Sama áhættan tapist dómsmál 1. apríl 2011 04:15 Lárus Blöndal Kostnaðarmat samninganefnda Íslands í Icesave-deilunni byggir fyrst og fremst á varfærnu mati skilanefndar Landsbankans. „Frá því í apríl 2009 hefur áætlað mat eigna búsins hækkað um að meðaltali 23 milljarða á hverjum ársfjórðungi. Það eru um 160 milljarðar frá apríl 2009 til síðustu áramóta. Það segir manni að þetta er að þróast í rétta átt,“ segir Lárus. Einnig þarf að horfa til samsetningar eignasafns þrotabús Landsbankans. Þar eru nú um 400 milljarðar í peningum og fer vaxandi. Þá er verðtryggt skuldabréf Nýja Landsbankans milli 300 og 400 milljarðar. „Það er orðinn býsna stór hluti af kökunni sem er í algerlega tryggum eignum sem allir geta lagt mat á,“ segir Lárus. „Ég met það þannig að það sé alls ekki mikil áhætta í eignasafninu sjálfu.“ Ein af stærstu eignum þrotabúsins er verslanakeðjan Iceland Foods. Lárus bendir á að skilanefndin sé mjög varfærin í mati á verðmæti keðjunnar. Verði hún seld á því verði sem nú sé fullyrt að verið sé að bjóða í hana muni Icesave-skuldin hverfa algerlega. „Núna er staðan önnur en hún var fyrir hrun. Þá snerist allt um að blása sem mestu lofti í blöðruna en núna snýst allt um hið gagnstæða. Það hentar skilanefndinni betur að meta eignirnar á lægra verði og koma óvænt með betri niðurstöðu en að meta eignirnar á hærra verði og koma svo með verri niðurstöðu. Það er ákveðin varkárni byggð inn í þetta kerfi,“ segir Lárus. Þróunin á gengi íslensku krónunnar getur haft veruleg áhrif á kostnað íslenska ríkisins vegna Icesave. „Gengið er í raun eini stóri áhættuþátturinn að mínu mati,“ segir Lárus. Frá því kröfum var lýst í þrotabúið hefur krónan styrkst, en hrapi hún getur það haft mikil áhrif á kostnaðinn. Það þyrfti þó að vera mikið, og því fyrr sem það myndi gerast þeim mun verra væri það, segir Lárus. Gjaldeyrishöftin leiða þó að hans mati til þess að hættan á miklu falli krónunnar sé afar lítil. Allir þeir áhættuþættir sem eiga við um Icesave-samninginn eiga ekki síður við um það sem gerist verði samningnum hafnað og Ísland tapi dómsmáli í kjölfarið, segir Lárus. „Það skiptir ekki máli hvort borgað er samkvæmt samningi eða dómi, það eru sömu áhættuþættir. Gengið og endurheimtur úr búinu hafa sömu áhrif. Við losnum ekki við áhættuna þó að samningurinn verði felldur, nema auðvitað ef dómsmál vinnst.“ Fréttir Icesave Mest lesið Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Innlent „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Innlent Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Innlent Hleypti líklega óvart úr Innlent Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Innlent Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Innlent „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Innlent „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Innlent Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól Innlent Spændi upp mosann á krossara Innlent Fleiri fréttir Ákall um ljósabekkjabann og gengið fyrir Ólöfu Töru Enn rís land í Svartsengi Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Hleypti líklega óvart úr Kominn úr lífshættu eftir stunguárás við Mjóddina Gísli Jóns í tveimur útköllum frá miðnætti „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Maðurinn er fundinn Ekki sekur um að hafa valdið dauða manns í Kiðjabergi Fagnar áherslum ríkisstjórnarinnar í sjávarútvegi Ræðukóngurinn talaði í rúman sólarhring Miklar bikblæðingar á Norðurlandi Ræðukóngur Alþingis tekinn tali og varað við bikblæðingum á þjóðvegunum Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Hitinn 14 til 28 stig í dag: Vara við því að skilja hundinn eftir í bílnum Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Tæpur fjórðungur umræðutímans fór í veiðigjöld Þyrlan kölluð út að sækja veikan farþega á skemmtiferðakipi „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Spændi upp mosann á krossara Netið sló út í miðborginni og Hlíðunum Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Sögulegt þing, geðrof eftir meðferð og bongóblíða Dópsalar handteknir sem reyndust dvelja ólöglega á Íslandi Stjórnarandstaðan sakar forseta um alvarlegan trúnaðarbrest Mótmæltu komu „spilltrar“ der Leyen Sjá meira
