Umfjöllun: Flottur sigur FH á Akureyri Hjalti Þór Hreinsson í Höllinni á Akureyri skrifar 29. september 2011 19:45 Oddur Gretarsson og Örn Ingi Bjarkarson í baráttunni. Fréttablaðið/Valli FH vann góðan sigur á Akureyri í uppgjöri liðanna sem háðu úrslitarimmu um titilinn í fyrra. FH vann 20-24. Sveinbjörn Pétursson byrjaði leikinn frábærlega í marki Akureyrar. Hann varði tvisvar frá Ólafi, frá Ragnari og Baldvin og víti frá Andra Berg. Akureyri komst í 5-0 á meðan. Sókn liðsins gekk smurt fyrir sig þrátt fyrir að Heimir Örn væri meiddur á bekknum. Hann gat ekkert spilað með en í hans stað á miðjunni var Jón Heiðar Sigurðsson. Hann leysti sitt hlutverk með prýði. Oddur leysti einnig af á miðjunni en eðlilega saknar liðsins Heimis. FH var ekki að spila vel í byrjun, sérstaklega var sókn liðsins slök. Hún var hæg og skot liðsins ekki góð. Það skoraði ekki fyrsta markið sitt fyrr en eftir 9 mínútur en það gerði Akureyringurinn Baldvin Þorsteinsson sem kom sér í mikinn ham. Hann og Daníel Andrésson í markinu komu FH aftur inn í leikinn. FH skoraði þrjú mörk í röð áður en Akureyri svaraði. Daníel varði vel og gaf Sveinbirni lítið eftir. FH jafnaði metin í 10-10 eftir vasklega framgöngu hjá Erni Inga Bjarkarsyni sem skoraði þrjú mörk á skömmum tíma. Staðan í hálfleik var 12-11 fyrir Akureyri, Sveinbjörn hafði þá varið 11 skot, þar af tvö víti. Daníel var með sjö hinu megin og Baldvin og Örn með 9 af 11 mörkum FH. FH byrjaði seinni hálfleikinn á því að komast yfir, í 13-14. Akureyri missti boltann klaufalega frá sér í sókninni í þrígang, Bjarni þar af tvisvar. Eftir 10 mínútna leik var staðan 15-16 en FH hafði náð tveggja marka forystu. Á þeim tímapunkti voru Akureyringar mjög ósáttir með annan dómara leiksins, Arnar Sigurjónsson, sem á greinilega enn margt eftir ólært. Anton Gylfi Pálsson var hinsvegar með allt á hreinu, en allt kom fyrir ekki. FH komst svo þremur mörkum yfir en Daníel var að verja vel í markinu. Hörður Fannar meiddist hjá Akureyri og Guðlaugur þurfti að spila í sókn sem vörn. Illa farið með gamlan mann. Það gekk lítið upp hjá Akureyri sem skoraði aðeins þrjú mörk fyrstu 15 mínútur síðari hálfleiks. Sveinbjörn fór úr markinu og Stefán "Uxi" Guðnason kom sterkur inn, varði tvö skot í fyrstu sókn. Daníel slakaði hinsvegar ekkert á klónni hinum megin og hélt áfram að verja vel. Akureyri gekk ekkert að minnka forskot FH. Það komst fimm mörkum yfir og Daníel að verja frábærlega í markinu. Í lokin var sigurinn svo aldrei í hættu. Daníel var maður leiksins en eftir fyrstu 10 mínúturnar tók FH öll völd á vellinum. Það var einfaldlega betra. Það spilaði fína sókn og vörnin ágæt fyrir framan Daníel. Akureyri saknar Heimis augljóslega en sókn liðsins var heilt yfir ekki góð, utan fyrstu 10 mínútanna. Akureyri - FH 20 - 24 (12-11)Mörk Akureyrar (skot): Bjarni Fritzson 5 (6), Hörður Fannar