyndinni We Bought a Zoo sem leikstjórinn gerir með þeim Matt Damon og Scarlett Johansson í aðalhlutverkum. Leikurum myndarinnar var skipað að hlusta á Jónsa og Sigur Rós og horfa á heimildarmyndina Heima til að upplifa það andrúmsloft sem átti að ríkja í myndinni. Fréttablaðið/GVA „Það er gaman að vinna með fólki sem maður hefur ekki unnið með áður, það er mikil ögrun," segir Jón Þór Birgisson, best þekktur sem Jónsi úr Sigur Rós. Bandaríski leikstjórinn Cameron Crowe nýtir þessa dagana hvert tækifæri til að hæla íslenska tónlistarmanninum en Jónsi semur svokallað „Score" við nýjustu kvikmynd leikstjórans, We Bought a Zoo. Hann samdi auk þess lögin Ævin endar og Gathering Stories fyrir myndina en það síðarnefnda var samstarfsverkefni hans og leikstjórans. Diskur með tónlistinni er væntanlegur í allar betri plötubúðir 13. desember en myndin sjálf verður frumsýnd um jólin. Cameron hefur gert mikið úr samstarfinu við Jónsi í viðtölum að undanförnu. Hann lét leikara myndarinnar hlusta á sólóplötu Jónsa og plötur Sigur Rósar og skipaði þeim að horfa á heimildarmyndina Heima, þar væri sú stemning sem hann vildi koma til skila á hvíta tjaldinu. Meðal þeirra sem leika í myndinni eru stórstjörnurnar Matt Damon og Scarlett Johansson. „Samstarfið hófst þannig að ég var að horfa á Almost Famous eftir Cameron [Crowe] heima hjá mér og mundi þá hvað hún var frábær," segir Jónsi en hann var staddur í London þegar Fréttablaðið náði tali af honum. „Við höfum verið í tölvupóstsamskiptum frá því að Sigur Rós var með þrjú lög í Vanilla Sky og ég ákvað að senda honum bara línu. Hann hafði þá verið að hlusta á sólóplötuna mína og spurði mig hvort ég vildi semja tónlist við myndina sem hann væri að gera." Jónsi fékk handrit myndarinnar sent nánast samstundis, las það yfir og fannst það nokkuð skemmtilegt. „Ég fór síðan út til Los Angeles og var fastur inni í hljóðveri í mánuð frá tíu á morgnana til tíu á kvöldin. Það góða við kvikmyndatónlist er nefnilega að maður getur verið hvatvís og að maður hefur ekki allan tíma heimsins til að dúlla sér." Þetta er í fyrsta skipti sem Jónsi tekst á við verkefni af þessu tagi og þetta er jafnframt í fyrsta skipti sem Crowe notfærir sér tónlist á þennan hátt. „Það er rétt, hann hefur yfirleitt verið bara með svona „best off"-tónlist með þeim listamönnum sem hann er að hlusta á hverju sinni í sínum myndum. En við settumst bara niður, ákváðum að hafa fimm þemu og síðan bjó ég bara til tónlist við þau og hann lét hana undir myndina." Jónsi fór síðan fyrir skemmstu út til Los Angeles til að fylgjast með „mixinu" og sá þá myndina í heilu lagi. „Hún var mjög skemmtileg, svolítið hollywoodísk, en mjög skemmtileg." freyrgigja@frettabladid.is Mest lesið Svona er matseðillinn á Litla-Hrauni Lífið Rooney getur ekki farið til Bretlands af ótta við að verða handtekin Lífið Ævintýralegt frí Ómars og Evu Margrétar á Ítalíu Lífið Kærastinn skyndilega orðinn „pabbi“ Aldísar Lífið Skaut mink í eldhúsi í Garðabæ Lífið Klassískur ítalskur réttur sem allir elska Lífið Allsgáður í sjö ár: „Mæli með“ Lífið Er Lína Langsokkur woke? Gagnrýni Fór ein í eftirpartý með Drake en segir ekki meir Lífið Jói Fel ástfanginn, trúlofaður og fluttur í Hveragerði Lífið Fleiri fréttir Rooney getur ekki farið til Bretlands af ótta við að verða handtekin Svona er matseðillinn á Litla-Hrauni Klassískur ítalskur réttur sem allir elska Allsgáður í sjö ár: „Mæli með“ Skaut mink í eldhúsi í Garðabæ Íslandsmeistari í kokteilagerð selur slotið Ótrúlegt útsýni og erfiðar aðstæður á Skessuhorni Ævintýralegt frí Ómars og Evu Margrétar á Ítalíu Kynlífsmyndband í Ásmundarsal Þáttur Kimmel af sjónvarpsskjánum um óákveðinn tíma Hvernig getur kona sem er komin í tíðahvörf fundið neistann til að stunda kynlíf aftur? „Þú ert svo falleg“ Djúsí Ceasar vefja sem klikkar seint Bullandi boltastemning á árshátíð Sýnar Fjölgar mannkyninu enn frekar Berjamó með sjálfum Berjakarlinum Eiríkur og Alma selja smekklega hæð í Garðabæ Fór ein í eftirpartý með Drake en segir ekki meir „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Kærastinn skyndilega orðinn „pabbi“ Aldísar Borguðu norn fyrir gott veður á brúðkaupsdaginn Fjallar ekki um eiturlyf í dýrðarljóma „Án djóks besta kvöld lífs míns“ Robert Redford er látinn Norska konungsfjölskyldan krefst breytinga á heimildarmynd Netflix Fyrst „stóru fimm“ til að hóta sniðgöngu Keyptu vistvænt hús í Garðabæ af meðlimi Sigur Rósar Fögur hæð í frönskum stíl „Hann varð fyrir gríðarlega miklum árásum úr samfélaginu“ Mægðurnar Vanda Sig og Dísa sögðu fokk við ofbeldi Sjá meira
