Flogaveikum dæmdar bætur: Viðurkenningin mikilvægust Valur Grettisson skrifar 12. janúar 2011 15:43 Ágúst Hilmar Dearborn fær bætur eftir að hafa verið sviptur frelsinu. „Það mikilvægasta er að það hafi loksins verið viðurkennt að það hafi verið brotið á mér," segir Ágúst Hilmar Dearborn, sem sigraði skaðabótamál gegn ríkinu í dag, þar sem Héraðsdómur Reykjavíkur dæmdi ríkið til þess að greiða Ágústi sex og hálfa milljón fyrir ólögmæta frelsissviptingu. Málið er hið sérkennilegasta en Ágúst var handtekinn árið 2003 eftir að hann fékk flogakast undir stýri í Njarðvík. Hann ók út af veginum og kom lögreglan á vettvang ásamt sjúkraflutningamönnum. Ágúst missti meðvitund eftir flogakastið. Enginn læknir kallaður til Þegar sjúkraflutningamenn hlúðu að honum vaknaði Ágúst og brást hinn versti við. Lögreglan fann sig knúna til þess að handtaka hann í kjölfarið. Héraðsdómur féllst á að handtakan hefði verið lögmæt. Hinsvegar fór lögreglan út fyrir valdsvið sitt þegar hún færði Ágúst handjárnaðann á lögreglustöð og lét hann dúsa í fangaklefa járnaðann fyrir aftan bak. Þar fékk hann að dúsa í um hálftíma án þess að læknir væri fenginn til þess að kanna ástand hans. Fyrir vikið þótti dóminum rétt að ríkið greiddi Ágústi á sjöundu milljón króna í skaðabætur, sem þykir afar há upphæð samkvæmt lögfróðum mönnum. Ágúst segir í viðtali við Vísi að hann sé himinlifandi yfir úrskurðinum en óttist ennfremur um að málinu sé hvergi lokið. Ekki er ljóst hvort ríkið áfrýji dómnum. Málið tekið á taugarnar „Þetta er búið að taka vel á mig sem og fjölskylduna mína," segir Ágúst sem hefur beðið eftir niðurstöðu í málinu í sjö ár. „Málinu var alltaf vísað frá þegar ég kvartaði undan meðferðinni í fyrstu. En þá hefði afsökunarbeiðni nægt mér," segir Ágúst Hilmar sem er afar sár og reiður yfir meðferðinni. Hann segist lítið muna eftir atvikinu annað en þegar hann vaknaði liggjandi á maganum í fangaklefa með hendur járnaðar fyrir aftan bak. Aðspurður hvernig flogaköstin lýsa sér svarar Ágúst því til að það sé erfitt að segja frá því. Hann segist missa meðvitund og í raun ekki ranka við sér fyrr en einhverjum klukkustundum síðar. Stundum man hann ekkert eftir aðdragandanum áður en hann fékk flogið. Án floga í nokkur ár „En svo er ég nýjum lyfjum núna þannig ég hef ekki fengið flogakast í nokkur ár," segir Ágúst sem hefur lært að lifa með sjúkdómnum. Þannig stundar hann heilbrigðan lífsstíl og hefur gert alla sína ævi. „Þetta helst allt í hendur," segir Ágúst um mikilvægi þess að hlúa vel að líkamanum til þess að halda flogaveikinni niðri. Ágúst Hilmar segist gríðarlega ánægður með niðurstöðu dómsins, „þegar maður fær þetta þá er maður í skýjunum," segir Ágúst sem segist fyrst og fremst vera þakklátur. Eins og fyrr segir þá er ekki ljóst hvort ríkið áfrýji málinu. Það er þó ekki ólíklegt en fjölskipaður dómur klofnaði og vildi einn dómarinn sýkna lögregluna. Tengdar fréttir Flogaveikur fær bætur fyrir frelsissviptingu Héraðsdómur Reykjavíkur dæmdi ríkið til þess að greiða karlmanni á þrítugsaldri sex og hálfa milljón í skaðabætur fyrir að hafa fært hann á lögreglustöð eftir að hann fékk flogakast undir stýri. 12. janúar 2011 13:45 Mest lesið Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Innlent Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Innlent Dóttirin í Súlunesi ákærð Innlent Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Erlent Maxwell biðlar til Hæstaréttar Erlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Erlent „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Innlent Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Innlent Fleiri fréttir Engin fjármögnun gereyðingarvopna á Íslandi Enn varað við svikapóstum: „Við hlökkum til að fá jákvæða svörun frá þér“ Samstarfið við Íra og Frakka tímafrekt Hefja gjaldtöku við höfnina í Stykkishólmi Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Neyðarástand á Gasa og ágengir túristar angra kirkjugesti Dóttirin í Súlunesi ákærð Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Rannsaka áhrif samfélagsmiðla á heilastarfsemi barna Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Gat ekki sannað að verkstæðið tjónaði vélina Mögulegur fyrirboði um goslok Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Enn gýs úr einum megingíg og virknin nokkuð stöðug Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Áhyggjur af tollum ESB, olíuþjófur gómaður og fífldjarfir ferðamenn „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Árekstur í Öxnadal Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Vilja að ríkisstjórnin leggi allt kapp í að afstýra tollunum Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Ekkert hægt að gera nema húseigendur kæri Sjá meira
