Marcus Walker: Mamma er besti vinur minn Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 19. apríl 2011 16:00 Marcus Walker í leik með KR. Mynd/Valli Marcus Walker er lykilmaður í liði KR sem í kvöld getur tryggt sér Íslandsmeistaratitilinn í körfubolta með sigri á Stjörnunni í fjórða leik liðanna í lokaúrslitum Iceland Express-deildar karla. KR er með 2-1 forystu í einvíginu eftir sannfærandi sigur á Stjörnunni á heimavelli á sunnudagskvöldið. Þar átti Marcus Walker stórleik, bæði í sókn og vörn, eins og svo oft áður í vetur og þá ekki síst í úrslitakeppninni. „Mér líður vel. Ég er tilbúinn og spenntur fyrir leiknum í kvöld. Þetta er í fyrsta sinn sem ég kemst í lokaúrslit með liði og fæ að spila um meistaratitil. Það er engin betri tilfinning til," sagði Walker í samtali við Vísi en leikurinn í kvöld fer fram í Ásgarði og hefst klukkan 19.15. „Þetta er það sem ég hef verið að hugsa um allt tímabilið - að vinna titilinn með frábæru liði. Tími minn hjá KR hefur verið frábær og það myndi toppa allt að klára tímabilið með því að vinna titilinn." Walker segir að hann hafi gert sér grein fyrir því að KR ætti möguleika á að keppa um titilinn þegar hann fór að afla sér upplýsinga um liðið áður en hann kom til Íslands. „Ég komst að því að KR er mjög virt félag á Íslandi. Þá var liðsfélagi minn í háskólaboltanum (Nebraska Huskers, 2005-6), Jason Dourisseau, varð meistari með KR árið 2009. Ég gerði mér því grein fyrir því strax í upphafi að við gætum farið alla leið." Betri eftir því sem á líðurÍ umræðunni um íslenskan körfubolta síðustu daga hefur mátt heyra á mörgum að Marcus Walker sé einn allra besti Bandaríkjamaðurinn sem hefur spilað körfubolta hér á landi - ef ekki sá besti. Hverju sem því líður þá sýnir tölfræðin að hann er búinn að vera bæta sig í allan vetur og hefur þá aldrei spilað betur en einmitt nú í úrslitakeppninni, þegar mest á reynir. Samantekt á tölfræði Walkers á fyrri hluta tímabilsins, seinni hlutanum og svo úrslitakeppninni má sjá hér neðst í greininni. „Það sem mestu máli skiptir er að hafa trú á sjálfum sér og trú á guði. Það skiptir ekki máli hvernig þú byrjar tímabilið heldur hvernig þú endar það. Það geta allir spilað vel og af mikilli einbeitingu í upphafi tímabilsins en þeir sem standa uppi sem sigurvegarar eru þeir sem halda því áfram út allt tímabilið." „Það má ekki láta þreytuna hafa áhrif, né heldur meiðslin. Það eru allir þreyttir og að glíma við einhver meiðsli svo seint á tímabilinu. En ég tel að einn af mínum helstu styrkleikjum er að ég er harður af mér enda er sársaukinn aðeins tímabundinn. Það þarf að klára verkið." Hraðinn minn mesti styrkurHraði Walkers hefur nýst KR-liðinu vel og segir hann sjálfur að það sé hans helsti styrkur inn á vellinum. „Mér finnst liðið vera duglegt að nýta sér hraðann og að þetta smiti líka út í liðið. Aðrir leikmenn hafa tíma til að koma sér í þá stöðu að geta tekið á móti boltanum og komið sér eða öðrum í góð færi." „Reyndar finnst mér að allir leikmenn séu hraðir, miðað við sínar stöður á vellinum. Við erum einfaldlega með hratt lið. Það er kannski bara svona áberandi hjá mér," segir hann og hlær. „Það er okkar kostur. Við getum