Erlent

Handtekinn fyrir að klippa hár konu

Mynd/AP
Hamas samtökin hafa handtekið karlkyns hárgreiðslumann á Gaza-svæðinu fyrir að hafa klippt hár kvenkyns viðskiptavinar, en samtökin bönnuðu aðkomu karlmanna að hársnyrtingu kvenna í mars á síðasta ári.

Þetta er í fyrsta sinn sem lögunum er framfylgt en margir múslimar telja það ganga gegn íslömskum hefðum að hár kvenna sé snyrt af karlmönnum. Handtakan er talin endurspegla tilraunir Hamas til að kveða niður gagnrýnisraddir sem halda því fram að íslömsk viðmið samtakanna séu orðin of afslöppuð.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×