Ætlar að bregða búi vegna Funamálsins 7. febrúar 2011 10:00 Steingrímur Jónsson. Steingrímur Jónsson, bóndi í Efri-Engidal, sér enga framtíð í áframhaldandi búskap í Efri-Engidal eftir að niðurstöður mælinga Matvælastofnunar staðfestu díoxínmengun í mjólk, kjöti og fóðri á bænum. Steingrímur segir það hafa komið sem reiðarslag á föstudag þegar niðurstöður sýnatöku á bænum lágu fyrir á föstudag. Vonir hans hafi brugðist um að upphafleg mæling Mjólkursamsölunnar á bænum í desember hefði ekki sýnt rétta mynd af stöðunni. Af þeim tólf kjötsýnum sem tekin voru vegna díoxíns á svæðinu reyndust aðeins tvö eðlileg. Átta sýni sýndu verulega hækkun en tvö voru yfir hámarksviðmiðunarmörkum. Öll sýni frá Efri-Engidal, kjöt, mjólk og fóður, voru menguð. „Ég tek bara einn dag í einu,“ segir Steingrímur þegar hann er spurður um hvort hann ætli að leita réttar síns og krefjast bóta. „Við höldum ennþá skepnunum, og ég vil ekki hugsa mikið um framhaldið.“ Steingrímur hefur haft að jafnaði fimmtán til sextán kýr í fjósi og um áttatíu kindur. Sýnt er að þessi bústofn Steingríms verður felldur. Þá eru nokkrir frístundabænda á svæðinu með kindur og nautgripi í nálægð við sorpbrennsluna. Það er mat Matvælastofnunar að 350 til 400 gripir verði felldir þegar upp er staðið. Halldór Runólfsson, yfirdýralæknir hjá Matvælastofnun, segir svo stutt liðið frá því að niðurstöður sýnatöku lágu fyrir að engar ákvarðanir hafi verið teknar um framhaldið á vegum embættisins. „Þessum dýrum líður ekkert illa, en það er ekki hægt að setja afurðir af þeim á markað. Það verður að ræða við fólkið sem á þessar skepnur og umhverfisyfirvalda er að ákveða hvernig staðið verður að förgun.“ Spurður hvernig fólki á svæðinu verður bættur skaðinn segir Halldór að þegar fé sé skorið niður vegna riðuveiki þá fái bændur bætt sín dýr og afurðatjónsbætur séu reiknaðar í tvö ár, eða áður en leyfilegt er að dýr séu tekin aftur. „Það verður örugglega erfitt að reikna það út hvernig þetta verður bætt og ég veit ekki hver ber ábyrgðina á þessu.“ Eins og komið hefur fram þá var sorpbrennslan Funi í Engidal eign Ísafjarðarbæjar. Eftirlitsaðili með brennslunni á meðan hún starfaði var Umhverfisstofnun, sem heyrir undir umhverfisráðuneytið. svavar@frettabladid.is Mest lesið „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Erlent Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Innlent Í deilum við nágrannann vegna trjáa Erlent Þrír réðust á einn og höfðu af honum farsíma Innlent Umkringdu Taívan og æfðu lokanir hafna Erlent Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri Innlent „Gamla góða Ísland, bara betra“ Innlent Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna Erlent Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Innlent „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Erlent Fleiri fréttir Óvenju mikið að gera hjá slökkviliðinu Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Þrír réðust á einn og höfðu af honum farsíma Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri „Rúllandi rafmagnsleysi“ alla daga og tífaldur þungi í árásum „Gamla góða Ísland, bara betra“ Gróður farinn að grænka fyrir norðan Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Margfaldur þungi í loftárásum og kyntákn kveður Afbrot, fjölmiðlastyrkir og stefna Miðflokksins Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Líkamsárás í miðbænum Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Sjá meira
Steingrímur Jónsson, bóndi í Efri-Engidal, sér enga framtíð í áframhaldandi búskap í Efri-Engidal eftir að niðurstöður mælinga Matvælastofnunar staðfestu díoxínmengun í mjólk, kjöti og fóðri á bænum. Steingrímur segir það hafa komið sem reiðarslag á föstudag þegar niðurstöður sýnatöku á bænum lágu fyrir á föstudag. Vonir hans hafi brugðist um að upphafleg mæling Mjólkursamsölunnar á bænum í desember hefði ekki sýnt rétta mynd af stöðunni. Af þeim tólf kjötsýnum sem tekin voru vegna díoxíns á svæðinu reyndust aðeins tvö eðlileg. Átta sýni sýndu verulega hækkun en tvö voru yfir hámarksviðmiðunarmörkum. Öll sýni frá Efri-Engidal, kjöt, mjólk og fóður, voru menguð. „Ég tek bara einn dag í einu,“ segir Steingrímur þegar hann er spurður um hvort hann ætli að leita réttar síns og krefjast bóta. „Við höldum ennþá skepnunum, og ég vil ekki hugsa mikið um framhaldið.“ Steingrímur hefur haft að jafnaði fimmtán til sextán kýr í fjósi og um áttatíu kindur. Sýnt er að þessi bústofn Steingríms verður felldur. Þá eru nokkrir frístundabænda á svæðinu með kindur og nautgripi í nálægð við sorpbrennsluna. Það er mat Matvælastofnunar að 350 til 400 gripir verði felldir þegar upp er staðið. Halldór Runólfsson, yfirdýralæknir hjá Matvælastofnun, segir svo stutt liðið frá því að niðurstöður sýnatöku lágu fyrir að engar ákvarðanir hafi verið teknar um framhaldið á vegum embættisins. „Þessum dýrum líður ekkert illa, en það er ekki hægt að setja afurðir af þeim á markað. Það verður að ræða við fólkið sem á þessar skepnur og umhverfisyfirvalda er að ákveða hvernig staðið verður að förgun.“ Spurður hvernig fólki á svæðinu verður bættur skaðinn segir Halldór að þegar fé sé skorið niður vegna riðuveiki þá fái bændur bætt sín dýr og afurðatjónsbætur séu reiknaðar í tvö ár, eða áður en leyfilegt er að dýr séu tekin aftur. „Það verður örugglega erfitt að reikna það út hvernig þetta verður bætt og ég veit ekki hver ber ábyrgðina á þessu.“ Eins og komið hefur fram þá var sorpbrennslan Funi í Engidal eign Ísafjarðarbæjar. Eftirlitsaðili með brennslunni á meðan hún starfaði var Umhverfisstofnun, sem heyrir undir umhverfisráðuneytið. svavar@frettabladid.is
Mest lesið „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Erlent Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Innlent Í deilum við nágrannann vegna trjáa Erlent Þrír réðust á einn og höfðu af honum farsíma Innlent Umkringdu Taívan og æfðu lokanir hafna Erlent Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri Innlent „Gamla góða Ísland, bara betra“ Innlent Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna Erlent Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Innlent „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Erlent Fleiri fréttir Óvenju mikið að gera hjá slökkviliðinu Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Þrír réðust á einn og höfðu af honum farsíma Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri „Rúllandi rafmagnsleysi“ alla daga og tífaldur þungi í árásum „Gamla góða Ísland, bara betra“ Gróður farinn að grænka fyrir norðan Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Margfaldur þungi í loftárásum og kyntákn kveður Afbrot, fjölmiðlastyrkir og stefna Miðflokksins Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Líkamsárás í miðbænum Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Sjá meira