Útrýmum mönnum! Illugi Jökulsson skrifar 13. febrúar 2011 06:00 Þegar ég var að byrja að fylgjast með þjóðmálum upp úr 1970 var Rauðsokkahreyfingin að koma undir sig fótunum. Ég segi nú ekki að ég hafi fylgst grannt með hreyfingunni en vitaskuld varð ég var við helstu baráttumál hennar. Og skemmst er frá því að segja að mér fannst þau öll svo sjálfsögð og eðlileg að ég bjóst fastlega við að búið yrði að afgreiða þau öll seinni partinn á morgun, eða í síðasta lagi snemma í næstu viku. Launamisrétti úr sögunni, sjálfsögð og aukin virðing fyrir hlut og framlagi kvenna, þetta lá allt svo í augum uppi að mér fannst varla að það þyrfti að ræða það öllu frekar. Og ég tók svo hátíðlega orðin um að "konur væru líka menn" að ég lagði gjörsamlega á hilluna orðið "menn" ef merkingin var í rauninni "karlmenn". Um þetta tók ég bara meðvitaða ákvörðun - að ég myndi aldrei nokkurn tíma láta standa mig að því að segja til dæmis "menn og konur". Því ég samþykkti fyrirvaralaust að með slíku orðalagi væru karlmenn að eigna sér tegundarheitið "maður" og til þess hefðu þeir engan rétt. Ég var sem sagt afar efnilegur kvenréttindasinni, þó ég segi sjálfur frá. Það var auðvitað ekki af því ég væri eitthvað betur úr garði gerður en aðrir strákar, heldur hefur fordæmi móður minnar sjálfsagt ráðið mestu. Hún sá ein um heimilið af mikilli kostgæfni og það hefði verið beinlínis fáránlegt að láta sér detta í hug að hún, sem kona, ætti að vera einhvers konar eftirbátur karlmanna. Þetta var um miðjan áttunda áratuginn eða þar um bil. Fyrir rúmlega 35 árum. Þá hefði ég svo sannarlega orðið hissa ef mér hefði verið sagt að árið 2011 væru jafnréttismál enn að vefjast fyrir fólki, og algert jafnrétti kvenna og karla hefði reyndar alls ekki náðst ennþá - ekki að fullu. Og núna skil ég hvorki upp né niður í því af hverju jafnréttismál eru ekki lengra á veg komin - ég botna ekki í hvað getur staðið í veginum, því nánast öll hljótum við að viðurkenna að markmið kvennabaráttunnar séu sjálfsögð og eðlileg. Það er einhver tregða, ég veit ekki almennilega hvar, en einn þáttur þeirrar tregðu birtist í því að mér til mikillar undrunar, þá hefur alls ekki dáið út notkun orðsins "maður" í merkingunni "karlmaður". Og það sem hefur komið mér allra mest á óvart er að ég hef iðulega heyrt konur - jafnvel af kynslóð Rauðsokkanna - tala um "menn og konur" þegar átt við "karla og konur". Ég hélt að strax þarna upp úr 1970 hefðu allir orðið sammála um að taka upp nýtt orðalag til merkis um nýja hugsun, en það tókst af einhverjum ástæðum ekki. Og enn heyrir maður þetta vefjast fyrir fólki, og afleiðingin er þá sú að fólk sem talar um "menn" þegar það á við "karlmenn" á við - undir niðri - að karlmenn séu hinir einu sönnu fulltrúar mannkynsins. Og ég hef ekki heyrt neinn benda á þetta í mörg herrans ár. Orrustan um orðin tapaðist, eða að minnsta kosti var látið afskiptalaust að stór hópur fólks talar enn um karlmenn sem "menn", en konur eru þá einhvers konar aukameðlimir í mannkyninu. Það er afar mikilvægt að vinna orrustur um orð þegar málið snýst um að breyta samfélaginu, gera byltingu. Því hvet ég til að við förum aftur að vanda mál okkar og tölum í samræmi við þá trú að "konur séu líka menn". Það mun geta orðið einum litlum dreng umhugsunarefni, eins og það varð mér á sínum tíma, og gæti gert hann að ögn skárri jafnréttissinna en hann hefði kannski annars orðið. Útrýmum mönnum - að minnsta kosti í þessari merkingu. Konur eru líka menn.Öðlingurinn 2011 er vitundarvakning. Átakið stendur yfir í mánuð, frá bóndadeginum (21. janúar) til konudagsins (20. febrúar).Markmið þess er að stuðla að opinni umræðu um jafnrétti kynjanna á Íslandi. Nánar á heimasíðu átaksins, odlingurinn.is. