Erlent

Leitað í bílum af handahófi

Tugir fréttamanna, ljósmyndara og myndatökumanna fylgdust með þegar fyrsta bifreiðin var stöðvuð.
Tugir fréttamanna, ljósmyndara og myndatökumanna fylgdust með þegar fyrsta bifreiðin var stöðvuð. nordicphotos/AFP
Danir hófu í gær landamæraeftirlit og sendu 50 nýja tollverði til starfa við landamæri Þýskalands og Svíþjóðar.

Þýsk stjórnvöld hafa gagnrýnt landamæraeftirlit Dana harðlega og segja það brjóta gegn Schengen-samkomulaginu.

Danska stjórnin segir hins vegar að nýja landamæraeftirlitið, sem þingið samþykkti í síðustu viku, sé nauðsynlegt til þess að verjast glæpamönnum, sem annars fari óhindrað yfir landamærin. Einnig séu þau nauðsynleg til að hindra straum ólöglegra innflytjenda.

- gb




Fleiri fréttir

Sjá meira


×