Erlent

Málið gegn Strauss-Kahn heldur áfram

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Strauss-Kahn er sakaður um nauðgun. Mynd/ AFP.
Strauss-Kahn er sakaður um nauðgun. Mynd/ AFP.
Saksóknarar í New York munu halda áfram að rannsaka meint kynferðisbrot Dominiques Strauss-Kahn, fyrrverandi framkvæmdastjóra AGS. Þetta sögðu saksóknararnir eftir fund með verjendum Strauss-Kahn í dag.

Strauss-Kahn var ákærður fyrir að hafa brotið gegn herbergisþernu á hóteli í New York í mai. Síðan þá hafa komið upp efasemdir um trúverðugleika frásagnar þernunar. Til dæmis hefur komið í ljós að hún laug því að hún hafi orðið orðið fyrir hópnauðgun í heimalandi sínu þegar hún sótti um dvalarleyfi í Bandaríkjunum. Frásögn hennar af atburðarrásinni í kringum meint brot Strass Kahn hefur líka verið á reki.

New York Post hélt því síðan fram í gær að málið yrði látið niður falla. Það er ekki rétt, eftir því sem Daily Telegraph hefur eftir saksóknurunum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×