Segir umræður um njósnatölvuna hjákátlegar Karen D. Kjartansdóttir skrifar 23. janúar 2011 09:54 Margrét Tryggvadóttir segir umræður um tölvuna hjákátlegar. Margrét Tryggvadóttir, þingmaður Hreyfingarinnar, segir að hún hafi oft tengt tölvu sína með sama hætti og svokölluð njósnatölva var tengd við netið. Í tilkynningu sem hún setti á vefsíðu sína í morgun segir hún að að sér þyki hjákátlegt að hafa fylgst með fréttum af aðskotatölvunni sem fanst í skriftstofuhúsnæði Alþingis í febrúar í fyrra, á hæð þar sem Hreyfingin og Sjálfstæðisflokkur deila. Segist Margrét ekki hafa vit á njósnum en sé viss um að það hljóti að vera til árangursríkari njósnaaðferð en að tengja tóma tölvu við net þingsins. Þá fer hún fram á afsökunarbeiðni vegna ásakanna um að tölvan tengist þingmönnum hreyfingarinnar og félögum þeirra í Wikileaks, og vísar til orða Stefáns Eiríkssonar, lögreglustjóra höfuðborgarsvæðisins, um að lögreglan hefði ekkert í höndunum sem benti til þess að nokkuð glæpsamlegt hefði farið fram. Segir hún engar vísbendingar hafi verið settar fram um að forsvarsmenn Wikileaks hafi sjálfir stolið gögnum þótt þeir hafi tekið við gögnum frá heimildarmönnum. Auk þess sem þeir hafi ekki verið á landinu þegar tölvan fannst. Lýkur hún bréfi sínu á því að fullyrða að Hreyfingin eða þingmenn hennar aldrei verið grunaðir um njósnir eða njósnatengda starfsemi. Annað megi segja um þann flokk sem deilir með hreyfingunni húsnæði, en með þeim orðum vísar hún til nýrrar ævisögu um Gunnar Thoroddsen eftir Guðna Th. Jóhannesson, þar sem fjallað er um persónunjósnir á vegum sjálfstæðismanna. Spyr hún því næst hvort Sjálfstæðisflokkurinn gæti upplýst hvenær flokkurinn lét af þeim njósnum. Mest lesið Kona þungt haldin og sjö hundar hennar brunnu inni Innlent „Ég hafði ekki ímyndunaraflið í að sjá þetta fyrir mér“ Innlent Konur hafi þurft að afgreiða áttatíu vændiskaupendur á þremur dögum Innlent „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Innlent Bríet og Pálmi takast á fyrir dómstólum Lífið Svarar gagnrýni vegna umdeildra gistihýsa í Skaftafelli Innlent Þrjú dæmd fyrir að flytja inn BMW fullan af kókaíni Innlent Tekur ekki undir greiningu Heiðu Bjargar um konur í Samfylkingunni Innlent Gríðarleg andstaða við lagareldisdrög Hönnu Katrínar Innlent Morðið á Pretti gagnrýnt úr ólíklegustu áttum Erlent Fleiri fréttir Elsti Íslendingurinn 105 ára gömul kona „Margt óráðið í minni framtíð“ Ein fjölskylda aðstoðuð með gistingu vegna brunans Sigurður Helgi kjörinn varaforseti „Ég hafði ekki ímyndunaraflið í að sjá þetta fyrir mér“ Þrjú dæmd fyrir að flytja inn BMW fullan af kókaíni Ein í framboði og áfram formaður Einar og Magnea í efstu sætum Framsóknar í Reykjavík Konur hafi þurft að afgreiða áttatíu vændiskaupendur á þremur dögum Sprenging í vændi og handboltafár eftir sigur á Svíum Gríðarleg andstaða við lagareldisdrög Hönnu Katrínar Kona þungt haldin og sjö hundar hennar brunnu inni Tekur ekki undir greiningu Heiðu Bjargar um konur í Samfylkingunni Svarar gagnrýni vegna umdeildra gistihýsa í Skaftafelli Brunavarnir Suðurnesja luku störfum á öðrum tímanum í nótt Handtekinn grunaður um íkveikju „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Inni í húsinu þegar eldur logaði í fjölbýlishúsi Náttúruverndarsamtök fjarlægðu stíflu Ungir Sjálfstæðismenn fengu áfengi í ferð með Vilhjálmi og fóru svo á kjörstað Loðna fundist á stóru svæði Metfjöldi vill stíga á svið með Íslenska dansflokknum Faðirinn í hungurverkfalli í lokaðri móttökustöð og móðirin ein með börnin Aðeins tíu prósent sem leita til Stígamóta kæra ofbeldið Spyr hvort að Rúv finnist hún „hundleiðinleg t***a“ „Örstutt þunglyndi yfir niðurstöðunum“ Maðurinn er fundinn Kerfið hafi brugðist Sjálfstæðismenn mynda bandalag á Akureyri Sundabraut og Fljótagöng verkefni innviðafélagsins Sjá meira