Sigþórsson 4 (4), Geir Guðmundsson 4 (10), Oddur Gretarsson 4 (7), Guðmundur Hólmar Helgason 2 (6), Jón Heiðar Sigurðsson 1 (3). Varin skot: Stefán Guðnason 5 (10) 50%, Sveinbjörn Pétursson 14/2 (19) 42%,Hraðaupphlaup: 2 (Hörður, Oddur).Fiskuð víti: 0Utan vallar: 6 mínútur.Mörk FH (skot): Baldvin Þorsteinsson 8/1 (10/2), Örn Ingi Bjarkason 5 (8), Ragnar Jóhannsson 3 (10), Ólafur Gústafsson 2 (5), Andri Berg Haraldsson 2 (7/1), Atli Rúnar Steinþórsson 2 (4), Þorkell Magnússon 1 (3), Ari Magnús Þorgeirsson 1 (1), Halldór Guðjónsson 0 (1). Varin skot: Daníel Andrésson 22 (39) 56%),Hraðaupphlaup: 5 (Baldvin 3, Örn, Ólafur).Fiskuð víti: 3 (Baldvin, Örn, Atli).Utan vallar: 10 mínútur.Áhorfendur: 758Dómarar: Anton Gylfi Pálsson og Arnar Sigurjónsson. Arnar á enn nokkuð eftir ólært en hann finnur ekki betri læriföður en Anton. Olís-deild karla Mest lesið Eygló Fanndal fékk slæmar fréttir: „Hrædd við komandi mánuði“ Sport Ætlaði að hætta að velja Eið Smára í landsliðið eftir fýluferð til Englands Fótbolti Samherji verður einn helsti bakhjarl HSÍ Handbolti Van Dijk við Hjörvar: „Hvað er sérfræðingur?“ Enski boltinn Vill halda Heimi og írska liðið lélegt Fótbolti Markvörður með skóflu á lofti í miðjum úrslitaleik Fótbolti Rooney og Schmeichel fundu til með Liverpool: „Þetta er slæm ákvörðun“ Enski boltinn Tveir leikmenn gætu fengið 65 ára fangelsi Sport „Algjört bull“ eða „rétt ákvörðun“? Enski boltinn Hjörvar sagði González fá símtal: „Ef það gerist þá verður það frábært“ Enski boltinn Fleiri fréttir Samherji verður einn helsti bakhjarl HSÍ Íslendingarnir atkvæðamiklir í kvöld Sandra með tíu í þrettán marka sigri ÍBV Engin skoraði meira en Elín Klara Með 32 mörk í síðustu þremur leikjum Þungt Evrópukvöld á Ásvöllum Valur steinlá gegn Blomberg-Lippe „Tækifæri fyrir aðra að stíga upp og sýna sig“ Bjarni með tíu og KA áfram í toppbaráttu Haukar við toppinn og HM-farar fögnuðu á Selfossi Ákvörðun þjálfarans að taka ekki átján leikmenn: „Hefur ekkert með fjárhagsstöðuna að gera“ „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ HM hópurinn tilkynntur: Margir reynsluboltar horfnir á braut „Við vorum sjálfum okkur verstir“ Baldur Fritz fór á kostum og Afturelding styrkti stöðuna Uppgjörið: Fram - Valur 27-36 | Arnór í banastuði gegn meisturunum Greint frá ráðningu á vef nýja þjálfarans Víðir vann „diplómatískan sigur“ á þýska handknattleikssambandinu Magdeburg skoraði 45 en lærisveinar Guðjóns Vals úr leik Lovísa með níu í góðum sigri Allar landsliðskonurnar komust á blað Bikarmeistararnir fara norður Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Alfreð klæddist kvennatreyjunni á leiknum við Ísland Forðuðu sér frá bráðsmitandi óléttu í Fram Dönsk landsliðskona eignaðist barn tólf vikum fyrir tímann Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 29-31 | Svöruðu skellinum með frábærum sigri Kærastan tók eftir því að eitthvað var að KA/Þór gerði jafntefli við botnliðið Sjá meira