komið okkur yfir völlinn hraðar en nokkuð annað lið í deildinni." KR hefur farið illa með Stjörnuna tvívegis í þessu einvígi en einnig tapað fyrir þeim. Walker segir aðalmálið að KR haldi sér við sinn leik, óháð því hvað andstæðingurinn gerir en Stjarnan mun án efa reyna að halda hraðanum niðri og þar með Walker í skefjum í kvöld. Hann hefur sjálfur ekki áhyggjur af því. „Við höfum spilað jafna leiki á tímabilinu og líka unnið yfirburðasigra. Lið hafa spilað svæðisvörn gegn okkur og svo maður gegn manni. Ég held að við munum bara gera það sem þjálfarinn hefur alltaf sagt - að hafa ekki áhyggjur af því hvað aðrir eru að gera og spila okkar leik." „Við ætlum ekki að mæta hrokafullir til leiks - heldur vel undirbúnir og einbeittir enda vitum við að þetta verður erfiður leikur." Einstakt samband við mömmuMóðir Walkers er komin til landsins og segir hann að það hafi gefið sér ómælda ánægju. Hún er nú að fara í fyrsta sinn til útlanda og fékk hún vegabréfið sitt nokkrum klukkustundum áður en hún hóf för sína til Íslands. „Það er frábær tilfinning að hafa fengið hana hingað. Ég er afar heppinn að eiga svona gott samband við mömmu mína því hún er minn besti vinur. Það er ekkert annað sem gæti fært mér meiri kraft fyrir einvígið en að hafa mömmu mína með mér," sagði Walker. „Sama hvað gerist í leiknum þá verð ég á tánum frá upphafi til enda. Það er einstakt að fá að spila í lokaúrslitum um meistaratitilinn í öðru landi með mömmu mína upp í stúku. Það mun veita mér þann kraft sem ég þarf í kvöld, sama hvað gerist." Og hann telur að KR hafi getuna til að landa titlinum í kvöld. „Ekki spurning. Við höfum allt sem þarf til þess. Það vill enginn okkar vera í stöðunni 2-2 og þurfa að spila oddaleik. Það er bara of mikið stress," sagði hann í léttum dúr. „Stuðningsmennirnir munu mæta í kvöld enda hafa þeir verið frábærir allt tímabilið. Það er því allt til staðar að klára þetta í kvöld." Tölfræði Walkers fyrir jól, eftir jól og í úrslitakeppninniStig Fyrir jól 18,5 Eftir jól 27,8 Úrslitakeppni 29,2Framlag Fyrir jól 15,9 Eftir jól 27 Úrslitakeppni 26,32ja stiga nýting Fyrir jól 57/115 - 49,6% Eftir jól 89/145 - 61,4% Úrslitakeppni 65/128 - 50,8%3ja stiga nýting Fyrir jól 16/44 - 36,4% Eftir jól 27/58 - 46,6% Úrslitakeppni 33/72 - 45,8%Heildarskotnýting Fyrir jól 73/159 - 45,9% Eftir jól 116/203 - 57,1% Úrslitakeppni 98/200 - 49,0% Dominos-deild karla Mest lesið Birti myndir af fólki, kalli það illum nöfnum og saki um einelti á meðan Körfubolti Kenndi dómaranum um eftir tap Athletic Bilbao fyrir United Fótbolti Fagnaðarlæti Púlara mældust á jarðskjálftamælum Enski boltinn Draumaendir Bjarka á ferlinum: „Loksins fann ég þjálfara sem virkilega skildi mig“ Íslenski boltinn Sjáðu sigurmark Gísla gegn Veszprém Handbolti Gleðin við völd í Grindavík: „Áður en við vitum af verður allt komið á fullt aftur“ Sport Juventus-parið hætt saman Fótbolti Glódís Perla eftir að tvennan var tryggð: „Langt síðan síðast“ Fótbolti Beckham fimmtugur í dag Enski boltinn Faðir Haliburton fær ekki að mæta á leiki hjá Pacers Körfubolti Fleiri fréttir Goðsögnin Popovich hættur í þjálfun Þurfti bara eitt orð um mestu áskorunina við að mæta Njarðvík