Sport

Mancini: Verðum að nýta tækifærið

Roberto Mancini knattspyrnustjóri Manchester City hvetur leikmenn liðsins til þess að nýta það tækifæri sem þeir hafa komið félaginu í eftir 1-0 sigur liðsins gegn Manchester United í undanúrslitum ensku bikarkeppninnar í dag.
Roberto Mancini knattspyrnustjóri Manchester City hvetur leikmenn liðsins til þess að nýta það tækifæri sem þeir hafa komið félaginu í eftir 1-0 sigur liðsins gegn Manchester United í undanúrslitum ensku bikarkeppninnar í dag. Nordic Photos/Getty Images
Roberto Mancini knattspyrnustjóri Manchester City hvetur leikmenn liðsins til þess að nýta það tækifæri sem þeir hafa komið félaginu í eftir 1-0 sigur liðsins gegn Manchester United í undanúrslitum ensku bikarkeppninnar í dag. Man City hefur ekki unnið titil í 35 ár og liðið hefur ekki komist í úrslit bikarkeppninnar frá árinu 1981.

Aaya Toure tryggði sigurinn með marki í síðari hálfleik og liði mætir annaðhvort Stoke eða Bolton í úrslitaleiknum en þau lið eigast við á morgun á Wembley.

„Ég er mjög ánægður og sérstaklega fyrir hönd stuðningsmanna liðsins. Þeir eiga skilið að upplifa svona daga en við megum ekki gleyma því að við eigum eftir að leika einn leik til viðbótar í þessari keppni," sagði Mancini sem hefur ekki átt góða daga að undanförnum eftir slæmt gengi liðsins í deildarkeppninni. Hann vonast til þess að gott gengi liðsins í bikarnum verði til þess að efla liðið í baráttunni um eitt af fjórum efstu sætunum í deildinni sem gefur einnig sæti í Meistaradeildinni á næsta tímabili.


Tengdar fréttir

Man City leikur til úrslita - Yaya Touré tryggði sigurinn

Manchester City og Manchester United áttust við í dag í undanúrslitum ensku bikarkeppninnar á Wembley og tryggði Yaya Touré Man City 1-0 sigur með marki á 52. mínútu. Paul Scholes var rekinn af leikvelli í liði Man Utd í síðari háfleik. Man City hefur ekki leikið til úrslita um enska bikarinn frá árinu 1981 og liðið hefur ekki unnið titil frá árinu 1976. Fylgst var með gangi mála í leiknum á boltavakt Fréttablaðsins og visir.is.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×