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Illugi Jökulsson Öðlingurinn Mest lesið Halldór 16.08.2025 Halldór Gervigreindin kolfellur á öllum prófum. Er bólan að bresta? Brynjólfur Þorvarðsson Skoðun Hér er það sem Ágúst sagði ykkur ekki Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Falið heimsveldi Al Thani-fjölskyldunnar Finnur Th. Eiríksson Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare Skoðun Fimm ár í feluleik Ebba Margrét Magnúsdóttir Skoðun Þetta þarftu að vita: 12 atriði Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Ég frétti af konu Gunnhildur Sveinsdóttir Skoðun Eineltið endaði með örkumlun Davíð Bergmann Skoðun Akademísk kurteisi á tímum þjóðarmorðs Finnur Ulf Dellsén Skoðun Skoðun Skoðun Gervigreindin kolfellur á öllum prófum. Er bólan að bresta? Brynjólfur Þorvarðsson skrifar Skoðun Kerfisbundið afnám réttinda kvenna — Staða afganskra kvenna 4 árum eftir valdatöku talíbana Ólafur Elínarson,Anna Steinsen skrifar Skoðun Hér er það sem Ágúst sagði ykkur ekki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíð íslensks menntakerfis – lærum af Buffalo og leiðandi háskólum heims Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Öryggismenning – hjartað í ábyrgri ferðaþjónustu Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Falið heimsveldi Al Thani-fjölskyldunnar Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare skrifar Skoðun Hið landlæga fúsk Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Þetta þarftu að vita: 12 atriði Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Ég frétti af konu Gunnhildur Sveinsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur ESB-sinna leiðréttar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Eineltið endaði með örkumlun Davíð Bergmann skrifar Skoðun Akademísk kurteisi á tímum þjóðarmorðs Finnur Ulf Dellsén skrifar Skoðun Við megum ekki tapa leiknum utan vallar Eysteinn Pétur Lárusson skrifar Skoðun Börnin heyra bara sprengjugnýinn Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Normið á ekki síðasta orðið Katrín Íris Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ég er eins og ég er, hvernig á ég að vera eitthvað annað? Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hinir miklu lýðræðissinnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Kolefnishlutleysi eftir 15 ár? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Gleði eða ógleði? Haraldur Hrafn Guðmundsson skrifar Skoðun Tískuorð eða sjálfsögð réttindi? Vigdís Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Ráðherrann og illkvittnu einkaaðilarnir Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Áttatíu ár frá Hírósíma og Nagasakí Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson skrifar Sjá meira
Þegar ég var að byrja að fylgjast með þjóðmálum upp úr 1970 var Rauðsokkahreyfingin að koma undir sig fótunum. Ég segi nú ekki að ég hafi fylgst grannt með hreyfingunni en vitaskuld varð ég var við helstu baráttumál hennar. Og skemmst er frá því að segja að mér fannst þau öll svo sjálfsögð og eðlileg að ég bjóst fastlega við að búið yrði að afgreiða þau öll seinni partinn á morgun, eða í síðasta lagi snemma í næstu viku. Launamisrétti úr sögunni, sjálfsögð og aukin virðing fyrir hlut og framlagi kvenna, þetta lá allt svo í augum uppi að mér fannst varla að það þyrfti að ræða það öllu frekar. Og ég tók svo hátíðlega orðin um að "konur væru líka menn" að ég lagði gjörsamlega á hilluna orðið "menn" ef merkingin var í rauninni "karlmenn". Um þetta tók ég bara meðvitaða ákvörðun - að ég myndi aldrei nokkurn tíma láta standa mig að því að segja til dæmis "menn og konur". Því ég samþykkti fyrirvaralaust að með slíku orðalagi væru karlmenn að eigna sér tegundarheitið "maður" og til þess hefðu þeir engan rétt. Ég var sem sagt afar efnilegur kvenréttindasinni, þó ég segi sjálfur frá. Það var auðvitað ekki af því ég væri eitthvað betur úr garði gerður en aðrir strákar, heldur hefur fordæmi móður minnar sjálfsagt ráðið mestu. Hún sá ein um heimilið af mikilli kostgæfni og það hefði verið beinlínis fáránlegt að láta sér detta í hug að hún, sem kona, ætti að vera einhvers konar eftirbátur karlmanna. Þetta var um miðjan áttunda áratuginn eða þar um bil. Fyrir rúmlega 35 árum. Þá hefði ég svo sannarlega orðið hissa ef mér hefði verið sagt að árið 2011 væru jafnréttismál enn að vefjast fyrir fólki, og algert jafnrétti kvenna og karla hefði reyndar alls ekki náðst ennþá - ekki að fullu. Og núna skil ég hvorki upp né niður í því af hverju jafnréttismál eru ekki lengra á veg komin - ég botna ekki í hvað getur staðið í veginum, því nánast öll hljótum við að viðurkenna að markmið kvennabaráttunnar séu sjálfsögð og eðlileg. Það er einhver tregða, ég veit ekki almennilega hvar, en einn þáttur þeirrar tregðu birtist í því að mér til mikillar undrunar, þá hefur alls ekki dáið út notkun orðsins "maður" í merkingunni "karlmaður". Og það sem hefur komið mér allra mest á óvart er að ég hef iðulega heyrt konur - jafnvel af kynslóð Rauðsokkanna - tala um "menn og konur" þegar átt við "karla og konur". Ég hélt að strax þarna upp úr 1970 hefðu allir orðið sammála um að taka upp nýtt orðalag til merkis um nýja hugsun, en það tókst af einhverjum ástæðum ekki. Og enn heyrir maður þetta vefjast fyrir fólki, og afleiðingin er þá sú að fólk sem talar um "menn" þegar það á við "karlmenn" á við - undir niðri - að karlmenn séu hinir einu sönnu fulltrúar mannkynsins. Og ég hef ekki heyrt neinn benda á þetta í mörg herrans ár. Orrustan um orðin tapaðist, eða að minnsta kosti var látið afskiptalaust að stór hópur fólks talar enn um karlmenn sem "menn", en konur eru þá einhvers konar aukameðlimir í mannkyninu. Það er afar mikilvægt að vinna orrustur um orð þegar málið snýst um að breyta samfélaginu, gera byltingu. Því hvet ég til að við förum aftur að vanda mál okkar og tölum í samræmi við þá trú að "konur séu líka menn". Það mun geta orðið einum litlum dreng umhugsunarefni, eins og það varð mér á sínum tíma, og gæti gert hann að ögn skárri jafnréttissinna en hann hefði kannski annars orðið. Útrýmum mönnum - að minnsta kosti í þessari merkingu. Konur eru líka menn.Öðlingurinn 2011 er vitundarvakning. Átakið stendur yfir í mánuð, frá bóndadeginum (21. janúar) til konudagsins (20. febrúar).Markmið þess er að stuðla að opinni umræðu um jafnrétti kynjanna á Íslandi. Nánar á heimasíðu átaksins, odlingurinn.is.
Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare Skoðun
Skoðun Kerfisbundið afnám réttinda kvenna — Staða afganskra kvenna 4 árum eftir valdatöku talíbana Ólafur Elínarson,Anna Steinsen skrifar
Skoðun Framtíð íslensks menntakerfis – lærum af Buffalo og leiðandi háskólum heims Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Öryggismenning – hjartað í ábyrgri ferðaþjónustu Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar
Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare skrifar
Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar
Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar
Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare Skoðun