Birti myndir af fólki, kalli það illum nöfnum og saki um einelti á meðan Faðir Haliburton fær ekki að mæta á leiki hjá Pacers Brunson sendi Pistons í sumarfrí en Clippers tryggði sér oddaleik Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 86-79 | Haukar taka forystu í úrslitaeinvíginu LeBron um framtíðina: „Hef ekki svar“ Úlfarnir sendu Luka, LeBron og félaga í sumarfrí Martin að ná í úrslitakeppnina eftir allt saman? Annað skiptið í röð sem leikmaður San Antonio er valinn nýliði ársins Luka borgar fyrir viðgerðir á minnismerki um Kobe Slapp vel frá rafmagnsleysinu Pabbi Haliburtons ögraði Giannis: „Mikil vanvirðing“ „Þetta er úrslitakeppnin og hlutir gerast“ Sigtryggur Arnar eignaðist strák rétt fyrir stórleik kvöldsins Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 105-104 | Lygilegar lokamínútur Þinglegur stuðningur við Tindastól fyrir kvöldið NBA viðurkennir dómaramistök á ögurstundu hjá Luka og Lakers „Þetta er hreinn og klár glæpur“ „Létum hluti sem við stjórnum ekki fara of mikið í taugarnar á okkur“ Hnefarnir látnir tala í Umhyggjuhöllinni Fór ekki í sturtu fyrr en sjö um morguninn eftir eitt erfiðasta tapið á ferlinum Mesta rúst í sögu NBA Skýrsla um Brynjar Karl: Geri tilraunir með börn og skorti fræðilegan grunn „Stoltur af leikmönnum og stuðningsmönnum“ „Stóðumst áhlaupin betur að þessu sinni“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 91-105 | Grindavík hélt sér á lífi með langþráðum sigri utan heimabæjarins Lögmálið: Þjálfari Lakers féll á prófinu Dómarar viðurkenndu að hafa gert mistök Tímabilið líklega búið hjá Lillard Sjá meira
Marcus Walker er lykilmaður í liði KR sem í kvöld getur tryggt sér Íslandsmeistaratitilinn í körfubolta með sigri á Stjörnunni í fjórða leik liðanna í lokaúrslitum Iceland Express-deildar karla. KR er með 2-1 forystu í einvíginu eftir sannfærandi sigur á Stjörnunni á heimavelli á sunnudagskvöldið. Þar átti Marcus Walker stórleik, bæði í sókn og vörn, eins og svo oft áður í vetur og þá ekki síst í úrslitakeppninni. „Mér líður vel. Ég er tilbúinn og spenntur fyrir leiknum í kvöld. Þetta er í fyrsta sinn sem ég kemst í lokaúrslit með liði og fæ að spila um meistaratitil. Það er engin betri tilfinning til," sagði Walker í samtali við Vísi en leikurinn í kvöld fer fram í Ásgarði og hefst klukkan 19.15. „Þetta er það sem ég hef verið að hugsa um allt tímabilið - að vinna titilinn með frábæru liði. Tími minn hjá KR hefur verið frábær og það myndi toppa allt að klára tímabilið með því að vinna titilinn." Walker segir að hann hafi gert sér grein fyrir því að KR ætti möguleika á að keppa um titilinn þegar hann fór að afla sér upplýsinga um liðið áður en hann kom til Íslands. „Ég komst að því að KR er mjög virt félag á Íslandi. Þá var liðsfélagi minn í háskólaboltanum (Nebraska Huskers, 2005-6), Jason Dourisseau, varð meistari með KR árið 2009. Ég gerði mér því grein fyrir því strax í upphafi að við gætum farið alla leið." Betri eftir því sem á líðurÍ umræðunni um íslenskan körfubolta síðustu daga hefur mátt heyra á mörgum að Marcus Walker sé einn allra besti Bandaríkjamaðurinn sem hefur spilað körfubolta hér á landi - ef ekki sá besti. Hverju sem því