Segist ekki hafa séð neitt um hagnað ríkissjóðs af jarðakaupum Nubos 9. nóvember 2011 12:00 Ögmundur Jónasson innanríkisráðherra kvaðst á Alþingi í gær ekki hafa séð neitt sem gæfi til kynna að ríkissjóður myndi hagnast á kaupum Kínverjans Nubo á Grímsstöðum á Fjöllum. Skýrsla Arion banka, um gríðarlega jákvæð áhrif fjárfestinga hans á efnahagslífið, var engu að síður send honum persónulega í síðasta mánuði, en einnig ráðuneytinu og birt opinberlega. Það vakti athygli á Alþingi í gær að tveir áhrifamenn í stjórnarliðinu, þeir Kristján L. Möller og Ögmundur Jónasson, kýttust á um ágæti þess að veita Huang Nubo undanþágu til að kaupa jörðina. Kristján sagði að verið væri að loka heilbrigðisstofnunum og fleiru og tekjur vantaði í ríkissjóð. Hér væru miklar tekjur á ferðinni sem myndu verða til nýsköpunar og til uppbyggingar, meðal annars í vinnu í vetur við hönnun og undirbúning. ,,Veitir okkur nokkuð af því að fá þær tekjur, virðulegi forseti?" spurði Kristján. Svar Ögmundar var: ,,Ég hef ekki séð nein áform sem gefa til kynna að tekjuflæði verði sérstaklega inn í ríkissjóð vegna þessarar óskar." Fréttastofu er kunnugt um að skýrsla greiningardeildar Arion banka um hagræn áhrif fjárfestinga Nubos hér á landi var send Ögmundi persónulega í síðasta mánuði, en einnig ráðuneyti hans, þingflokkum og fjölmiðlum og birt opinberlega á netinu. Í henni kemur meðal annars fram að uppbygging lúxushótela fyrir 20 til 30 milljarða króna skapi 1200 til 1600 ársverk á framkvæmatíma og síðan sexhundruð til eittþúsund varanleg störf. Þá muni fjárfestingar Nubos leiða til þess að gjaldeyristekjur þjóðarbúsins aukist um 12 milljarða króna á ári. Tengdar fréttir Lúxushótel auka gjaldeyristekjur um 18 milljarða á ári Greining Arion banka segir að möguleiki sé á að auka gjaldeyristekjur af ferðamönnum um 18 milljarða á ári í framtíðinni. Þetta er háð því að byggt verði lúxushótel við hlið Hörpu og að ráðist verði í hótelbyggingar Kínverjans Huangs Nubo á Grímsstöðum á fjöllum og í Reykjavík. 26. október 2011 09:34 Segja fjárfestingar Nubos skapa þúsund varanleg störf Fjárfestingar Kínverjans Huang Nubos munu skapa sjö hundruð störf í greinum þar sem atvinnuleysi er mest. Þá munu þær skapa eitt þúsund varanleg störf hér á landi og tólf milljarða króna í gjaldeyristekjur á ári hverju. Þetta er mat greiningardeildar Arion banka sem hefur unnið sérstaka skýrslu um hagræn áhrif fjárfestingar Nubos hér á landi. 21. október 2011 19:42 Mest lesið Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Innlent Borgarstjóri fór með rangt mál Innlent Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Innlent Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Innlent Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Innlent Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Innlent Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Innlent „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Innlent Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Innlent „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Innlent Fleiri fréttir Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Taldi ekki sérstaka nauðsyn á að hneppa Helga Bjart í varðhald Barbara sakar Sigríði um einelti og Valtý um gagnaleka „Vonbrigði“ Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Mjög óalgengt að þingmenn segi af sér Mikilvægt að vanda sig og beita varúð Telur Pétur hafa svarað ágætlega fyrir lóðaviðskipti Sjaldgæf afsögn þingmanns og leikskóla lokað að óbreyttu Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Einn af hverjum fjórum stjórnendum notar gervigreind daglega Telur viðbrögð Guðbrands rétt og skynsamleg Bærinn fær 70 milljónir fyrir gamla Landbankahúsið sem fær nýtt hlutverk Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Þingið kallar áfram eftir hugmyndum frá almenningi Manneklan mest hjá skólum og frístundaheimilum sem tilheyra Austurmiðstöð Sjá meira
