Keppir við þær bestu á Norðurlandamóti í súlufimi í Stokkhólmi 13. janúar 2011 09:15 Eva Rut æfir nú fimm sinnum í viku fyrir Norðurlandamót í súlufimi. Mynd/Vilhelm „Ég var samþykkt inn í keppnina í lok nóvember og er búin að æfa fimm sinnum í viku ásamt því að teygja á hverjum degi. Ég þarf helst að komast í splitt, sem er eitthvað sem ég hef aldrei gert áður," segir Eva Rut Hjaltadóttir, bassaleikari hljómsveitarinnar Elektru og keppandi í súlufimi. Eva er á leiðinni á Norðurlandamótið Battle of the Pole í Stokkhólmi í næstu viku. Hún hefur stundað íþróttina í rúmt ár og keppir því í svokölluðum „kittens"-flokki ásamt átta öðrum konum og körlum frá Danmörku, Svíþjóð og Finnlandi. Reynslumeiri keppendur keppa í „lionesses"-flokki. Eva stundar nú strangar æfingar og játar að það væri þægilegt að geta verið með súlu heima. „Ég fer bara upp í Xform-stúdíó þar sem ég er að æfa og kenna. Ég get farið þangað á hvaða tíma sólarhringsins sem er, sem er fínt," segir hún. Fyrsta Íslandsmeistaramótið í súlufimi fór fram í september í fyrra. Sólveig Steinunn Pálsdóttir stóð uppi sem sigurvegari, en Eva hafnaði í öðru sæti. Íþróttin nýtur vaxandi vinsælda á Íslandi og þeim sem stunda súlufimi fjölgar stöðugt. Eva segir súlufimina vera hörkupúl, en hún prófaði íþróttina í gríni á sínum tíma og varð að eigin sögn háð. „Ég hef aldrei þolað íþróttir," segir hún og rifjar til gamans upp endasleppan íþróttaferil: „Ég fór pínulítið í fimleika þegar ég var sjö ára og það hötuðu mig allir í leikfimi í skólanum því ég nennti ekki að taka þátt." Það er til mikils að vinna fyrir Evu því sigurvegari Battle of the Pole fær meðal annars að launum 500 evrur, eða um 77.000 krónur, farandbikar og súlu. Á meðal þess sem dómararnir leita eftir, samkvæmt vefsíðu keppninnar, er frumleiki í danssporum, sköpunargáfa, framkvæmd, styrkur og þokki. Þá skipta klæðnaður og tónlist einnig máli. Aðspurð að lokum hvort hún njóti aðstoðar danshöfunda við að semja atriðið segir Eva: „Nei. Ég sem atriðið sjálf." atlifannar@frettabladid.is Mest lesið Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni Innlent Lét þingmenn heyra það og sagði Evrópu ekki geta varið sig sjálfa Erlent Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Innlent Laun bæjarfulltrúa lækkuð Innlent Saltkjötið háskalegt heilsutæpum Innlent Fannst vanta stemmningu í skólann og skipulögðu handboltamót Innlent Ók einn frá höfninni og kom til baka tæpri klukkustund síðar Innlent Flestir vilja Katrínu Jakobs sem forsætisráðherra Innlent Slökkva á áróðurshátölurunum Erlent Prófa HIV-bóluefni Erlent Fleiri fréttir Fannst vanta stemmningu í skólann og skipulögðu handboltamót Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Öflugur 92 ára dósa og plast plokkari á Suðurlandi Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni „Förum strax í lífsbjargandi aðgerðir“ Ekki fleiri barnaníðsmál í fimmtán ár Eldsvoði, Bjarni Ben og fjölskylduerjur Veitir ekki viðtöl að sinni Hundrað ára gamalt hús sem varð myglu að bráð Aukin veikindaforföll ekki vegna einstaklingsbundinna vandamála Elsti Íslendingurinn 105 ára gömul kona „Margt óráðið í minni framtíð“ Ein fjölskylda aðstoðuð með gistingu vegna brunans Sigurður Helgi kjörinn varaforseti „Ég hafði ekki ímyndunaraflið í að sjá þetta fyrir mér“ Þrjú dæmd fyrir að flytja inn BMW fullan af kókaíni Ein í framboði og áfram formaður Einar og Magnea í efstu sætum Framsóknar í Reykjavík Konur hafi þurft að afgreiða áttatíu vændiskaupendur á þremur dögum Sprenging í vændi og handboltafár eftir sigur á Svíum Gríðarleg andstaða við lagareldisdrög Hönnu Katrínar Kona þungt haldin og sjö hundar hennar brunnu inni Tekur ekki undir greiningu Heiðu Bjargar um konur í Samfylkingunni Svarar gagnrýni vegna umdeildra gistihýsa í Skaftafelli Brunavarnir Suðurnesja luku störfum á öðrum tímanum í nótt Handtekinn grunaður um íkveikju „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Inni í húsinu þegar eldur logaði í fjölbýlishúsi Náttúruverndarsamtök fjarlægðu stíflu Ungir Sjálfstæðismenn fengu áfengi í ferð með Vilhjálmi og fóru svo á kjörstað Sjá meira
