Dæmd fyrir brot gegn valdstjórninni Jón Hákon Halldórsson skrifar 16. febrúar 2011 10:57 Ragnar Aðalsteinsson hæstaréttarlögmaður tjáir sig um dóminn. Mynd/ GVA. Fjölskipaður dómur Héraðsdóms Reykjavíkur segir enga vísbendingu vera um að þau sem ákærð voru fyrir árás á Alþingi hafi ætlað að aðhafast annað en að láta heyra í sér mótmæli vegna ástandsins í landinu frá þingpöllunum. Verður með engu móti talið að fyrir þeim hafi vakað að reyna að kúga Alþingi eða að athafnir þeirra geti talist vera sú árás á þingið að sjálfræði þess hafi verið hætta búin. Á þessari forsendu eru nímenningarnir sýknaðir af ákæru fyrir árás á Alþingi, segir í dómnum. Eins og Vísir greindi frá fyrr í morgun voru tveir nímenninganna dæmdir í skilorðsbundið fangelsi í morgun. Báðir eru þeir dæmdir fyrir brot gegn valdstjórninni. Andri Leó Lemarquis var dæmdur í fjögurra mánaða fangelsi fyrir að bíta tvo lögreglumenn. Þór Sigurðsson var hins vegar dæmdur fyrir að hafa með ofbeldi hindrað þingvörð í því að gegna störfum sínum með því að halda opnum dyrum þótt þingvörðurinn hafi reynt að loka dyrunum. Steinunn Gunnlaugsdóttir fékk 100 þúsund krónu sekt fyrir að fara inn fyrir gulan lögregluborða fyrir utan Alþingishúsið og Sólveig Anna Jónsdóttir fyrir að halda þingverði föstum. Það voru héraðsdómararnir Pétur Guðgeirsson, Arngrímur Ísberg og Jón Finnbjörnsson sem kváðu upp dóminn. Tengdar fréttir Verjandinn: Þetta er sorgarsaga Ragnar Aðalsteinsson, hæstaréttarlögmaður og verjandi fjögurra af nímenningunum svokölluðu, segir nýfallinn dóm vera dapurlegan. Honum finnst málið allt vera ein löng sorgarsaga og þykir miður að dómar yfir einmitt þessu fólki séu fyrstu viðbrögð dómstóla og ákæruvaldsins við eftirmálum hrunsins. Spurður hvort honum hafi komið dómurinn á óvart segir hann: „Ég vissi svosem ekki við hverju ég átti að búast. Ég gat búist við öllu." Ekki liggur fyrir hvort dómunum verður áfrýjað en bæði geta þau dæmdu áfrýjað til Hæstaréttar, sem og saksóknari. 16. febrúar 2011 09:03 Birgitta: Minnir á Saving Iceland Birgitta Jónsdóttir, þingmaður Hreyfingarinnar, segir dóm yfir fjórum af nímenningunum svokölluðu ekki koma sér á óvart. Birgitta mætti niður í Héraðsdóm Reykjavíkur í morgun til að vera viðstödd uppkvaðningu dómsins en náði ekki að vera á meðal þeirra 25 sem fengu að fara inn í dómsalinn áður en honum var lokað vegna fjöldatakmarkana. 16. febrúar 2011 09:32 Tveir fara á skilorð og tvær greiða sekt: Dómarnir vonbrigði Andri Leó Lemarquis hefur verið dæmdur í fjögurra mánaða skilorðsbundið fangelsi vegna mótmæla við Alþingi í desember 2008. Þór Sigurðsson var dæmdur í 60 daga skilorðsbundið fangelsi. 16. febrúar 2011 08:42 Tugir manns bíða átekta í héraðsdómi Dómur verður kveðinn upp nú klukkan hálf níu í máli nímenninganna svokölluðu sem ákærðir eru fyrir árás á Alþingi. Þriggja daga aðalmeðferð í málinu var í janúar. Verði níumenningarnir sakfelldir, geta þeir átt yfir höfði sér fangelsisvist allt frá einu ári og upp úr. 16. febrúar 2011 08:30 Dæmt í máli níumenninganna í dag Dómur verður kveðinn upp í máli ákæruvaldsins gegn níumenningunum svonefndu í Héraðsdómi Reykjavíkur klukkan hálf níu, en þeir eru ákærðir fyrir árás á Alþingi í desember árið 2008. 16. febrúar 2011 07:03 Mest lesið Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Innlent Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Erlent Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Erlent Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Innlent Hélt á lokuðu umslagi Innlent Þingfundi frestað: Stjórnarandstaðan lagði fram „aðeins mýkri“ tillögu Innlent „Það er þarna sem rússneskir kafbátar fara í gegn“ Innlent Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Innlent Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Innlent Mennirnir þrír sjáist ekki í myndefni Innlent Fleiri fréttir Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Þingfundi frestað: Stjórnarandstaðan lagði fram „aðeins mýkri“ tillögu „Það er þarna sem rússneskir kafbátar fara í gegn“ Hélt á lokuðu umslagi