Kostnaðarmat samninganefnda Íslands í Icesave-deilunni byggir fyrst og fremst á varfærnu mati skilanefndar Landsbankans. „Frá því í apríl 2009 hefur áætlað mat eigna búsins hækkað um að meðaltali 23 milljarða á hverjum ársfjórðungi. Það eru um 160 milljarðar frá apríl 2009 til síðustu áramóta. Það segir manni að þetta er að þróast í rétta átt,“ segir Lárus. Einnig þarf að horfa til samsetningar eignasafns þrotabús Landsbankans. Þar eru nú um 400 milljarðar í peningum og fer vaxandi. Þá er verðtryggt skuldabréf Nýja Landsbankans milli 300 og 400 milljarðar. „Það er orðinn býsna stór hluti af kökunni sem er í algerlega tryggum eignum sem allir geta lagt mat á,“ segir Lárus. „Ég met það þannig að það sé alls ekki mikil áhætta í eignasafninu sjálfu.“ Ein af stærstu eignum þrotabúsins er verslanakeðjan Iceland Foods. Lárus bendir á að skilanefndin sé mjög varfærin í mati á verðmæti keðjunnar. Verði hún seld á því verði sem nú sé fullyrt að verið sé að bjóða í hana muni Icesave-skuldin hverfa algerlega. „Núna er staðan önnur en hún var fyrir hrun. Þá snerist allt um að blása sem mestu lofti í blöðruna en núna snýst allt um hið gagnstæða. Það hentar skilanefndinni betur að meta eignirnar á lægra verði og koma óvænt með betri niðurstöðu en að meta eignirnar á hærra verði og koma svo með verri niðurstöðu. Það er ákveðin varkárni byggð inn í þetta kerfi,“ segir Lárus. Þróunin á gengi íslensku krónunnar getur haft veruleg áhrif á kostnað íslenska ríkisins vegna Icesave. „Gengið er í raun eini stóri áhættuþátturinn að mínu mati,“ segir Lárus. Frá því kröfum var lýst í þrotabúið hefur krónan styrkst, en hrapi hún getur það haft mikil áhrif á kostnaðinn. Það þyrfti þó að vera mikið, og því fyrr sem það myndi gerast þeim mun verra væri það, segir Lárus. Gjaldeyrishöftin leiða þó að hans mati til þess að hættan á miklu falli krónunnar sé afar lítil. Allir þeir áhættuþættir sem eiga við um Icesave-samninginn eiga ekki síður við um það sem gerist verði samningnum hafnað og Ísland tapi dómsmáli í kjölfarið, segir Lárus. „Það skiptir ekki máli hvort borgað er samkvæmt samningi eða dómi, það eru sömu áhættuþættir. Gengið og endurheimtur úr búinu hafa sömu áhrif. Við losnum ekki við áhættuna þó að samningurinn verði felldur, nema auðvitað ef dómsmál vinnst.“
Fréttir Icesave Mest lesið Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Innlent „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Innlent Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Innlent Hleypti líklega óvart úr Innlent Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Innlent Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Innlent „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Innlent „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Innlent Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól Innlent Spændi upp mosann á krossara Innlent Fleiri fréttir Ákall um ljósabekkjabann og gengið fyrir Ólöfu Töru Enn rís land í Svartsengi Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Hleypti líklega óvart úr Kominn úr lífshættu eftir stunguárás við Mjóddina Gísli Jóns í tveimur útköllum frá miðnætti „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Maðurinn er fundinn Ekki sekur um að hafa valdið dauða manns í Kiðjabergi Fagnar áherslum ríkisstjórnarinnar í sjávarútvegi Ræðukóngurinn talaði í rúman sólarhring Miklar bikblæðingar á Norðurlandi Ræðukóngur Alþingis tekinn tali og varað við bikblæðingum á þjóðvegunum Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Hitinn 14 til 28 stig í dag: Vara við því að skilja hundinn eftir í bílnum Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Tæpur fjórðungur umræðutímans fór í veiðigjöld Þyrlan kölluð út að sækja veikan farþega á skemmtiferðakipi „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Spændi upp mosann á krossara Netið sló út í miðborginni og Hlíðunum Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Sögulegt þing, geðrof eftir meðferð og bongóblíða Dópsalar handteknir sem reyndust dvelja ólöglega á Íslandi Stjórnarandstaðan sakar forseta um alvarlegan trúnaðarbrest Mótmæltu komu „spilltrar“ der Leyen Sjá meira