Hollendingar bera ábyrgð á Srebrenica 6. júlí 2011 03:45 Starfsmaður lagfærir merkingar á 613 líkkistum í líkhúsi í Visoko. Borin hafa verið kennsl á líkin og verða þau grafin í minningarathöfn á sunnudag. nordicphotos/AFP Hollendingar bera ábyrgð á dauða þriggja Bosníu-múslima í fjöldamorðunum í Srebrenica árið 1995. Þetta er niðurstaða hollensks áfrýjunardómstóls, sem kvað upp þann úrskurð að hollenska ríkið eigi að greiða ættingjum mannanna þriggja skaðabætur. Hollenskir friðargæsluliðar voru í Srebrenica þegar fjöldamorðin voru framin. Þeir áttu að bera ábyrgð á öryggi fólksins í Srebrenica, sem átti að vera griðastaður á vegum Sameinuðu þjóðanna í Bosníustríðinu. Málið getur haft víðtæk áhrif því ættingjar fleiri fórnarlamba gætu nú höfðað mál. Þá getur málið orðið fordæmisgefandi á víðari grunni, þannig að ríki sem senda fólk til friðargæslustarfa á vegum Sameinuðu þjóðanna geta nú átt á hættu að verða dregin fyrir dóm. „Þetta er mjög gott, loksins,“ sagði Damir Mustafic, einn ættingjanna. Það hittist svo á að dómurinn féll aðeins fáum dögum áður en jarðneskar leifar föður hans verða jarðsettar í kirkjugarði í Srebrenica. Lík hans er eitt af sex hundruð sem grafin hafa verið upp og kennsl borin á með aðstoð DNA-greiningar nú á þessu ári. Þessi lík verða öll jarðsett í minningarathöfn í kirkjugarðinum þegar þess er minnst að 16 ár verða liðin frá fjöldamorðunum, sem eru alvarlegasti stríðsglæpur sem framinn hefur verið í Evrópu frá lokum seinni heimsstyrjaldarinnar. Það var Hasan Nuhanovic, túlkur sem missti bæði föður sinn og bróður í fjöldamorðunum, sem höfðaði málið ásamt ættingjum rafvirkjans Rizo Mustafic, sem einnig var myrtur af Bosníu-Serbum í Srebrenica. Rafvirkinn Mustafic var í starfi hjá hollensku friðargæsluliðunum og Nuhanovic starfaði einnig hjá þeim, en ekki faðir hans og bróðir. Hinir myrtu voru meðal þúsunda Bosníu-Serba sem leituðu skjóls í Srebrenica, þar sem Sameinuðu þjóðirnar höfðu heitið þeim öryggi. Hinn 11. júlí árið 1995 réðust serbneskir hermenn undir stjórn Ratkos Mladic herforingja á Srebrenica. Tveimur dögum síðar létu hollensku friðargæsluliðarnir, sem voru mun færri en hersveitir Serba, undan þrýstingi innrásarliðsins og ráku þúsundir Bosníu-múslima út úr griðastaðnum. Serbnesku hermennirnir tóku karla og drengi út úr hópnum og fluttu þá burt. Um það bil átta þúsund þeirra voru síðan myrtir og grafnir í fjöldagröfum. gudsteinn@frettabladid.is Mest lesið Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi Innlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Innlent Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Innlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Fleiri fréttir Stuðningur við Grænland ómetanlegur og hvetur Íslendinga til að mæta Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Síðustu ellefu ár þau hlýjustu í mælingasögunni 32 látnir eftir að krani féll á lest í Taílandi Rannsaka ásakanir á hendur Iglesias Sautján prósent Bandaríkjamanna styðja innlimun Grænlands Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Tveir látnir eftir árekstur strætisvagna Reyna að tala Trump til og óttast afleiðingar árása Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Mengunarreglur taka ekki lengur tillit til dauðsfalla og heilsu Starmer boðið sæti í „friðarstjórn“ Trump Trump segir Nielsen í vondum málum Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Trump sýndi verkamanni puttann Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur „Við veljum Danmörku“ Að minnsta kosti þrjú þúsund látnir í Íran Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Fá Andrés Önd til að bjarga læsi barna Borgin ber enga ábyrgð í Gufunesbruna og stjórnarmaður í Truenorth segir tjónið óbætanlegt Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Kynnir sér möguleika varðandi Íran og leggur toll á vinaríki klerkastjórnarinnar Machado heimsækir Hvíta húsið á fimmtudag Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Sjá meira