Tillögur „ekki afhentar í lokuðu umslagi“ Uppþot og fúkyrði á þinginu og bandarískur kjarnorkukafbátur Jökulhlaupið í rénun Reyna að stilla til friðar í bakherbergjum Alþingis Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Fundu tuttugu kíló af grasi eftir húsleit í Hafnarfirði Mennirnir þrír sjáist ekki í myndefni Vara við slysahættu vegna kaldavatnsleysis Vilja herða reglur um frágang rafhlaupahjóla í Reykjavík Segir valkyrjur rangnefni og vill kalla þær skjaldmeyjar Samtal við stjórnarandstöðuna fullreynt Kemur kjarnorkuvetur á eftir kjarnorkuákvæðinu? „Forsætisráðherra veit ekkert hvernig þetta hefur verið!“ „Enginn vafi á að fyrirkomulag Bílastæðasjóðs er löglegt“ Nóróveira líkleg orsök hópsýkingar á Laugarvatni „Það er orrustan um Ísland“ „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Þykir leitt að hafa valdið uppnámi Ávarp forsætisráðherra og kjarnorkukafbátur við Grundartanga Minnihlutinn hafi lagt fram eigið veiðigjaldamál: „Þetta er skrumskæling á lýðræðinu“ Spyr hvort draga eigi valdhafa undir húsvegg og skjóta Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Jökulhlaup úr Mýrdalsjökli í Leirá Syðri og Skálm enn í gangi Sjá meira
Fjölskipaður dómur Héraðsdóms Reykjavíkur segir enga vísbendingu vera um að þau sem ákærð voru fyrir árás á Alþingi hafi ætlað að aðhafast annað en að láta heyra í sér mótmæli vegna ástandsins í landinu frá þingpöllunum. Verður með engu móti talið að fyrir þeim hafi vakað að reyna að kúga Alþingi eða að athafnir þeirra geti talist vera sú árás á þingið að sjálfræði þess hafi verið hætta búin. Á þessari forsendu eru nímenningarnir sýknaðir af ákæru fyrir árás á Alþingi, segir í dómnum. Eins og Vísir greindi frá fyrr í morgun voru tveir nímenninganna dæmdir í skilorðsbundið fangelsi í morgun. Báðir eru þeir dæmdir fyrir brot gegn valdstjórninni. Andri Leó Lemarquis var dæmdur í fjögurra mánaða fangelsi fyrir að bíta tvo lögreglumenn. Þór Sigurðsson var hins vegar dæmdur fyrir að hafa með ofbeldi hindrað þingvörð í því að gegna störfum sínum með því að halda opnum dyrum þótt þingvörðurinn hafi reynt að loka dyrunum. Steinunn Gunnlaugsdóttir fékk 100 þúsund krónu sekt fyrir að fara inn fyrir gulan lögregluborða fyrir utan Alþingishúsið og Sólveig Anna Jónsdóttir fyrir að halda þingverði föstum. Það voru héraðsdómararnir Pétur Guðgeirsson, Arngrímur Ísberg og Jón Finnbjörnsson sem kváðu upp dóminn.
Tengdar fréttir Verjandinn: Þetta er sorgarsaga Ragnar Aðalsteinsson, hæstaréttarlögmaður og verjandi fjögurra af nímenningunum svokölluðu, segir nýfallinn dóm vera dapurlegan. Honum finnst málið allt vera ein löng sorgarsaga og þykir miður að dómar yfir einmitt þessu fólki séu fyrstu viðbrögð dómstóla og ákæruvaldsins við eftirmálum hrunsins. Spurður hvort honum hafi komið dómurinn á óvart segir hann: „Ég vissi svosem ekki við hverju ég átti að búast. Ég gat búist við öllu." Ekki liggur fyrir hvort dómunum verður áfrýjað en bæði geta þau dæmdu áfrýjað til Hæstaréttar, sem og saksóknari. 16. febrúar 2011 09:03 Birgitta: Minnir á Saving Iceland Birgitta Jónsdóttir, þingmaður Hreyfingarinnar, segir dóm yfir fjórum af nímenningunum svokölluðu ekki koma sér á óvart. Birgitta mætti niður í Héraðsdóm Reykjavíkur í morgun til að vera viðstödd uppkvaðningu dómsins en náði ekki að vera á meðal þeirra 25 sem fengu að fara inn í dómsalinn áður en honum var lokað vegna fjöldatakmarkana. 16. febrúar 2011 09:32 Tveir fara á skilorð og tvær greiða sekt: Dómarnir vonbrigði Andri Leó Lemarquis hefur verið dæmdur í fjögurra mánaða skilorðsbundið fangelsi vegna mótmæla við Alþingi í desember 2008. Þór Sigurðsson var dæmdur í 60 daga skilorðsbundið fangelsi. 16. febrúar 2011 08:42 Tugir manns bíða átekta í héraðsdómi Dómur verður kveðinn upp nú klukkan hálf níu í máli nímenninganna svokölluðu sem ákærðir eru fyrir árás á Alþingi. Þriggja daga aðalmeðferð í málinu var í janúar. Verði níumenningarnir sakfelldir, geta þeir átt yfir höfði sér fangelsisvist allt frá einu ári og upp úr. 16. febrúar 2011 08:30 Dæmt í máli níumenninganna í dag Dómur verður kveðinn upp í máli ákæruvaldsins gegn níumenningunum svonefndu í Héraðsdómi Reykjavíkur klukkan hálf níu, en þeir eru ákærðir fyrir árás á Alþingi í desember árið 2008. 