Kísilver í sjónmáli á Suðurnesjum 6. janúar 2011 18:30 Samningaviðræður um kísilverksmiðju í Helguvík eru á lokastigi og er nú vonast til ákveðið verði fyrir lok mánaðarins að hefja framkvæmdir í vor. Um 150 manns fengju vinnu við smíðina næstu tvö ár en síðan yrðu til 90 framtíðarstörf í verksmiðjunni. Íslenska kísilfélagið, eða Icelandic Silicon Corporation, hefur undirbúið verksmiðjuna í fjögur ár en gert er ráð fyrir að hún rísi við höfnina í Helguvík, á lóð sem búið er að sprengja þar oní klöppina og slétta. Bandarískt fyrirtæki er aðalfjárfestirinn en nafn hans hefur ekki verið gert opinbert. Verksmiðjunni er ætlað að framleiða í tveimur ofnum fimmtíu þúsund tonn af hrákísil á ári, en sú vara er einkum seld til verksmiðja sem framleiða sólarrafhlöður. Öll leyfi liggja fyrir og ríkir nú bjartsýni um að á næstu tveimur til þremur vikum takist að ljúka orkusamningum og fjárfestingarsamningi og að unnt verði að tilkynna í kringum næstu mánaðamót að framkvæmdir hefjist í vor. Fyrir samfélagið á Suðurnesjum, sem býr við mesta atvinnuleysi á landinu, yrðu þetta kærkomnar fréttir en áætlað er að 150 manns fái vinnu við smíði verksmiðjunnar í tvö ár, en síðan yrðu þar 90 störf til frambúðar. Kísilverið þarf drjúga raforku, um 65 megavött, og er gert ráð fyrir að hún komi bæði frá Landsvirkjun og HS Orku, og fyrstu tvö árin í jöfnum hlutföllum. Orkusamningarnir eru viðkvæmasti þátturinn þar sem þeir þrengja að möguleikum Norðuráls til að afla orku til álversins sem það er að reisa í Helguvík. Samkvæmt heimildum Stöðvar 2 verður þó reynt að stilla orkusamningum við kísilverið upp með þeim hætti að Landsvirkjun geti síðar alfarið tekið þá yfir og þannig skapað HS Orku svigrúm til að mæta raforkuþörf álversins. Mest lesið Bovino sendur til Kaliforníu og Leavitt dregur í land Erlent Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Innlent Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Innlent Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni Innlent Taka á móti fyrstu drengjunum í meðferð í lok febrúar Innlent Enga ákvörðun tekið um Þórdísi Kolbrúnu Innlent Innleiða bílnúmeralesara til að athuga hvar bílar eru skráðir Innlent Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Innlent Lét þingmenn heyra það og sagði Evrópu ekki geta varið sig sjálfa Erlent Starfslokasamningar kostað undirstofnanir fleiri hundruð milljónir Innlent Fleiri fréttir Enga ákvörðun tekið um Þórdísi Kolbrúnu Heiða tekur annað sætið í Reykjavík Meiri hveralykt af vatninu vegna viðhalds og viðgerðar Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Heiða hefur ekki heldur svarað uppstillingarnefnd Helga Kristín gengur til liðs við Miðflokkinn Innleiða bílnúmeralesara til að athuga hvar bílar eru skráðir Stefnir í hallarekstur og uppsagnir hjá Stígamótum „Þetta er auðvitað glæsilegt fyrir flokkinn“ Þingfundi ekki frestað vegna handboltans Leitað að fleira fólki á lista Samfylkingarinnar í Reykjavík Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Eldur kviknaði í Strætó Starfslokasamningar kostað undirstofnanir fleiri hundruð milljónir Taka á móti fyrstu drengjunum í meðferð í lok febrúar Fannst vanta stemmningu í skólann og skipulögðu handboltamót Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Öflugur 92 ára dósa og plast plokkari á Suðurlandi Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni „Förum strax í lífsbjargandi aðgerðir“ Ekki fleiri barnaníðsmál í fimmtán ár Eldsvoði, Bjarni Ben og fjölskylduerjur Veitir ekki viðtöl að sinni Hundrað ára gamalt hús sem varð myglu að bráð Aukin veikindaforföll ekki vegna einstaklingsbundinna vandamála Elsti Íslendingurinn 105 ára gömul kona „Margt óráðið í minni framtíð“ Ein fjölskylda aðstoðuð með gistingu vegna brunans Sigurður Helgi kjörinn varaforseti „Ég hafði ekki ímyndunaraflið í að sjá þetta fyrir mér“ Sjá meira
