Innlent

Tæplega hundrað vilja bætur vegna Breiðavíkurdvalar

Erla Hlynsdóttir skrifar
Alls er talið að 158 börn hafi verið vistuð á Breiðavík á árunum 1952 til 1979
Alls er talið að 158 börn hafi verið vistuð á Breiðavík á árunum 1952 til 1979
Tæplega hundrað manns hafa gert kröfu um sanngirnisbætur vegna vistunar á Breiðavíkurvistheimilinu. Síðasti dagur til að sækja um bætur er fimmtudagurinn 27. janúar. Þetta kemur fram á vef Breiðavíkursamtakanna.

Þar segir ennfremur að samkvæmt upplýsingum frá Guðrúnu Ögmundsdóttur, tengilið vistheimila, eru 7 viðtöl bókuð í þessari viku.

Alls er talið að 158 börn hafi verið istuð á Breiðavík 1952-1979. Af 127 einstaklingum sem voru vistbörn 1952-1973 eru 34 látnir, en börn þeirra erfa kröfuréttinn. Af þeim nálægt 31 sem vistuðust vestra 1973-1979 munu 2-4 vera látnir, en það eru óstaðfestar upplýsingar að því er kemur fram á síðu samtakanna.

Tenglar:

Vefsíða Breiðavíkursamtakanna

Upplýsingavefur um sanngirnisbætur




Fleiri fréttir

Sjá meira


×