„Það mikilvægasta er að það hafi loksins verið viðurkennt að það hafi verið brotið á mér," segir Ágúst Hilmar Dearborn, sem sigraði skaðabótamál gegn ríkinu í dag, þar sem Héraðsdómur Reykjavíkur dæmdi ríkið til þess að greiða Ágústi sex og hálfa milljón fyrir ólögmæta frelsissviptingu. Málið er hið sérkennilegasta en Ágúst var handtekinn árið 2003 eftir að hann fékk flogakast undir stýri í Njarðvík. Hann ók út af veginum og kom lögreglan á vettvang ásamt sjúkraflutningamönnum. Ágúst missti meðvitund eftir flogakastið. Enginn læknir kallaður til Þegar sjúkraflutningamenn hlúðu að honum vaknaði Ágúst og brást hinn versti við. Lögreglan fann sig knúna til þess að handtaka hann í kjölfarið. Héraðsdómur féllst á að handtakan hefði verið lögmæt. Hinsvegar fór lögreglan út fyrir valdsvið sitt þegar hún færði Ágúst handjárnaðann á lögreglustöð og lét hann dúsa í fangaklefa járnaðann fyrir aftan bak. Þar fékk hann að dúsa í um hálftíma án þess að læknir væri fenginn til þess að kanna ástand hans. Fyrir vikið þótti dóminum rétt að ríkið greiddi Ágústi á sjöundu milljón króna í skaðabætur, sem þykir afar há upphæð samkvæmt lögfróðum mönnum. Ágúst segir í viðtali við Vísi að hann sé himinlifandi yfir úrskurðinum en óttist ennfremur um að málinu sé hvergi lokið. Ekki er ljóst hvort ríkið áfrýji dómnum. Málið tekið á taugarnar „Þetta er búið að taka vel á mig sem og fjölskylduna mína," segir Ágúst sem hefur beðið eftir niðurstöðu í málinu í sjö ár. „Málinu var alltaf vísað frá þegar ég kvartaði undan meðferðinni í fyrstu. En þá hefði afsökunarbeiðni nægt mér," segir Ágúst Hilmar sem er afar sár og reiður yfir meðferðinni. Hann segist lítið muna eftir atvikinu annað en þegar hann vaknaði liggjandi á maganum í fangaklefa með hendur járnaðar fyrir aftan bak. Aðspurður hvernig flogaköstin lýsa sér svarar Ágúst því til að það sé erfitt að segja frá því. Hann segist missa meðvitund og í raun ekki ranka við sér fyrr en einhverjum klukkustundum síðar. Stundum man hann ekkert eftir aðdragandanum áður en hann fékk flogið. Án floga í nokkur ár „En svo er ég nýjum lyfjum núna þannig ég hef ekki fengið flogakast í nokkur ár," segir Ágúst sem hefur lært að lifa með sjúkdómnum. Þannig stundar hann heilbrigðan lífsstíl og hefur gert alla sína ævi. „Þetta helst allt í hendur," segir Ágúst um mikilvægi þess að hlúa vel að líkamanum til þess að halda flogaveikinni niðri. Ágúst Hilmar segist gríðarlega ánægður með niðurstöðu dómsins, „þegar maður fær þetta þá er maður í skýjunum," segir Ágúst sem segist fyrst og fremst vera þakklátur. Eins og fyrr segir þá er ekki ljóst hvort ríkið áfrýji málinu. Það er þó ekki ólíklegt en fjölskipaður dómur klofnaði og vildi einn dómarinn sýkna lögregluna.
Tengdar fréttir Flogaveikur fær bætur fyrir frelsissviptingu Héraðsdómur Reykjavíkur dæmdi ríkið til þess að greiða karlmanni á þrítugsaldri sex og hálfa milljón í skaðabætur fyrir að hafa fært hann á lögreglustöð eftir að hann fékk flogakast undir stýri. 12. janúar 2011 13:45 Mest lesið Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Innlent Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Innlent Dóttirin í Súlunesi ákærð Innlent Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Erlent Maxwell biðlar til Hæstaréttar Erlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Erlent „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Innlent Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Innlent Fleiri fréttir Engin fjármögnun gereyðingarvopna á Íslandi Enn varað við svikapóstum: „Við hlökkum til að fá jákvæða svörun frá þér“ Samstarfið við Íra og Frakka tímafrekt Hefja gjaldtöku við höfnina í Stykkishólmi Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Neyðarástand á Gasa og ágengir túristar angra kirkjugesti Dóttirin í Súlunesi ákærð Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Rannsaka áhrif samfélagsmiðla á heilastarfsemi barna Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Gat ekki sannað að verkstæðið tjónaði vélina Mögulegur fyrirboði um goslok Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Enn gýs úr einum megingíg og virknin nokkuð stöðug Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Áhyggjur af tollum ESB, olíuþjófur gómaður og fífldjarfir ferðamenn „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Árekstur í Öxnadal Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Vilja að ríkisstjórnin leggi allt kapp í að afstýra tollunum Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Ekkert hægt að gera nema húseigendur kæri Sjá meira
Flogaveikur fær bætur fyrir frelsissviptingu Héraðsdómur Reykjavíkur dæmdi ríkið til þess að greiða karlmanni á þrítugsaldri sex og hálfa milljón í skaðabætur fyrir að hafa fært hann á lögreglustöð eftir að hann fékk flogakast undir stýri. 12. janúar 2011 13:45