Átta létust - „Við viljum slysalausa umferð“ Erla Hlynsdóttir skrifar 6. janúar 2011 11:15 Ögmundur Jónasson segir banaslys í umferðinni of mörg hér á landi. Hann bendir þó á að þeim fækkar á milli ára Mynd: Anton Brink Átta manns létust í banaslysum í umferðinni á síðasta ári. „Það er vissulega 8 manns of mikið og ég endurtek það sem ég nefndi á umferðarþingi nú í haust að það á enginn að látast í umferðarslysi hjá okkur. Við viljum slysalausa umferð - á sama hátt og við viljum slysalaust flug og slysalausar siglingar," sagði Ögmundur Jónasson innanríkisráðherra á fundi um umferðaröryggi sem nú stendur yfir. Umferðaröryggisráð og innanríkisráðherra boðuðu til fundarins. Þar er kynnt efni um þróun umferðaröryggismála síðustu misseri, svo sem um þróun banaslysa og annarra slysa í umferðinni, fjöldi brota sem numin hafa verið með hraðamyndavélum á nokkrum stöðum í vegakerfinu, þróun ökuhraða árin 2004 til 2010. Hlutfallslegur fjöldi banaslysa í umferðinni hér á landi er 2,5 miðað við 100 þúsund íbúa. Samkvæmt bráðabirgðatölum frá öðrum Norðurlöndum er fjöldi látinna þar frá 2,9 og uppí 5,1 á hverja 100 þúsund íbúa. Mun færri létust í banaslysum á síðasta ári en árið 2009 þegar þeir voru 17. Ef við förum aftar létust 12 árið 2008, 15 árið 2007 og 31 árið 2006 sem var hörmungarár.Ökumenn hafa bætt sig Ögmundur tók til nokkur atriði sem hafa mikil áhrif á tíðni banaslysa. „Það sem ræður úrslitum þegar slys eru annars vegar eru bíllinn, umhverfið og hegðun okkar allra í umferðinni, hvort sem við erum ökumenn, hjólreiðamenn eða gangandi. Ég hygg að á öllum þessum sviðum hafi orðið nokkrar umbætur. Ökumenn hafa bætt hegðun sína en á undanförnum árum en Umferðarstofa hefur unnið ötullega að því að fræða vegfarendur um ábyrgð sína og jafnframt hefur nýliðum verið veittur aukinn stuðningur og aðhald í ökunámi og á fyrstu árunum sem þátttakendur í umferðinni. Bílar verða sífellt betri og búnir ýmiss konar tækni sem bjarga okkur ef eitthvað bregður útaf, og síðast en ekki síst hefur í seinni tíð verið lögð meiri áhersla á öryggismál við allar samgönguframkvæmdir," sagði Ögmundur. Hann benti á að Vegagerðin hefur í samræmi við umferðaröryggisáætlun til dæmis unnið æ meira að umbótum á vegakerfinu, lagað hættulega kafla sem greindir hafa verið út frá gæðamati vega og kafla þar sem slys hafa verið tíð. Þá sagði Ögmundur að löggæsla hafa fyrirbyggjandi áhrif. „Og til dæmis hraðamyndavélarnar sem grípa okkur hér og þar, í jarðgöngum eða vegarköflum í þéttbýli eða dreifbýli og hert viðurlög hafa hér einnig verið aðhald. Það ásamt öðru hefur dregið úr hraðakstri."Ökuhraði á sumrin lækkar Athygli vekur að ökuhraði að sumarlagi hefur lækkað. Þannig var meðalökuhraði á 10 stöðum á Hringveginum 93,4 km á klst. og hefur lækkað úr 97 km frá árinu 2004. Hlutfall ökumanna sem aka hraðar en 30 km yfir leyfilegum mörkum hefur sveiflast nokkuð síðustu árin, lækkað sumstaðar eins og í Eldhrauni og við Pétursey en hækkað við Hvassafell í Norðurárdal og Fagradal. Mest lesið Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Erlent Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Innlent Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Innlent Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Innlent Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Erlent Beinaber gísl látinn grafa eigin gröf á Gasa Erlent Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Innlent Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Innlent Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Innlent Fleiri fréttir Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Herjólfur siglir í dag Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Herjólfur siglir ekki meira í dag Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Verbúðarstemning á Hjalteyri og nóg af ástarpungum fyrir alla Mannmergð vildi sjá fyrsta konunglega breska gestinn Óveður í Eyjum og verbúðarstemning á Hjalteyri Hnífurinn reyndist grilltangir „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Læti í miðbænum og í veðrinu Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað Sjá meira
