Fordæmi í jafnréttismálum Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar 11. febrúar 2011 06:00 Á þriðjudag féll í Héraðsdómi Reykjaness dómur í máli félagsmanns BSRB gegn atvinnurekanda sínum varðandi kynferðislega áreitni á vinnustað og viðbrögð atvinnurekanda við kvörtun þar um. Dómurinn hefur mikið fordæmisgildi þar sem tekin er afstaða til þess hvort ákveðið athæfi hafi verið kynferðisleg áreitni á vinnustað og hvort atvinnurekandi hafi brugðist við með réttum hætti í kjölfar atviksins samkvæmt skilgreiningum laga um jafna stöðu og jafnan rétt kvenna og karla nr. 10/2008. Málið hefur þar af leiðandi mikla þýðingu fyrir allt launafólk enda viðurkennd rík ábyrgð atvinnurekanda í slíkum málum. Niðurstaða dómsins var að um kynferðislega áreitni hefði verið að ræða og að starf konunnar hefði ítrekað verið rýrt að henni forspurðri eftir að hún kvartaði. Frá því að kvörtunin var lögð fram hafi starfsumhverfi hennar allt þróast í þá áttina að skerða starfsánægju hennar og væntingar til þess starfs sem hún var í fyrir atburðinn. Atvinnurekanda hafi verið fullkunnugt um vanlíðan konunnar eftir atburðinn en með aðgerðum sínum eða aðgerðaleysi hafi verið brotið á henni. Það hafði þau áhrif að konunni var gert ókleift að halda starfi sínu áfram óbreyttu. Þannig hafi atvinnurekandi í raun haldið henni frá starfi þrátt fyrir að enn væri gildur ráðningarsamningur fyrir hendi milli þeirra. Dómurinn felur í sér mikilvægar leiðbeiningar um hvernig atvinnurekendur eigi að bregðast við aðstæðum sem þessum. Samkvæmt honum skal grípa til viðeigandi ráðstafana og gæta þess að slík atvik hafi ekki áframhaldandi áhrif á störf og líðan starfsmanns. Aðstæður í þessu máli voru þannig að gerandinn, sem var yfirmaður konunnar, var áminntur og hélt því sinni stöðu en þolandinn var færður til í starfi. Því miður er ekki um einsdæmi að ræða heldur þvert á móti virðist sem einelti og/eða kynferðisleg áreitni bitni að jafnaði á þolanda og oftast þannig að að hann kjósi að láta af störfum. Kominn er tími til að venda kvæði í kross. Með breyttum tíðaranda, aukinni þekkingu og auknum skyldum á herðum atvinnurekenda er kominn tími til að einelti, kynferðisleg áreitni eða annað til þess fallið að valda starfsmönnum vanlíðan á vinnustað, bitni ekki á þolanda. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sonja Ýr Þorbergsdóttir Mest lesið Halldór 05.07.2025 Jón Ísak Ragnarsson Halldór Ágætu fyrrum samstarfsaðilar á Þjóðminjasafni Íslands Uggi Jónsson Skoðun Stærðfræðikennari sem kann ekki að reikna? (Og getur ekki lært það!) Brynjólfur Þorvarðsson Skoðun Menntastefna 2030 Guðmundur Ingi Kristinsson Skoðun Íslendingar greiða sama hlutfall útgjalda í mat og Norðurlöndin Margrét Gísladóttir Skoðun Laxaharmleikur Jóhannes Sturlaugsson Skoðun Það sem ekki má segja um það sem enginn vill sjá Viðar Hreinsson Skoðun Ferðamannaþorpin - Náttúruvá Þóra B. Hafsteinsdóttir Skoðun Krónan, Nettó, Hagkaup, Bónus - það er kominn tími á formlega sniðgöngu Helen Ólafsdóttir Skoðun Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson Skoðun Skoðun Skoðun Menntastefna 2030 Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Ágætu fyrrum samstarfsaðilar á Þjóðminjasafni Íslands Uggi Jónsson skrifar Skoðun Ferðamannaþorpin - Náttúruvá Þóra B. Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson skrifar Skoðun Laxaharmleikur Jóhannes Sturlaugsson skrifar Skoðun Lýðræðið í skötulíki! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stærðfræðikennari sem kann ekki að reikna? (Og getur ekki lært það!) Brynjólfur Þorvarðsson skrifar Skoðun Íslendingar greiða sama hlutfall útgjalda í mat og Norðurlöndin Margrét Gísladóttir skrifar Skoðun Til varnar jafnlaunavottun Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Heimaþjónusta og velferðartækni: Lykillinn að sjálfbæru heilbrigðiskerfi Auður Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Barnaræninginn Pútín Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Um þjóð og ríki Gauti Kristmannsson skrifar Skoðun Málfrelsi og mörk þess á vettvangi lýðræðisins Helga Vala Helgadóttir skrifar Skoðun Sjókvíaeldi á Íslandi fjarstýrt með gervigreind frá Noregi Ingólfur Ásgeirsson skrifar Skoðun „Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann skrifar Skoðun Hvers vegna skipta hagsmunir verslanakeðja meira máli en öryggi barna í Ásahverfi Reykjanesbæ? Ólafur Ívar Jónsson skrifar Skoðun Kjarnorkuákvæðið: Neyðarhemill en ekki léttvægt leikfang popúlista Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Stjórnarandstaðan er vannýtt auðlind Jón Daníelsson skrifar Skoðun Ef Veðurstofan spáði vitlausu veðri í 40 ár, væri það bara í lagi? Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hægri sósíalismi Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun 5 ára vegferð að skóla framtíðarinnar – eða ekki! Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Ójafnvægi í jöfnunarkerfinu Anna Sigríður Guðnadóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar Skoðun Það sem ekki má segja um það sem enginn vill sjá Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Krónan, Nettó, Hagkaup, Bónus - það er kominn tími á formlega sniðgöngu Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Löggæslumál og aðstöðuleysi í Búðardal – ákall um viðbragð og aðgerðir Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Listin að verða fullkomlega ósammála sjálfri sér á mettíma Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þingmenn auðvaldsins Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Arðgreiðslur í sjávarútvegi: Staðreyndir gegn fullyrðingum Elliði Vignisson skrifar Skoðun Verðugur bandamaður? Steinar Harðarson skrifar Skoðun Við þurfum nýja sýn á stjórnmál okkar - Mamdani-sýn Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Sjá meira
Á þriðjudag féll í Héraðsdómi Reykjaness dómur í máli félagsmanns BSRB gegn atvinnurekanda sínum varðandi kynferðislega áreitni á vinnustað og viðbrögð atvinnurekanda við kvörtun þar um. Dómurinn hefur mikið fordæmisgildi þar sem tekin er afstaða til þess hvort ákveðið athæfi hafi verið kynferðisleg áreitni á vinnustað og hvort atvinnurekandi hafi brugðist við með réttum hætti í kjölfar atviksins samkvæmt skilgreiningum laga um jafna stöðu og jafnan rétt kvenna og karla nr. 10/2008. Málið hefur þar af leiðandi mikla þýðingu fyrir allt launafólk enda viðurkennd rík ábyrgð atvinnurekanda í slíkum málum. Niðurstaða dómsins var að um kynferðislega áreitni hefði verið að ræða og að starf konunnar hefði ítrekað verið rýrt að henni forspurðri eftir að hún kvartaði. Frá því að kvörtunin var lögð fram hafi starfsumhverfi hennar allt þróast í þá áttina að skerða starfsánægju hennar og væntingar til þess starfs sem hún var í fyrir atburðinn. Atvinnurekanda hafi verið fullkunnugt um vanlíðan konunnar eftir atburðinn en með aðgerðum sínum eða aðgerðaleysi hafi verið brotið á henni. Það hafði þau áhrif að konunni var gert ókleift að halda starfi sínu áfram óbreyttu. Þannig hafi atvinnurekandi í raun haldið henni frá starfi þrátt fyrir að enn væri gildur ráðningarsamningur fyrir hendi milli þeirra. Dómurinn felur í sér mikilvægar leiðbeiningar um hvernig atvinnurekendur eigi að bregðast við aðstæðum sem þessum. Samkvæmt honum skal grípa til viðeigandi ráðstafana og gæta þess að slík atvik hafi ekki áframhaldandi áhrif á störf og líðan starfsmanns. Aðstæður í þessu máli voru þannig að gerandinn, sem var yfirmaður konunnar, var áminntur og hélt því sinni stöðu en þolandinn var færður til í starfi. Því miður er ekki um einsdæmi að ræða heldur þvert á móti virðist sem einelti og/eða kynferðisleg áreitni bitni að jafnaði á þolanda og oftast þannig að að hann kjósi að láta af störfum. Kominn er tími til að venda kvæði í kross. Með breyttum tíðaranda, aukinni þekkingu og auknum skyldum á herðum atvinnurekenda er kominn tími til að einelti, kynferðisleg áreitni eða annað til þess fallið að valda starfsmönnum vanlíðan á vinnustað, bitni ekki á þolanda.
Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson Skoðun
Skoðun Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson skrifar
Skoðun Stærðfræðikennari sem kann ekki að reikna? (Og getur ekki lært það!) Brynjólfur Þorvarðsson skrifar
Skoðun Íslendingar greiða sama hlutfall útgjalda í mat og Norðurlöndin Margrét Gísladóttir skrifar
Skoðun Heimaþjónusta og velferðartækni: Lykillinn að sjálfbæru heilbrigðiskerfi Auður Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun „Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Hvers vegna skipta hagsmunir verslanakeðja meira máli en öryggi barna í Ásahverfi Reykjanesbæ? Ólafur Ívar Jónsson skrifar
Skoðun Kjarnorkuákvæðið: Neyðarhemill en ekki léttvægt leikfang popúlista Kristinn Karl Brynjarsson skrifar
Skoðun Ójafnvægi í jöfnunarkerfinu Anna Sigríður Guðnadóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar
Skoðun Krónan, Nettó, Hagkaup, Bónus - það er kominn tími á formlega sniðgöngu Helen Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Löggæslumál og aðstöðuleysi í Búðardal – ákall um viðbragð og aðgerðir Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar
Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson Skoðun