FH vann góðan sigur á Akureyri í uppgjöri liðanna sem háðu úrslitarimmu um titilinn í fyrra. FH vann 20-24. Sveinbjörn Pétursson byrjaði leikinn frábærlega í marki Akureyrar. Hann varði tvisvar frá Ólafi, frá Ragnari og Baldvin og víti frá Andra Berg. Akureyri komst í 5-0 á meðan. Sókn liðsins gekk smurt fyrir sig þrátt fyrir að Heimir Örn væri meiddur á bekknum. Hann gat ekkert spilað með en í hans stað á miðjunni var Jón Heiðar Sigurðsson. Hann leysti sitt hlutverk með prýði. Oddur leysti einnig af á miðjunni en eðlilega saknar liðsins Heimis. FH var ekki að spila vel í byrjun, sérstaklega var sókn liðsins slök. Hún var hæg og skot liðsins ekki góð. Það skoraði ekki fyrsta markið sitt fyrr en eftir 9 mínútur en það gerði Akureyringurinn Baldvin Þorsteinsson sem kom sér í mikinn ham. Hann og Daníel Andrésson í markinu komu FH aftur inn í leikinn. FH skoraði þrjú mörk í röð áður en Akureyri svaraði. Daníel varði vel og gaf Sveinbirni lítið eftir. FH jafnaði metin í 10-10 eftir vasklega framgöngu hjá Erni Inga Bjarkarsyni sem skoraði þrjú mörk á skömmum tíma. Staðan í hálfleik var 12-11 fyrir Akureyri, Sveinbjörn hafði þá varið 11 skot, þar af tvö víti. Daníel var með sjö hinu megin og Baldvin og Örn með 9 af 11 mörkum FH. FH byrjaði seinni hálfleikinn á því að komast yfir, í 13-14. Akureyri missti boltann klaufalega frá sér í sókninni í þrígang, Bjarni þar af tvisvar. Eftir 10 mínútna leik var staðan 15-16 en FH hafði náð tveggja marka forystu. Á þeim tímapunkti voru Akureyringar mjög ósáttir með annan dómara leiksins, Arnar Sigurjónsson, sem á greinilega enn margt eftir ólært. Anton Gylfi Pálsson var hinsvegar með allt á hreinu, en allt kom fyrir ekki. FH komst svo þremur mörkum yfir en Daníel var að verja vel í markinu. Hörður Fannar meiddist hjá Akureyri og Guðlaugur þurfti að spila í sókn sem vörn. Illa farið með gamlan mann. Það gekk lítið upp hjá Akureyri sem skoraði aðeins þrjú mörk fyrstu 15 mínútur síðari hálfleiks. Sveinbjörn fór úr markinu og Stefán "Uxi" Guðnason kom sterkur inn, varði tvö skot í fyrstu sókn. Daníel slakaði hinsvegar ekkert á klónni hinum megin og hélt áfram að verja vel. Akureyri gekk ekkert að minnka forskot FH. Það komst fimm mörkum yfir og Daníel að verja frábærlega í markinu. Í lokin var sigurinn svo aldrei í hættu. Daníel var maður leiksins en eftir fyrstu 10 mínúturnar tók FH öll völd á vellinum. Það var einfaldlega betra. Það spilaði fína sókn og vörnin ágæt fyrir framan Daníel. Akureyri saknar Heimis augljóslega en sókn liðsins var heilt yfir ekki góð, utan fyrstu 10 mínútanna. Akureyri - FH 20 - 24 (12-11)Mörk Akureyrar (skot): Bjarni Fritzson 5 (6), Hörður Fannar Sigþórsson 4 (4), Geir Guðmundsson 4 (10), Oddur Gretarsson 4 (7), Guðmundur Hólmar Helgason 