Ögmundur Jónasson innanríkisráðherra kvaðst á Alþingi í gær ekki hafa séð neitt sem gæfi til kynna að ríkissjóður myndi hagnast á kaupum Kínverjans Nubo á Grímsstöðum á Fjöllum. Skýrsla Arion banka, um gríðarlega jákvæð áhrif fjárfestinga hans á efnahagslífið, var engu að síður send honum persónulega í síðasta mánuði, en einnig ráðuneytinu og birt opinberlega. Það vakti athygli á Alþingi í gær að tveir áhrifamenn í stjórnarliðinu, þeir Kristján L. Möller og Ögmundur Jónasson, kýttust á um ágæti þess að veita Huang Nubo undanþágu til að kaupa jörðina. Kristján sagði að verið væri að loka heilbrigðisstofnunum og fleiru og tekjur vantaði í ríkissjóð. Hér væru miklar tekjur á ferðinni sem myndu verða til nýsköpunar og til uppbyggingar, meðal annars í vinnu í vetur við hönnun og undirbúning. ,,Veitir okkur nokkuð af því að fá þær tekjur, virðulegi forseti?" spurði Kristján. Svar Ögmundar var: ,,Ég hef ekki séð nein áform sem gefa til kynna að tekjuflæði verði sérstaklega inn í ríkissjóð vegna þessarar óskar." Fréttastofu er kunnugt um að skýrsla greiningardeildar Arion banka um hagræn áhrif fjárfestinga Nubos hér á landi var send Ögmundi persónulega í síðasta mánuði, en einnig ráðuneyti hans, þingflokkum og fjölmiðlum og birt opinberlega á netinu. Í henni kemur meðal annars fram að uppbygging lúxushótela fyrir 20 til 30 milljarða króna skapi 1200 til 1600 ársverk á framkvæmatíma og síðan sexhundruð til eittþúsund varanleg störf. Þá muni fjárfestingar Nubos leiða til þess að gjaldeyristekjur þjóðarbúsins aukist um 12 milljarða króna á ári.
Tengdar fréttir Lúxushótel auka gjaldeyristekjur um 18 milljarða á ári Greining Arion banka segir að möguleiki sé á að auka gjaldeyristekjur af ferðamönnum um 18 milljarða á ári í framtíðinni. Þetta er háð því að byggt verði lúxushótel við hlið Hörpu og að ráðist verði í hótelbyggingar Kínverjans Huangs Nubo á Grímsstöðum á fjöllum og í Reykjavík. 26. október 2011 09:34 Segja fjárfestingar Nubos skapa þúsund varanleg störf Fjárfestingar Kínverjans Huang Nubos munu skapa sjö hundruð störf í greinum þar sem atvinnuleysi er mest. Þá munu þær skapa eitt þúsund varanleg störf hér á landi og tólf milljarða króna í gjaldeyristekjur á ári hverju. Þetta er mat greiningardeildar Arion banka sem hefur unnið sérstaka skýrslu um hagræn áhrif fjárfestingar Nubos hér á landi. 21. október 2011 19:42 Mest lesið Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Innlent Borgarstjóri fór með rangt mál Innlent Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Innlent Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Innlent Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Innlent Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Innlent Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Innlent „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Innlent Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Innlent „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Innlent Fleiri fréttir Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Taldi ekki sérstaka nauðsyn á að hneppa Helga Bjart í varðhald Barbara sakar Sigríði um einelti og Valtý um gagnaleka „Vonbrigði“ Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Mjög óalgengt að þingmenn segi af sér Mikilvægt að vanda sig og beita varúð Telur Pétur hafa svarað ágætlega fyrir lóðaviðskipti Sjaldgæf afsögn þingmanns og leikskóla lokað að óbreyttu Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Einn af hverjum fjórum stjórnendum notar gervigreind daglega Telur viðbrögð Guðbrands rétt og skynsamleg Bærinn fær 70 milljónir fyrir gamla Landbankahúsið sem fær nýtt hlutverk Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Þingið kallar áfram eftir hugmyndum frá almenningi Manneklan mest hjá skólum og frístundaheimilum sem tilheyra Austurmiðstöð Sjá meira
Lúxushótel auka gjaldeyristekjur um 18 milljarða á ári Greining Arion banka segir að möguleiki sé á að auka gjaldeyristekjur af ferðamönnum um 18 milljarða á ári í framtíðinni. Þetta er háð því að byggt verði lúxushótel við hlið Hörpu og að ráðist verði í hótelbyggingar Kínverjans Huangs Nubo á Grímsstöðum á fjöllum og í Reykjavík. 26. október 2011 09:34
Segja fjárfestingar Nubos skapa þúsund varanleg störf Fjárfestingar Kínverjans Huang Nubos munu skapa sjö hundruð störf í greinum þar sem atvinnuleysi er mest. Þá munu þær skapa eitt þúsund varanleg störf hér á landi og tólf milljarða króna í gjaldeyristekjur á ári hverju. Þetta er mat greiningardeildar Arion banka sem hefur unnið sérstaka skýrslu um hagræn áhrif fjárfestingar Nubos hér á landi. 21. október 2011 19:42