Körfubolti

Tryggvi og fé­lagar sluppu með skrekkinn á móti botnliðinu

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Tryggvi Snær Hlinason hitti ekki vel í kvöld en hjálpaði samt liðinu sínu.
Tryggvi Snær Hlinason hitti ekki vel í kvöld en hjálpaði samt liðinu sínu. Getty/Marcin Golba

Íslenski landsliðsmiðherjinn Tryggvi Snær Hlinason var ískaldur í spænsku úrvalsdeildinni í körfubolta í kvöld.

Tryggvi og félagar í Bilbao þurftu þá framlengingu til að landa sigri á botnliði Granada, 88-84.

Þetta var fjórði sigur Bilbao í röð en liðið hefur unnið alla deildarleikina sína á nýju ári.

Tryggvi endaði leikinn með ellefu stig, sjö fráköst, fjórar stoðsendingar og tvö varin skot en hann hitti illa. Hann fiskaði líka sex villur.

Aðeins þrjú af tíu skotum hans utan af velli rötuðu í körfuna og hann klikkaði á sjö af tólf vítum sínum.

Bilbao var þó +10 með Tryggva inni á vellinum og hann var að gera mikið gagn þótt skotin rötuðu ekki rétta leið.

Justin Jaworski var stigahæstur hjá Bilbao með 25 stig en þrír leikmenn liðsins skoruðu meira en Tryggvi. Það var aftur á móti aðeins Norðmaðurinn Harald Freyr sem gaf fleiri stoðsendingar og Tryggvi var líka frákastahæstur í sínu liði.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×