Átta manns létust í banaslysum í umferðinni á síðasta ári. „Það er vissulega 8 manns of mikið og ég endurtek það sem ég nefndi á umferðarþingi nú í haust að það á enginn að látast í umferðarslysi hjá okkur. Við viljum slysalausa umferð - á sama hátt og við viljum slysalaust flug og slysalausar siglingar," sagði Ögmundur Jónasson innanríkisráðherra á fundi um umferðaröryggi sem nú stendur yfir. Umferðaröryggisráð og innanríkisráðherra boðuðu til fundarins. Þar er kynnt efni um þróun umferðaröryggismála síðustu misseri, svo sem um þróun banaslysa og annarra slysa í umferðinni, fjöldi brota sem numin hafa verið með hraðamyndavélum á nokkrum stöðum í vegakerfinu, þróun ökuhraða árin 2004 til 2010. Hlutfallslegur fjöldi banaslysa í umferðinni hér á landi er 2,5 miðað við 100 þúsund íbúa. Samkvæmt bráðabirgðatölum frá öðrum Norðurlöndum er fjöldi látinna þar frá 2,9 og uppí 5,1 á hverja 100 þúsund íbúa. Mun færri létust í banaslysum á síðasta ári en árið 2009 þegar þeir voru 17. Ef við förum aftar létust 12 árið 2008, 15 árið 2007 og 31 árið 2006 sem var hörmungarár.Ökumenn hafa bætt sig Ögmundur tók til nokkur atriði sem hafa mikil áhrif á tíðni banaslysa. „Það sem ræður úrslitum þegar slys eru annars vegar eru bíllinn, umhverfið og hegðun okkar allra í umferðinni, hvort sem við erum ökumenn, hjólreiðamenn eða gangandi. Ég hygg að á öllum þessum sviðum hafi orðið nokkrar umbætur. Ökumenn hafa bætt hegðun sína en á undanförnum árum en Umferðarstofa hefur unnið ötullega að því að fræða vegfarendur um ábyrgð sína og jafnframt hefur nýliðum verið veittur aukinn stuðningur og aðhald í ökunámi og á fyrstu árunum sem þátttakendur í umferðinni. Bílar verða sífellt betri og búnir ýmiss konar tækni sem bjarga okkur ef eitthvað bregður útaf, og síðast en ekki síst hefur í seinni tíð verið lögð meiri áhersla á öryggismál við allar samgönguframkvæmdir," sagði Ögmundur. Hann benti á að Vegagerðin hefur í samræmi við umferðaröryggisáætlun til dæmis unnið æ meira að umbótum á vegakerfinu, lagað hættulega kafla sem greindir hafa verið út frá gæðamati vega og kafla þar sem slys hafa verið tíð. Þá sagði Ögmundur að löggæsla hafa fyrirbyggjandi áhrif. „Og til dæmis hraðamyndavélarnar sem grípa okkur hér og þar, í jarðgöngum eða vegarköflum í þéttbýli eða dreifbýli og hert viðurlög hafa hér einnig verið aðhald. Það ásamt öðru hefur dregið úr hraðakstri."Ökuhraði á sumrin lækkar Athygli vekur að ökuhraði að sumarlagi hefur lækkað. Þannig var meðalökuhraði á 10 stöðum á Hringveginum 93,4 km á klst. og hefur lækkað úr 97 km frá árinu 2004. Hlutfall ökumanna sem aka hraðar en 30 km yfir leyfilegum mörkum hefur sveiflast nokkuð síðustu árin, lækkað sumstaðar eins og í Eldhrauni og við Pétursey en hækkað við Hvassafell í Norðurárdal og Fagradal.
Mest lesið Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Erlent Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Innlent Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Innlent Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Innlent Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Erlent Beinaber gísl látinn grafa eigin gröf á Gasa Erlent Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Innlent Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Innlent Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Innlent Fleiri fréttir Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Herjólfur siglir í dag Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Herjólfur siglir ekki meira í dag Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Verbúðarstemning á Hjalteyri og nóg af ástarpungum fyrir alla Mannmergð vildi sjá fyrsta konunglega breska gestinn Óveður í Eyjum og verbúðarstemning á Hjalteyri Hnífurinn reyndist grilltangir „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Læti í miðbænum og í veðrinu Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað Sjá meira