Samningaviðræður um kísilverksmiðju í Helguvík eru á lokastigi og er nú vonast til ákveðið verði fyrir lok mánaðarins að hefja framkvæmdir í vor. Um 150 manns fengju vinnu við smíðina næstu tvö ár en síðan yrðu til 90 framtíðarstörf í verksmiðjunni. Íslenska kísilfélagið, eða Icelandic Silicon Corporation, hefur undirbúið verksmiðjuna í fjögur ár en gert er ráð fyrir að hún rísi við höfnina í Helguvík, á lóð sem búið er að sprengja þar oní klöppina og slétta. Bandarískt fyrirtæki er aðalfjárfestirinn en nafn hans hefur ekki verið gert opinbert. Verksmiðjunni er ætlað að framleiða í tveimur ofnum fimmtíu þúsund tonn af hrákísil á ári, en sú vara er einkum seld til verksmiðja sem framleiða sólarrafhlöður. Öll leyfi liggja fyrir og ríkir nú bjartsýni um að á næstu tveimur til þremur vikum takist að ljúka orkusamningum og fjárfestingarsamningi og að unnt verði að tilkynna í kringum næstu mánaðamót að framkvæmdir hefjist í vor. Fyrir samfélagið á Suðurnesjum, sem býr við mesta atvinnuleysi á landinu, yrðu þetta kærkomnar fréttir en áætlað er að 150 manns fái vinnu við smíði verksmiðjunnar í tvö ár, en síðan yrðu þar 90 störf til frambúðar. Kísilverið þarf drjúga raforku, um 65 megavött, og er gert ráð fyrir að hún komi bæði frá Landsvirkjun og HS Orku, og fyrstu tvö árin í jöfnum hlutföllum. Orkusamningarnir eru viðkvæmasti þátturinn þar sem þeir þrengja að möguleikum Norðuráls til að afla orku til álversins sem það er að reisa í Helguvík. Samkvæmt heimildum Stöðvar 2 verður þó reynt að stilla orkusamningum við kísilverið upp með þeim hætti að Landsvirkjun geti síðar alfarið tekið þá yfir og þannig skapað HS Orku svigrúm til að mæta raforkuþörf álversins.
Mest lesið Bovino sendur til Kaliforníu og Leavitt dregur í land Erlent Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Innlent Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Innlent Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni Innlent Taka á móti fyrstu drengjunum í meðferð í lok febrúar Innlent Enga ákvörðun tekið um Þórdísi Kolbrúnu Innlent Innleiða bílnúmeralesara til að athuga hvar bílar eru skráðir Innlent Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Innlent Lét þingmenn heyra það og sagði Evrópu ekki geta varið sig sjálfa Erlent Starfslokasamningar kostað undirstofnanir fleiri hundruð milljónir Innlent Fleiri fréttir Enga ákvörðun tekið um Þórdísi Kolbrúnu Heiða tekur annað sætið í Reykjavík Meiri hveralykt af vatninu vegna viðhalds og viðgerðar Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Heiða hefur ekki heldur svarað uppstillingarnefnd Helga Kristín gengur til liðs við Miðflokkinn Innleiða bílnúmeralesara til að athuga hvar bílar eru skráðir Stefnir í hallarekstur og uppsagnir hjá Stígamótum „Þetta er auðvitað glæsilegt fyrir flokkinn“ Þingfundi ekki frestað vegna handboltans Leitað að fleira fólki á lista Samfylkingarinnar í Reykjavík Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Eldur kviknaði í Strætó Starfslokasamningar kostað undirstofnanir fleiri hundruð milljónir Taka á móti fyrstu drengjunum í meðferð í lok febrúar Fannst vanta stemmningu í skólann og skipulögðu handboltamót Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Öflugur 92 ára dósa og plast plokkari á Suðurlandi Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni „Förum strax í lífsbjargandi aðgerðir“ Ekki fleiri barnaníðsmál í fimmtán ár Eldsvoði, Bjarni Ben og fjölskylduerjur Veitir ekki viðtöl að sinni Hundrað ára gamalt hús sem varð myglu að bráð Aukin veikindaforföll ekki vegna einstaklingsbundinna vandamála Elsti Íslendingurinn 105 ára gömul kona „Margt óráðið í minni framtíð“ Ein fjölskylda aðstoðuð með gistingu vegna brunans Sigurður Helgi kjörinn varaforseti „Ég hafði ekki ímyndunaraflið í að sjá þetta fyrir mér“ Sjá meira