líður þá sýnir tölfræðin að hann er búinn að vera bæta sig í allan vetur og hefur þá aldrei spilað betur en einmitt nú í úrslitakeppninni, þegar mest á reynir. Samantekt á tölfræði Walkers á fyrri hluta tímabilsins, seinni hlutanum og svo úrslitakeppninni má sjá hér neðst í greininni. „Það sem mestu máli skiptir er að hafa trú á sjálfum sér og trú á guði. Það skiptir ekki máli hvernig þú byrjar tímabilið heldur hvernig þú endar það. Það geta allir spilað vel og af mikilli einbeitingu í upphafi tímabilsins en þeir sem standa uppi sem sigurvegarar eru þeir sem halda því áfram út allt tímabilið." „Það má ekki láta þreytuna hafa áhrif, né heldur meiðslin. Það eru allir þreyttir og að glíma við einhver meiðsli svo seint á tímabilinu. En ég tel að einn af mínum helstu styrkleikjum er að ég er harður af mér enda er sársaukinn aðeins tímabundinn. Það þarf að klára verkið." Hraðinn minn mesti styrkurHraði Walkers hefur nýst KR-liðinu vel og segir hann sjálfur að það sé hans helsti styrkur inn á vellinum. „Mér finnst liðið vera duglegt að nýta sér hraðann og að þetta smiti líka út í liðið. Aðrir leikmenn hafa tíma til að koma sér í þá stöðu að geta tekið á móti boltanum og komið sér eða öðrum í góð færi." „Reyndar finnst mér að allir leikmenn séu hraðir, miðað við sínar stöður á vellinum. Við erum einfaldlega með hratt lið. Það er kannski bara svona áberandi hjá mér," segir hann og hlær. „Það er okkar kostur. Við getum komið okkur yfir völlinn hraðar en nokkuð annað lið í deildinni." KR hefur farið illa með Stjörnuna tvívegis í þessu einvígi en einnig tapað fyrir þeim. Walker segir aðalmálið að KR haldi sér við sinn leik, óháð því hvað andstæðingurinn gerir en Stjarnan mun án efa reyna að halda hraðanum niðri og þar með Walker í skefjum í kvöld. Hann hefur sjálfur ekki áhyggjur af því. „Við höfum spilað jafna leiki á tímabilinu og líka unnið yfirburðasigra. Lið hafa spilað svæðisvörn gegn okkur og svo maður gegn manni. Ég held að við munum bara gera það sem þjálfarinn hefur alltaf sagt - að hafa ekki áhyggjur af því hvað aðrir eru að gera og spila okkar leik." „Við ætlum ekki að mæta hrokafullir til leiks - heldur vel undirbúnir og einbeittir enda vitum við að þetta verður erfiður leikur." Einstakt samband við mömmuMóðir Walkers er komin til landsins og segir hann að það hafi gefið sér ómælda ánægju. Hún er nú að fara í fyrsta sinn til útlanda og fékk hún vegabréfið sitt nokkrum klukkustundum áður en hún hóf för sína til Íslands. „Það er frábær tilfinning að hafa fengið hana hingað. Ég er afar heppinn að eiga svona gott samband við mömmu mína því hún er minn besti vinur. Það er ekkert annað sem gæti fært mér meiri kraft fyrir einvígið en að hafa mömmu mína með mér," sagði Walker. „Sama hvað gerist í leiknum þá verð ég á tánum frá upphafi til enda. Það er einstakt að fá að spila í lokaúrslitum um meistaratitilinn í öðru landi með mömmu mína upp í stúku. Það mun veita mér þann kraft sem ég þarf í kvöld, sama hvað gerist." Og hann telur að KR hafi getuna til að landa titlinum í kvöld. „Ekki spurning. Við höfum allt sem þarf til þess. Það vill enginn okkar vera í stöðunni 2-2 og þurfa að spila oddaleik. Það er