Hollendingar bera ábyrgð á dauða þriggja Bosníu-múslima í fjöldamorðunum í Srebrenica árið 1995. Þetta er niðurstaða hollensks áfrýjunardómstóls, sem kvað upp þann úrskurð að hollenska ríkið eigi að greiða ættingjum mannanna þriggja skaðabætur. Hollenskir friðargæsluliðar voru í Srebrenica þegar fjöldamorðin voru framin. Þeir áttu að bera ábyrgð á öryggi fólksins í Srebrenica, sem átti að vera griðastaður á vegum Sameinuðu þjóðanna í Bosníustríðinu. Málið getur haft víðtæk áhrif því ættingjar fleiri fórnarlamba gætu nú höfðað mál. Þá getur málið orðið fordæmisgefandi á víðari grunni, þannig að ríki sem senda fólk til friðargæslustarfa á vegum Sameinuðu þjóðanna geta nú átt á hættu að verða dregin fyrir dóm. „Þetta er mjög gott, loksins,“ sagði Damir Mustafic, einn ættingjanna. Það hittist svo á að dómurinn féll aðeins fáum dögum áður en jarðneskar leifar föður hans verða jarðsettar í kirkjugarði í Srebrenica. Lík hans er eitt af sex hundruð sem grafin hafa verið upp og kennsl borin á með aðstoð DNA-greiningar nú á þessu ári. Þessi lík verða öll jarðsett í minningarathöfn í kirkjugarðinum þegar þess er minnst að 16 ár verða liðin frá fjöldamorðunum, sem eru alvarlegasti stríðsglæpur sem framinn hefur verið í Evrópu frá lokum seinni heimsstyrjaldarinnar. Það var Hasan Nuhanovic, túlkur sem missti bæði föður sinn og bróður í fjöldamorðunum, sem höfðaði málið ásamt ættingjum rafvirkjans Rizo Mustafic, sem einnig var myrtur af Bosníu-Serbum í Srebrenica. Rafvirkinn Mustafic var í starfi hjá hollensku friðargæsluliðunum og Nuhanovic starfaði einnig hjá þeim, en ekki faðir hans og bróðir. Hinir myrtu voru meðal þúsunda Bosníu-Serba sem leituðu skjóls í Srebrenica, þar sem Sameinuðu þjóðirnar höfðu heitið þeim öryggi. Hinn 11. júlí árið 1995 réðust serbneskir hermenn undir stjórn Ratkos Mladic herforingja á Srebrenica. Tveimur dögum síðar létu hollensku friðargæsluliðarnir, sem voru mun færri en hersveitir Serba, undan þrýstingi innrásarliðsins og ráku þúsundir Bosníu-múslima út úr griðastaðnum. Serbnesku hermennirnir tóku karla og drengi út úr hópnum og fluttu þá burt. Um það bil átta þúsund þeirra voru síðan myrtir og grafnir í fjöldagröfum. gudsteinn@frettabladid.is
Mest lesið Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi Innlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Innlent Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Innlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Fleiri fréttir Stuðningur við Grænland ómetanlegur og hvetur Íslendinga til að mæta Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Síðustu ellefu ár þau hlýjustu í mælingasögunni 32 látnir eftir að krani féll á lest í Taílandi Rannsaka ásakanir á hendur Iglesias Sautján prósent Bandaríkjamanna styðja innlimun Grænlands Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Tveir látnir eftir árekstur strætisvagna Reyna að tala Trump til og óttast afleiðingar árása Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Mengunarreglur taka ekki lengur tillit til dauðsfalla og heilsu Starmer boðið sæti í „friðarstjórn“ Trump Trump segir Nielsen í vondum málum Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Trump sýndi verkamanni puttann Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur „Við veljum Danmörku“ Að minnsta kosti þrjú þúsund látnir í Íran Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Fá Andrés Önd til að bjarga læsi barna Borgin ber enga ábyrgð í Gufunesbruna og stjórnarmaður í Truenorth segir tjónið óbætanlegt Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Kynnir sér möguleika varðandi Íran og leggur toll á vinaríki klerkastjórnarinnar Machado heimsækir Hvíta húsið á fimmtudag Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Sjá meira