Innlent

Íslendingar óðir í fánalitina

Hilmar segir að vörur sem þessar hafi hingað til aðallega verið seldar útlendingum. Það sé nú að breytast. Mynd/Vilhelm
Hilmar segir að vörur sem þessar hafi hingað til aðallega verið seldar útlendingum. Það sé nú að breytast. Mynd/Vilhelm

Fánaæði hefur runnið á íslensku þjóðina vegna árangurs handboltalandsliðsins á heimsmeistaramótinu í Svíþjóð. Hilmar Már Aðalsteinsson, verslunarstjóri í Rammagerðinni, sem selur fána og vörur í fánalitunum bæði í verslun sinni og í heildsölu, segist varla hafa undan að bæta nýjum viðskiptavinum við.

Hilmar segir að pantanir hrannist inn frá fyrirtækjum sem hingað til hafi aldrei selt vörur sem þessar; matvöruverslunum, krám og sportvöruverslunum.

Hilmar segir að um ýmiss konar varning sé að ræða; fána, trefla, derhúfur, boli, húfur, víkingahjálma og fleira, sem hingað til hafi aðallega verið selt útlendingum.

„Íslendingar hafa alltaf verið með þetta í einhverjum mæli á vellinum en lítið á kránni og því um líkt. Það virðist vera gjörbreytt núna,“ segir hann. Hilmar er ekki viss hvað veldur. „En þetta er alveg nýtt fyrir okkur Íslendingum. Þegar Ólympíu­leikarnir voru kom það öllum í opna skjöldu hvað okkur gekk vel en nú eru allir í gírnum frá byrjun.“ - sh




Fleiri fréttir

Sjá meira


×