Erlent

61 árs gömul kona ófrísk

Konan, sem er 61 árs, á von á sér í nóvember.
Konan, sem er 61 árs, á von á sér í nóvember.
Það er ekki á hverjum degi sem fréttir berast af því að konur yfir sextugt beri barn undir belti. En sú er raunin í Brasilíu því sextíu og eins árs gömul kona á von á sér í nóvember næstkomandi. Hún varð ófrísk með gjafaeggi.

„Eiginmaður minn vildi verða faðir," segir hún en hann er 38 ára gamall. „Ég vildi einnig verða móðir."

„Ég er við góða heilsu og fór í ítarlega læknisskoðun áður en ég varð ófrísk," segir konan.

Fyrr í þessum mánuði eignaðist fimmtíu og tveggja ára gömul kona tvíbura. Eiginmaður hennar er 88 ára gamall.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×