Innlent

Kjósa um verkfall í dag

Það skýrist í kvöld hvort starfsmenn átta fiskimjölsverksmiðja á Austurlandi og í Vestmannaeyjum boða til verkfalls eftir viku, en kosningar um það verða í verksmiðjunum í dag.

Samningamenn bræðslumanna slitu viðræðum við Samtök atvinnulífisins í gær og segja að svo virðist sem ætlan samtakanna sé að skapa óróa og átök á vinnumarkaði.

Loðnuvertíðin stendur nú sem hæst og gæti verkfallsboðun orðið til þess að skipin flýttu sér að klára kvóta sína fremur en að bíða þar til hægt er að ná hrognum úr loðnunni, en það er lang verðmætasta afurð fisksins.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×