„Það er gaman að vinna með fólki sem maður hefur ekki unnið með áður, það er mikil ögrun," segir Jón Þór Birgisson, best þekktur sem Jónsi úr Sigur Rós. Bandaríski leikstjórinn Cameron Crowe nýtir þessa dagana hvert tækifæri til að hæla íslenska tónlistarmanninum en Jónsi semur svokallað „Score" við nýjustu kvikmynd leikstjórans, We Bought a Zoo. Hann samdi auk þess lögin Ævin endar og Gathering Stories fyrir myndina en það síðarnefnda var samstarfsverkefni hans og leikstjórans. Diskur með tónlistinni er væntanlegur í allar betri plötubúðir 13. desember en myndin sjálf verður frumsýnd um jólin. Cameron hefur gert mikið úr samstarfinu við Jónsi í viðtölum að undanförnu. Hann lét leikara myndarinnar hlusta á sólóplötu Jónsa og plötur Sigur Rósar og skipaði þeim að horfa á heimildarmyndina Heima, þar væri sú stemning sem hann vildi koma til skila á hvíta tjaldinu. Meðal þeirra sem leika í myndinni eru stórstjörnurnar Matt Damon og Scarlett Johansson. „Samstarfið hófst þannig að ég var að horfa á Almost Famous eftir Cameron [Crowe] heima hjá mér og mundi þá hvað hún var frábær," segir Jónsi en hann var staddur í London þegar Fréttablaðið náði tali af honum. „Við höfum verið í tölvupóstsamskiptum frá því að Sigur Rós var með þrjú lög í Vanilla Sky og ég ákvað að senda honum bara línu. Hann hafði þá verið að hlusta á sólóplötuna mína og spurði mig hvort ég vildi semja tónlist við myndina sem hann væri að gera." Jónsi fékk handrit myndarinnar sent nánast samstundis, las það yfir og fannst það nokkuð skemmtilegt. „Ég fór síðan út til Los Angeles og var fastur inni í hljóðveri í mánuð frá tíu á morgnana til tíu á kvöldin. Það góða við kvikmyndatónlist er nefnilega að maður getur verið hvatvís og að maður hefur ekki allan tíma heimsins til að dúlla sér." Þetta er í fyrsta skipti sem Jónsi tekst á við verkefni af þessu tagi og þetta er jafnframt í fyrsta skipti sem Crowe notfærir sér tónlist á þennan hátt. „Það er rétt, hann hefur yfirleitt verið bara með svona „best off"-tónlist með þeim listamönnum sem hann er að hlusta á hverju sinni í sínum myndum. En við settumst bara niður, ákváðum að hafa fimm þemu og síðan bjó ég bara til tónlist við þau og hann lét hana undir myndina." Jónsi fór síðan fyrir skemmstu út til Los Angeles til að fylgjast með „mixinu" og sá þá myndina í heilu lagi. „Hún var mjög skemmtileg, svolítið hollywoodísk, en mjög skemmtileg." freyrgigja@frettabladid.is
Mest lesið Svona er matseðillinn á Litla-Hrauni Lífið Rooney getur ekki farið til Bretlands af ótta við að verða handtekin Lífið Ævintýralegt frí Ómars og Evu Margrétar á Ítalíu Lífið Kærastinn skyndilega orðinn „pabbi“ Aldísar Lífið Skaut mink í eldhúsi í Garðabæ Lífið Klassískur ítalskur réttur sem allir elska Lífið Allsgáður í sjö ár: „Mæli með“ Lífið Er Lína Langsokkur woke? Gagnrýni Fór ein í eftirpartý með Drake en segir ekki meir Lífið Jói Fel ástfanginn, trúlofaður og fluttur í Hveragerði Lífið Fleiri fréttir Rooney getur ekki farið til Bretlands af ótta við að verða handtekin Svona er matseðillinn á Litla-Hrauni Klassískur ítalskur réttur sem allir elska Allsgáður í sjö ár: „Mæli með“ Skaut mink í eldhúsi í Garðabæ Íslandsmeistari í kokteilagerð selur slotið Ótrúlegt útsýni og erfiðar aðstæður á Skessuhorni Ævintýralegt frí Ómars og Evu Margrétar á Ítalíu Kynlífsmyndband í Ásmundarsal Þáttur Kimmel af sjónvarpsskjánum um óákveðinn tíma Hvernig getur kona sem er komin í tíðahvörf fundið neistann til að stunda kynlíf aftur? „Þú ert svo falleg“ Djúsí Ceasar vefja sem klikkar seint Bullandi boltastemning á árshátíð Sýnar Fjölgar mannkyninu enn frekar Berjamó með sjálfum Berjakarlinum Eiríkur og Alma selja smekklega hæð í Garðabæ Fór ein í eftirpartý með Drake en segir ekki meir „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Kærastinn skyndilega orðinn „pabbi“ Aldísar Borguðu norn fyrir gott veður á brúðkaupsdaginn Fjallar ekki um eiturlyf í dýrðarljóma „Án djóks besta kvöld lífs míns“ Robert Redford er látinn Norska konungsfjölskyldan krefst breytinga á heimildarmynd Netflix Fyrst „stóru fimm“ til að hóta sniðgöngu Keyptu vistvænt hús í Garðabæ af meðlimi Sigur Rósar Fögur hæð í frönskum stíl „Hann varð fyrir gríðarlega miklum árásum úr samfélaginu“ Mægðurnar Vanda Sig og Dísa sögðu fokk við ofbeldi Sjá meira