Erlent

Dætur Mandela í raunveruleikaþætti

Mandela hefur ekki tjáð sig um áætlaðan raunveruleikaþátt.
Mandela hefur ekki tjáð sig um áætlaðan raunveruleikaþátt. mynd/AFP
Verið að skipuleggja raunveruleika-sjónvarpsþátt um Mandela fjölskylduna. Nánar tiltekið verður fylgst með dætrum Mandela og ríkmannlegu lífi þeirra í Höfðaborg. Dæturnar þrjár fluttust allar erlendis til að stunda nám en núna eru þær snúnar aftur. Framleiðendur þáttarins telja þetta frábært tækifæri fyrir íbúa Suður-Afríku til að kynnast raunverulegum sjálfstæðum konum. Þetta er hin nýja Afríka segja framleiðendurnir. Framleiðendur þáttarins gáfu lítið upp um hvort að aðrir meðlimir fjölskyldunnar hefðu tjáð sig um þáttinn. Þeir telja að stúlkurnar séu með þessu að njóta þess réttar sem foreldrar þeirrar börðust fyrir, að geta stjórnað sínum eigin örlögum. Framleiðendurnir vildu ekki tjá sig um hvort að Mandela sjálfur myndi koma fram í þáttunum. Mandela er 93 ára og afar heilsuveill.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×