Mátti ekki gefa blóð vegna kynhneigðar sinnar 5. febrúar 2011 19:00 Það var á miðvikudaginn síðastliðinn sem Blóðbankabíllinn heimsótti Fjölbrautarskólann í Garðabæ. Úlfar Logason, 18 ára hinseginn nemi við skólann, lagði þá leið sína út í bílinn, enda langaði hann að gerast blóðgjafi. „Mig langaði bara að gera eins og pabbi minn. Hann hefur gefið blóð síðan hann var 18 ára og þegar ég varð 18, þá ætlaði ég að gefa blóð og sá þetta tækifæri," segir Úlfar. Það gilda hins vegar þónokkrar reglur um blóðgjafir. Til dæmis þarf að fresta blóðgjöf í ákveðinn tíma eftir ýmis konar veikindi eða aðgerðir. Og svo eru ákveðin atriði sem útiloka mann hreinlega sem blóðgjafa. Eitt þeirra er ef einstaklingur er karlmaður og hefur haft samfarir við sama kyn. „Ég vissi að þessar reglur hefðu verið í gildi, en ég vissi ekki hvort það væri ennþá í gangi. Ég fór og spurðist fyrir um hvort ég mætti gefa og fékk neitun," segir Úlfar. Hann segir reglurnar fáránlegar. „Það er árið 2011. Þetta á ekki að vera lengur í gangi," segir Úlfar og bætir við að það þurfi að breyta reglunum. Úlfar segir samskipti sín við starfsfólk Blóðbankabílsins þó hafa verið góð, og hann hafi fengið þau svör að betra væri að hafa fleiri reglur en færri. Úlfar hefur sent Sveini Guðmundssyni, yfirlækni blóðbankans, fyrirspurn vegna málsins. Hann varð enda fyrir vonbrigðum með að mega ekki gera eins og pabbi sinn, kynhneigðar sinnar vegna. „Þetta er bara mjög asnalegt. Þessar reglur eru mjög særandi," segir Úlfar að lokum. Mest lesið „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Innlent „Langþreytt á að það séu boðaðir fundir þegar eitthvað kemur upp á“ Innlent Mótmæla heimsókn Ursulu von der Leyen Innlent Tenerife-veður víða á landinu Innlent Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Innlent Fagna áttatíu ára afmæli millilandaflugs Íslendinga Innlent „Tæknivilla“ hafi valdið árás á fólk sem var að sækja sér vatn Erlent Segjast hafa „útrýmt“ banamönnum ofurstans Erlent „Raunhæfur möguleiki“ að hitamet falli á morgun Veður Þrjú mál á dagskrá á síðasta þingfundinum Innlent Fleiri fréttir Tenerife-veður víða á landinu Þrjú mál á dagskrá á síðasta þingfundinum „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Fagna áttatíu ára afmæli millilandaflugs Íslendinga Mótmæla heimsókn Ursulu von der Leyen „Langþreytt á að það séu boðaðir fundir þegar eitthvað kemur upp á“ Leita logandi ljósi af nýju svæði undir kirkjugarð á Selfossi Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Barátta við illvígan sjúkdóm, furðuleg uppátæki fanga og svakalegar hitatölur Maðurinn sem var stunginn í Mjóddinni liggur enn þungt haldinn Gámurinn á bak og burt Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Tókust á um veiðigjöld og þinglok Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Þurfi að bæta skráningu ofbeldisbrota gegn fangavörðum Ursula von der Leyen kemur til Íslands Formenn takast á, fangelsismál og Trump á völlinn Ekki farið fram á gæsluvarðhald yfir fimmmenningunum Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Fundu kannabisplöntur við húsleit Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Sjá meira
Það var á miðvikudaginn síðastliðinn sem Blóðbankabíllinn heimsótti Fjölbrautarskólann í Garðabæ. Úlfar Logason, 18 ára hinseginn nemi við skólann, lagði þá leið sína út í bílinn, enda langaði hann að gerast blóðgjafi. „Mig langaði bara að gera eins og pabbi minn. Hann hefur gefið blóð síðan hann var 18 ára og þegar ég varð 18, þá ætlaði ég að gefa blóð og sá þetta tækifæri," segir Úlfar. Það gilda hins vegar þónokkrar reglur um blóðgjafir. Til dæmis þarf að fresta blóðgjöf í ákveðinn tíma eftir ýmis konar veikindi eða aðgerðir. Og svo eru ákveðin atriði sem útiloka mann hreinlega sem blóðgjafa. Eitt þeirra er ef einstaklingur er karlmaður og hefur haft samfarir við sama kyn. „Ég vissi að þessar reglur hefðu verið í gildi, en ég vissi ekki hvort það væri ennþá í gangi. Ég fór og spurðist fyrir um hvort ég mætti gefa og fékk neitun," segir Úlfar. Hann segir reglurnar fáránlegar. „Það er árið 2011. Þetta á ekki að vera lengur í gangi," segir Úlfar og bætir við að það þurfi að breyta reglunum. Úlfar segir samskipti sín við starfsfólk Blóðbankabílsins þó hafa verið góð, og hann hafi fengið þau svör að betra væri að hafa fleiri reglur en færri. Úlfar hefur sent Sveini Guðmundssyni, yfirlækni blóðbankans, fyrirspurn vegna málsins. Hann varð enda fyrir vonbrigðum með að mega ekki gera eins og pabbi sinn, kynhneigðar sinnar vegna. „Þetta er bara mjög asnalegt. Þessar reglur eru mjög særandi," segir Úlfar að lokum.
Mest lesið „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Innlent „Langþreytt á að það séu boðaðir fundir þegar eitthvað kemur upp á“ Innlent Mótmæla heimsókn Ursulu von der Leyen Innlent Tenerife-veður víða á landinu Innlent Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Innlent Fagna áttatíu ára afmæli millilandaflugs Íslendinga Innlent „Tæknivilla“ hafi valdið árás á fólk sem var að sækja sér vatn Erlent Segjast hafa „útrýmt“ banamönnum ofurstans Erlent „Raunhæfur möguleiki“ að hitamet falli á morgun Veður Þrjú mál á dagskrá á síðasta þingfundinum Innlent Fleiri fréttir Tenerife-veður víða á landinu Þrjú mál á dagskrá á síðasta þingfundinum „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Fagna áttatíu ára afmæli millilandaflugs Íslendinga Mótmæla heimsókn Ursulu von der Leyen „Langþreytt á að það séu boðaðir fundir þegar eitthvað kemur upp á“ Leita logandi ljósi af nýju svæði undir kirkjugarð á Selfossi Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Barátta við illvígan sjúkdóm, furðuleg uppátæki fanga og svakalegar hitatölur Maðurinn sem var stunginn í Mjóddinni liggur enn þungt haldinn Gámurinn á bak og burt Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Tókust á um veiðigjöld og þinglok Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Þurfi að bæta skráningu ofbeldisbrota gegn fangavörðum Ursula von der Leyen kemur til Íslands Formenn takast á, fangelsismál og Trump á völlinn Ekki farið fram á gæsluvarðhald yfir fimmmenningunum Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Fundu kannabisplöntur við húsleit Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Sjá meira