16. febrúar 2011 07:03 Mest lesið Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Innlent Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Erlent Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Erlent Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Innlent Hélt á lokuðu umslagi Innlent Þingfundi frestað: Stjórnarandstaðan lagði fram „aðeins mýkri“ tillögu Innlent „Það er þarna sem rússneskir kafbátar fara í gegn“ Innlent Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Innlent Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Innlent Mennirnir þrír sjáist ekki í myndefni Innlent Fleiri fréttir Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Þingfundi frestað: Stjórnarandstaðan lagði fram „aðeins mýkri“ tillögu „Það er þarna sem rússneskir kafbátar fara í gegn“ Hélt á lokuðu umslagi Tillögur „ekki afhentar í lokuðu umslagi“ Uppþot og fúkyrði á þinginu og bandarískur kjarnorkukafbátur Jökulhlaupið í rénun Reyna að stilla til friðar í bakherbergjum Alþingis Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Fundu tuttugu kíló af grasi eftir húsleit í Hafnarfirði Mennirnir þrír sjáist ekki í myndefni Vara við slysahættu vegna kaldavatnsleysis Vilja herða reglur um frágang rafhlaupahjóla í Reykjavík Segir valkyrjur rangnefni og vill kalla þær skjaldmeyjar Samtal við stjórnarandstöðuna fullreynt Kemur kjarnorkuvetur á eftir kjarnorkuákvæðinu? „Forsætisráðherra veit ekkert hvernig þetta hefur verið!“ „Enginn vafi á að fyrirkomulag Bílastæðasjóðs er löglegt“ Nóróveira líkleg orsök hópsýkingar á Laugarvatni „Það er orrustan um Ísland“ „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Þykir leitt að hafa valdið uppnámi Ávarp forsætisráðherra og kjarnorkukafbátur við Grundartanga Minnihlutinn hafi lagt fram eigið veiðigjaldamál: „Þetta er skrumskæling á lýðræðinu“ Spyr hvort draga eigi valdhafa undir húsvegg og skjóta Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Jökulhlaup úr Mýrdalsjökli í Leirá Syðri og Skálm enn í gangi Sjá meira
Verjandinn: Þetta er sorgarsaga Ragnar Aðalsteinsson, hæstaréttarlögmaður og verjandi fjögurra af nímenningunum svokölluðu, segir nýfallinn dóm vera dapurlegan. Honum finnst málið allt vera ein löng sorgarsaga og þykir miður að dómar yfir einmitt þessu fólki séu fyrstu viðbrögð dómstóla og ákæruvaldsins við eftirmálum hrunsins. Spurður hvort honum hafi komið dómurinn á óvart segir hann: „Ég vissi svosem ekki við hverju ég átti að búast. Ég gat búist við öllu." Ekki liggur fyrir hvort dómunum verður áfrýjað en bæði geta þau dæmdu áfrýjað til Hæstaréttar, sem og saksóknari. 16. febrúar 2011 09:03
Birgitta: Minnir á Saving Iceland Birgitta Jónsdóttir, þingmaður Hreyfingarinnar, segir dóm yfir fjórum af nímenningunum svokölluðu ekki koma sér á óvart. Birgitta mætti niður í Héraðsdóm Reykjavíkur í morgun til að vera viðstödd uppkvaðningu dómsins en náði ekki að vera á meðal þeirra 25 sem fengu að fara inn í dómsalinn áður en honum var lokað vegna fjöldatakmarkana. 16. febrúar 2011 09:32
Tveir fara á skilorð og tvær greiða sekt: Dómarnir vonbrigði Andri Leó Lemarquis hefur verið dæmdur í fjögurra mánaða skilorðsbundið fangelsi vegna mótmæla við Alþingi í desember 2008. Þór Sigurðsson var dæmdur í 60 daga skilorðsbundið fangelsi. 16. febrúar 2011 08:42
Tugir manns bíða átekta í héraðsdómi Dómur verður kveðinn upp nú klukkan hálf níu í máli nímenninganna svokölluðu sem ákærðir eru fyrir árás á Alþingi. Þriggja daga aðalmeðferð í málinu var í janúar. Verði níumenningarnir sakfelldir, geta þeir átt yfir höfði sér fangelsisvist allt frá einu ári og upp úr. 16. febrúar 2011 08:30
Dæmt í máli níumenninganna í dag Dómur verður kveðinn upp í máli ákæruvaldsins gegn níumenningunum svonefndu í Héraðsdómi Reykjavíkur klukkan hálf níu, en þeir eru ákærðir fyrir árás á Alþingi í desember árið 2008. 16. febrúar 2011 07:03