2 (6), Jón Heiðar Sigurðsson 1 (3). Varin skot: Stefán Guðnason 5 (10) 50%, Sveinbjörn Pétursson 14/2 (19) 42%,Hraðaupphlaup: 2 (Hörður, Oddur).Fiskuð víti: 0Utan vallar: 6 mínútur.Mörk FH (skot): Baldvin Þorsteinsson 8/1 (10/2), Örn Ingi Bjarkason 5 (8), Ragnar Jóhannsson 3 (10), Ólafur Gústafsson 2 (5), Andri Berg Haraldsson 2 (7/1), Atli Rúnar Steinþórsson 2 (4), Þorkell Magnússon 1 (3), Ari Magnús Þorgeirsson 1 (1), Halldór Guðjónsson 0 (1). Varin skot: Daníel Andrésson 22 (39) 56%),Hraðaupphlaup: 5 (Baldvin 3, Örn, Ólafur).Fiskuð víti: 3 (Baldvin, Örn, Atli).Utan vallar: 10 mínútur.Áhorfendur: 758Dómarar: Anton Gylfi Pálsson og Arnar Sigurjónsson. Arnar á enn nokkuð eftir ólært en hann finnur ekki betri læriföður en Anton.
Olís-deild karla Mest lesið Eygló Fanndal fékk slæmar fréttir: „Hrædd við komandi mánuði“ Sport Ætlaði að hætta að velja Eið Smára í landsliðið eftir fýluferð til Englands Fótbolti Samherji verður einn helsti bakhjarl HSÍ Handbolti Van Dijk við Hjörvar: „Hvað er sérfræðingur?“ Enski boltinn Vill halda Heimi og írska liðið lélegt Fótbolti Markvörður með skóflu á lofti í miðjum úrslitaleik Fótbolti Rooney og Schmeichel fundu til með Liverpool: „Þetta er slæm ákvörðun“ Enski boltinn Tveir leikmenn gætu fengið 65 ára fangelsi Sport „Algjört bull“ eða „rétt ákvörðun“? Enski boltinn Hjörvar sagði González fá símtal: „Ef það gerist þá verður það frábært“ Enski boltinn Fleiri fréttir Samherji verður einn helsti bakhjarl HSÍ Íslendingarnir atkvæðamiklir í kvöld Sandra með tíu í þrettán marka sigri ÍBV Engin skoraði meira en Elín Klara Með 32 mörk í síðustu þremur leikjum Þungt Evrópukvöld á Ásvöllum Valur steinlá gegn Blomberg-Lippe „Tækifæri fyrir aðra að stíga upp og sýna sig“ Bjarni með tíu og KA áfram í toppbaráttu Haukar við toppinn og HM-farar fögnuðu á Selfossi Ákvörðun þjálfarans að taka ekki átján leikmenn: „Hefur ekkert með fjárhagsstöðuna að gera“ „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ HM hópurinn tilkynntur: Margir reynsluboltar horfnir á braut „Við vorum sjálfum okkur verstir“ Baldur Fritz fór á kostum og Afturelding styrkti stöðuna Uppgjörið: Fram - Valur 27-36 | Arnór í banastuði gegn meisturunum Greint frá ráðningu á vef nýja þjálfarans Víðir vann „diplómatískan sigur“ á þýska handknattleikssambandinu Magdeburg skoraði 45 en lærisveinar Guðjóns Vals úr leik Lovísa með níu í góðum sigri Allar landsliðskonurnar komust á blað Bikarmeistararnir fara norður Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Alfreð klæddist kvennatreyjunni á leiknum við Ísland Forðuðu sér frá bráðsmitandi óléttu í Fram Dönsk landsliðskona eignaðist barn tólf vikum fyrir tímann Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 29-31 | Svöruðu skellinum með frábærum sigri Kærastan tók eftir því að eitthvað var að KA/Þór gerði jafntefli við botnliðið Sjá meira