„Ég var samþykkt inn í keppnina í lok nóvember og er búin að æfa fimm sinnum í viku ásamt því að teygja á hverjum degi. Ég þarf helst að komast í splitt, sem er eitthvað sem ég hef aldrei gert áður," segir Eva Rut Hjaltadóttir, bassaleikari hljómsveitarinnar Elektru og keppandi í súlufimi. Eva er á leiðinni á Norðurlandamótið Battle of the Pole í Stokkhólmi í næstu viku. Hún hefur stundað íþróttina í rúmt ár og keppir því í svokölluðum „kittens"-flokki ásamt átta öðrum konum og körlum frá Danmörku, Svíþjóð og Finnlandi. Reynslumeiri keppendur keppa í „lionesses"-flokki. Eva stundar nú strangar æfingar og játar að það væri þægilegt að geta verið með súlu heima. „Ég fer bara upp í Xform-stúdíó þar sem ég er að æfa og kenna. Ég get farið þangað á hvaða tíma sólarhringsins sem er, sem er fínt," segir hún. Fyrsta Íslandsmeistaramótið í súlufimi fór fram í september í fyrra. Sólveig Steinunn Pálsdóttir stóð uppi sem sigurvegari, en Eva hafnaði í öðru sæti. Íþróttin nýtur vaxandi vinsælda á Íslandi og þeim sem stunda súlufimi fjölgar stöðugt. Eva segir súlufimina vera hörkupúl, en hún prófaði íþróttina í gríni á sínum tíma og varð að eigin sögn háð. „Ég hef aldrei þolað íþróttir," segir hún og rifjar til gamans upp endasleppan íþróttaferil: „Ég fór pínulítið í fimleika þegar ég var sjö ára og það hötuðu mig allir í leikfimi í skólanum því ég nennti ekki að taka þátt." Það er til mikils að vinna fyrir Evu því sigurvegari Battle of the Pole fær meðal annars að launum 500 evrur, eða um 77.000 krónur, farandbikar og súlu. Á meðal þess sem dómararnir leita eftir, samkvæmt vefsíðu keppninnar, er frumleiki í danssporum, sköpunargáfa, framkvæmd, styrkur og þokki. Þá skipta klæðnaður og tónlist einnig máli. Aðspurð að lokum hvort hún njóti aðstoðar danshöfunda við að semja atriðið segir Eva: „Nei. Ég sem atriðið sjálf." atlifannar@frettabladid.is
Mest lesið Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni Innlent Lét þingmenn heyra það og sagði Evrópu ekki geta varið sig sjálfa Erlent Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Innlent Laun bæjarfulltrúa lækkuð Innlent Saltkjötið háskalegt heilsutæpum Innlent Fannst vanta stemmningu í skólann og skipulögðu handboltamót Innlent Ók einn frá höfninni og kom til baka tæpri klukkustund síðar Innlent Flestir vilja Katrínu Jakobs sem forsætisráðherra Innlent Slökkva á áróðurshátölurunum Erlent Prófa HIV-bóluefni Erlent Fleiri fréttir Fannst vanta stemmningu í skólann og skipulögðu handboltamót Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Öflugur 92 ára dósa og plast plokkari á Suðurlandi Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni „Förum strax í lífsbjargandi aðgerðir“ Ekki fleiri barnaníðsmál í fimmtán ár Eldsvoði, Bjarni Ben og fjölskylduerjur Veitir ekki viðtöl að sinni Hundrað ára gamalt hús sem varð myglu að bráð Aukin veikindaforföll ekki vegna einstaklingsbundinna vandamála Elsti Íslendingurinn 105 ára gömul kona „Margt óráðið í minni framtíð“ Ein fjölskylda aðstoðuð með gistingu vegna brunans Sigurður Helgi kjörinn varaforseti „Ég hafði ekki ímyndunaraflið í að sjá þetta fyrir mér“ Þrjú dæmd fyrir að flytja inn BMW fullan af kókaíni Ein í framboði og áfram formaður Einar og Magnea í efstu sætum Framsóknar í Reykjavík Konur hafi þurft að afgreiða áttatíu vændiskaupendur á þremur dögum Sprenging í vændi og handboltafár eftir sigur á Svíum Gríðarleg andstaða við lagareldisdrög Hönnu Katrínar Kona þungt haldin og sjö hundar hennar brunnu inni Tekur ekki undir greiningu Heiðu Bjargar um konur í Samfylkingunni Svarar gagnrýni vegna umdeildra gistihýsa í Skaftafelli Brunavarnir Suðurnesja luku störfum á öðrum tímanum í nótt Handtekinn grunaður um íkveikju „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Inni í húsinu þegar eldur logaði í fjölbýlishúsi Náttúruverndarsamtök fjarlægðu stíflu Ungir Sjálfstæðismenn fengu áfengi í ferð með Vilhjálmi og fóru svo á kjörstað Sjá meira