Margrét Tryggvadóttir, þingmaður Hreyfingarinnar, segir að hún hafi oft tengt tölvu sína með sama hætti og svokölluð njósnatölva var tengd við netið. Í tilkynningu sem hún setti á vefsíðu sína í morgun segir hún að að sér þyki hjákátlegt að hafa fylgst með fréttum af aðskotatölvunni sem fanst í skriftstofuhúsnæði Alþingis í febrúar í fyrra, á hæð þar sem Hreyfingin og Sjálfstæðisflokkur deila. Segist Margrét ekki hafa vit á njósnum en sé viss um að það hljóti að vera til árangursríkari njósnaaðferð en að tengja tóma tölvu við net þingsins. Þá fer hún fram á afsökunarbeiðni vegna ásakanna um að tölvan tengist þingmönnum hreyfingarinnar og félögum þeirra í Wikileaks, og vísar til orða Stefáns Eiríkssonar, lögreglustjóra höfuðborgarsvæðisins, um að lögreglan hefði ekkert í höndunum sem benti til þess að nokkuð glæpsamlegt hefði farið fram. Segir hún engar vísbendingar hafi verið settar fram um að forsvarsmenn Wikileaks hafi sjálfir stolið gögnum þótt þeir hafi tekið við gögnum frá heimildarmönnum. Auk þess sem þeir hafi ekki verið á landinu þegar tölvan fannst. Lýkur hún bréfi sínu á því að fullyrða að Hreyfingin eða þingmenn hennar aldrei verið grunaðir um njósnir eða njósnatengda starfsemi. Annað megi segja um þann flokk sem deilir með hreyfingunni húsnæði, en með þeim orðum vísar hún til nýrrar ævisögu um Gunnar Thoroddsen eftir Guðna Th. Jóhannesson, þar sem fjallað er um persónunjósnir á vegum sjálfstæðismanna. Spyr hún því næst hvort Sjálfstæðisflokkurinn gæti upplýst hvenær flokkurinn lét af þeim njósnum.
Mest lesið Kona þungt haldin og sjö hundar hennar brunnu inni Innlent „Ég hafði ekki ímyndunaraflið í að sjá þetta fyrir mér“ Innlent Konur hafi þurft að afgreiða áttatíu vændiskaupendur á þremur dögum Innlent „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Innlent Bríet og Pálmi takast á fyrir dómstólum Lífið Svarar gagnrýni vegna umdeildra gistihýsa í Skaftafelli Innlent Þrjú dæmd fyrir að flytja inn BMW fullan af kókaíni Innlent Tekur ekki undir greiningu Heiðu Bjargar um konur í Samfylkingunni Innlent Gríðarleg andstaða við lagareldisdrög Hönnu Katrínar Innlent Morðið á Pretti gagnrýnt úr ólíklegustu áttum Erlent Fleiri fréttir Elsti Íslendingurinn 105 ára gömul kona „Margt óráðið í minni framtíð“ Ein fjölskylda aðstoðuð með gistingu vegna brunans Sigurður Helgi kjörinn varaforseti „Ég hafði ekki ímyndunaraflið í að sjá þetta fyrir mér“ Þrjú dæmd fyrir að flytja inn BMW fullan af kókaíni Ein í framboði og áfram formaður Einar og Magnea í efstu sætum Framsóknar í Reykjavík Konur hafi þurft að afgreiða áttatíu vændiskaupendur á þremur dögum Sprenging í vændi og handboltafár eftir sigur á Svíum Gríðarleg andstaða við lagareldisdrög Hönnu Katrínar Kona þungt haldin og sjö hundar hennar brunnu inni Tekur ekki undir greiningu Heiðu Bjargar um konur í Samfylkingunni Svarar gagnrýni vegna umdeildra gistihýsa í Skaftafelli Brunavarnir Suðurnesja luku störfum á öðrum tímanum í nótt Handtekinn grunaður um íkveikju „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Inni í húsinu þegar eldur logaði í fjölbýlishúsi Náttúruverndarsamtök fjarlægðu stíflu Ungir Sjálfstæðismenn fengu áfengi í ferð með Vilhjálmi og fóru svo á kjörstað Loðna fundist á stóru svæði Metfjöldi vill stíga á svið með Íslenska dansflokknum Faðirinn í hungurverkfalli í lokaðri móttökustöð og móðirin ein með börnin Aðeins tíu prósent sem leita til Stígamóta kæra ofbeldið Spyr hvort að Rúv finnist hún „hundleiðinleg t***a“ „Örstutt þunglyndi yfir niðurstöðunum“ Maðurinn er fundinn Kerfið hafi brugðist Sjálfstæðismenn mynda bandalag á Akureyri Sundabraut og Fljótagöng verkefni innviðafélagsins Sjá meira