bara of mikið stress," sagði hann í léttum dúr. „Stuðningsmennirnir munu mæta í kvöld enda hafa þeir verið frábærir allt tímabilið. Það er því allt til staðar að klára þetta í kvöld." Tölfræði Walkers fyrir jól, eftir jól og í úrslitakeppninniStig Fyrir jól 18,5 Eftir jól 27,8 Úrslitakeppni 29,2Framlag Fyrir jól 15,9 Eftir jól 27 Úrslitakeppni 26,32ja stiga nýting Fyrir jól 57/115 - 49,6% Eftir jól 89/145 - 61,4% Úrslitakeppni 65/128 - 50,8%3ja stiga nýting Fyrir jól 16/44 - 36,4% Eftir jól 27/58 - 46,6% Úrslitakeppni 33/72 - 45,8%Heildarskotnýting Fyrir jól 73/159 - 45,9% Eftir jól 116/203 - 57,1% Úrslitakeppni 98/200 - 49,0%
Dominos-deild karla Mest lesið Birti myndir af fólki, kalli það illum nöfnum og saki um einelti á meðan Körfubolti Kenndi dómaranum um eftir tap Athletic Bilbao fyrir United Fótbolti Fagnaðarlæti Púlara mældust á jarðskjálftamælum Enski boltinn Draumaendir Bjarka á ferlinum: „Loksins fann ég þjálfara sem virkilega skildi mig“ Íslenski boltinn Sjáðu sigurmark Gísla gegn Veszprém Handbolti Gleðin við völd í Grindavík: „Áður en við vitum af verður allt komið á fullt aftur“ Sport Juventus-parið hætt saman Fótbolti Glódís Perla eftir að tvennan var tryggð: „Langt síðan síðast“ Fótbolti Beckham fimmtugur í dag Enski boltinn Faðir Haliburton fær ekki að mæta á leiki hjá Pacers Körfubolti Fleiri fréttir Goðsögnin Popovich hættur í þjálfun Þurfti bara eitt orð um mestu áskorunina við að mæta Njarðvík Birti myndir af fólki, kalli það illum nöfnum og saki um einelti á meðan Faðir Haliburton fær ekki að mæta á leiki hjá Pacers Brunson sendi Pistons í sumarfrí en Clippers tryggði sér oddaleik Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 86-79 | Haukar taka forystu í úrslitaeinvíginu LeBron um framtíðina: „Hef ekki svar“ Úlfarnir sendu Luka, LeBron og félaga í sumarfrí Martin að ná í úrslitakeppnina eftir allt saman? Annað skiptið í röð sem leikmaður San Antonio er valinn nýliði ársins Luka borgar fyrir viðgerðir á minnismerki um Kobe Slapp vel frá rafmagnsleysinu Pabbi Haliburtons ögraði Giannis: „Mikil vanvirðing“ „Þetta er úrslitakeppnin og hlutir gerast“ Sigtryggur Arnar eignaðist strák rétt fyrir stórleik kvöldsins Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 105-104 | Lygilegar lokamínútur Þinglegur stuðningur við Tindastól fyrir kvöldið NBA viðurkennir dómaramistök á ögurstundu hjá Luka og Lakers „Þetta er hreinn og klár glæpur“ „Létum hluti sem við stjórnum ekki fara of mikið í taugarnar á okkur“ Hnefarnir látnir tala í Umhyggjuhöllinni Fór ekki í sturtu fyrr en sjö um morguninn eftir eitt erfiðasta tapið á ferlinum Mesta rúst í sögu NBA Skýrsla um Brynjar Karl: Geri tilraunir með börn og skorti fræðilegan grunn „Stoltur af leikmönnum og stuðningsmönnum“ „Stóðumst áhlaupin betur að þessu sinni“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 91-105 | Grindavík hélt sér á lífi með langþráðum sigri utan heimabæjarins Lögmálið: Þjálfari Lakers féll á prófinu Dómarar viðurkenndu að hafa gert mistök Tímabilið líklega búið hjá Lillard Sjá meira
Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 91-105 | Grindavík hélt sér á lífi með langþráðum sigri utan heimabæjarins