Erlent

Dæmdir í lífstíðarfangelsi 67 árum seinna

Mynd/AP
Herdómstóll í borginni Veróna á Ítalíu hefur sakfellt níu fyrrum hermenn Nasista fyrir að hafa valdið dauða rúmlega 140 almennra borgara í fjöldamorðum sem áttu sér stað í Apennine fjöllunum vorið 1944. Frá þessu er greint á vef the Washington Post.

Mennirnir voru allir dæmdir í lífstíðarfangelsi, rúmum 67 árum eftir að morðin áttu sér stað. Yngsti hermaðurinn er í dag 86 ára gamall, en sá elsti er 93 ára.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×